föstudagur, maí 30, 2003

Djammandi djammandi

Eftir vinnu á miðvikudaginn vildi ég djamma. Því var haldið til Söndru þar sem hvítvín, bjór og ostar voru borin á borð. Anna Pála, Vigga og Dagga voru líka í ostaveislunni ásamt Sigga hennar Söndru og mömmu hennar og litla bróður. Næst var haldið niður í bæ og fyrsta stopp gert á Kaffibrennslunni. Það var stutt. Síðan var haldið upp Bankastrætið og hljóp ég inná mína heittelskuðu Lækjarbrekku til að skrifa á mig annan gullvökva (lesist bjór). Yfirþjóninum mínum leist svo rosalega vel á þennan stúlkaskara sem stóð í portinu og beið eftir mér að hann heimtaði að þær myndi koma inn og bauð öllum bjór og epplasnafs. Þá var ég öfunduð af góðum vinnustað, hahaha! Allavega, Anna Pála var, sökum amors litla, alveg sjúk í að fara inn á Ara í Ögri. Hinar þrjár stungu af á Dillon án okkar vitundar og sat ég ein eftir með Önnu Pálu og amornum hennar. Ég átti því ekki annan kost en að leika mér í reiknivélinni minni ásamt því að tala illa um IB við Kristófer hin hálfbreska sem er líka á IB. Ég heimtaði brottför þegar úthaldið var á enda og þá var haldið á Glaumbar. Eftir eitt J-T lag fór ég. Anna Pála var upptekin af öðru. Ferðinni var heitið á Vegamót en þar átti Yngvi víst að vera. Hann reyndst þó vera á Sólon. Á leiðinni til baka hitti ég tvo pilta sem voru að baksa við að binda bindishnút. Þeir voru báðir drukknir og greip ég á það ráð að binda hnútinn fyrir þá, við mikinn fögnuð nærstaddra. Ég dró þá af stað með mér á Sólon, því að ég nennti ekki að labba ein, og kom þá í ljós að þeir þekktust ekkert og höfðu aldrei sést áður. Á Sólon keypti Yngvi bjór handa mér og fór svo, þannig að ég var eftir með belgíska Michelin kokknum, Pieter. Eftir dans í smá tíma héldum við af stað á Boomkikkers. Ég komst reyndar ekki þangað því að ég hitti dreng sem hafði stolið plaststólpa í Bankastrætinu og var hann svo ánægður að löggann hefði ekki stoppað hann að hann ákvað að kalla stólpann friðartáknið sitt. Við röltum upp á Vesturgötu þar sem ég fékk að pissa í mjög fallegri kommúnu. Síðan fórum ég og friðardrengurinn í göngutúr um gamla kirkjugarðinn og svo labbaði ég heim. Megnið af leiðinni var býfluga samferða mér en hún vildi ekki tala við mig. Þegar ég kom heim, um 7.00 þá uppgötvaði ég að ég var læst úti. Ég vildi ekki vekja foreldra mína að svo stöddu svo að ég lagið mig bara í sólinni í hallargarðinum mínum (lesist: fyrir utan útidyrahurðina). Vaknaði svo kl. 9.30 við vekjaraklukkuna inni hjá mér, ég var þó ennþá úti og kl 10.00 bankaði ég á klósettgluggann og bað um að mér yrði hleypt inn. Og þar með endar djammsagan.

Ég hef verið útnefnd upplýsingamálaráðherra fjölskyldunnar og þarf því að svara fyrirspurnum og símtölum varðandi ófædda drenginn. Einnig þarf ég að hringja í alla fjölskylduna þegar hann loksins fæðist og tilkynna um fæðingartíma, stærð, þyngd og heilbrigði. Þetta er einflaldega vegna þess að móðir mín og faðir eru að fara af landi brott í viku og getur því enginn annar sinnt starfinu. Í nótt vonaði ég heitt og innilega að hann væri að fæðast, reyndi m.a.s. að tala systur mína inná að að hlaupa 20 sinnum upp og niður stigann hér fyrir utan.. það gekk ekki.

Hundrað milljón þúsund skrilljón billjón rokkstig fær Björgin mín eina fyrir bestu og flottustu gjöf í heimi og geimi. Brosið er ennþá á, kjólinn passar og þessi magnaði maríuhænuhattur! I love you! P.S. er búin að plögga kaffi hjá Mumma þegar þú kemur heim.

þriðjudagur, maí 27, 2003

Bílnum okkar var stolið í vetur. Ég og mamma settum sófann, alla borðstofustóla og hægindarstóla (þó að þeir séu nú engir rosalegir hægindarstólar) inn í forstofu því að á stolnu lyklakippunni var ekki einungis bíllykill heldur einnig húslykill. Ég ákvað líka að láta fat með hnífapörum halda jafnvægi á hálfopinni hurð svo að ef hurðinn yrði hreyfð þá myndi allt húsið vakna við barmlið í hnífapörunum. Þegar bílinn fannst (nánast tómur að innan, ruplararnir tóku m.a.s. sundskýluna hans pabba!) ákváðum við að fá okkur öryggiskerfi. Það var sett upp í dag af tveimur mönnum sem tóku andköf þegar þeir sáu köttinn minn og flautuðu svo á hann, við afar dræmar undirtektir Mola, sem er kötturinn, og hélt hann móðgaður á brott. Ég er nokkuð viss um að hann hugsaði "Ég er ekki hundur". Þessir kallar nú ekkert rosalega merkilegir fyrir utan það að þeir tóku símann þrisvar úr sambandi á meðan ég átti í langlínusamræðum við Björgu í Brussel. Aumingja maðurinn varð alveg miður sín þegar ég kallaði utan af palli (því að þeir voru líka að bora í veggi svo að það reyndist erfitt að tala í símann) "Aftur, dísös kræst, ég er að tala til Belgíu!".
Kerfið er hinsvegar alveg hreint snilldarlegt því að það talar við mann, þokkafull tölvukonurödd sem tilkynnir að nú sé kerfið "Ready to arm" og svo er líka hægt að taka upp skilaboð til annara fjölskyldumeðlima "Fór í sund, kem heim kl 18.00" þó ég efist nú um að mamma mín muni nokkur tíman læra á þessa skilaboðaskjóðu.

Áðan var ég næstum því búin að keyra á fugl sem ákvað skyldilega að steypa sér fyrir bíl. Þá fór ég að hugsa, ætli fuglar geti líka fengið hjartaáfall? Og ætli þeir geti fengið taugaáfall? Ég meina. það hlýtur að vera nokkuð stressandi að vera fugl. "Oh sjitt, ég þarf að safna prikum og grasi, búa til hreiður, safna ormum til að éta og fljúga suður á bóginn, sem eru nokkur þúsund kílómetrar"

Krílið litla hefur ekki látið á sér kræla, það ríkir mikil spenna á heimilinu
Fussum svei

Ég var að koma af kaffihúsi með Skjenstadkonunni (s.s. kvk tvíbbanum ef að þið náið þessu ekki). Þar ræddum við aðallega um asnaleg nöfn og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri asnalegt að það væri hægt að heita Sóley Erla, eða Blóm Fugl en ekki Sóley Ýsa, eða Blóm Fiskur. Og ég hitti hann Alla frænda í dag. Þegar laugardagskvöldið bar á góma þá fór hann að tala um rauðvínsblett í skyrtunni sinni sem hann myndi ekki hvaðan kom. Ég horfði áhugaverðum augum á tærnar á mér á meðan ég útskýrði fyrir honum öll herlegheitin og hann fyrirgaf mér strax. Ég leita hér með að Sigga..
Þakka fólki afmæliskveðjurnar. Vona að allir séu uppteknir af því að vinna Egóbústið (sjá hér neðar).

Ég er að taka þátt í einhverri rannsókn (eins og fleiri ungar stúlkur á mínu reki hér í bæ). Í dag ákvað ég hins vegar að mig langaði ekki að vera í rannsókninni lengur (ástæður verða óútskýrðar vegna þess að karlmenn myndu vorkenna konum svo agalega fyrir að þurfa vera konur, konur myndi fara að gráta við lesturinn, auk þess sem það væri ósiðsamlegt að birta það hér). Ég hringdi niður eftir og sagði "Ég vil hætta í rannsókninni". Konan bað um ástæðu en ég hafði nú kynnt mér rétt minn og tilkynnti henni að ég þyrfti ekki að gefa upp ástæðu. Þá gaf hún mér samband við aðra konu sem var með súkkulaðirödd og sagði að hún væri leið að ég vildi hætta í rannsókninni. Og hún reyndi að ginna mig aftur með því að bjóða mér frían bíómiða fyrir tvo, pening og leigubíl á staðinn! Gott tilboð, en ég vildi nú samt hætta í rannsókninni. Á endanum leið mér eins og Chandler og Ross þegar þeir ætla að hætta í líkamsræktinni og enda með sameiginlegan bankareikning. Fussumsvei! Ósvífnin í fólki!

P.S. niðurteljarinn er enn bilaður en þið getið reiknað þetta út ef að ég átti afmæli 25. maí

sunnudagur, maí 25, 2003

Af Hot'n'Sweet og fleiru

Blogger er í fríi, ég get allavega ekki breytt niðurteljaranum svo að staðan er svona:
Tvítugsafmæli: Í DAG!
Von á systursyninum: 2 dagar
Harry Potter: 26 dagar.

Ég bið alla þá sem þurftu að þola drykkjuæsing og annað leiðinlegt frá mér í gær innilegrar velvirðingar. Ég kenni Hot'n'Sweet staupunum í efnafræðiglösunum um. Ég verð alveg óþolandi eftir drykkju þessara efna. Þó aðallega verð ég að biðja tvo afsökunar.
Alli frændi: Rauðvínið var mér að kenna og ég er búin að fyrirgefa þér þetta með heita pottinn, fyrir löngu m.a.s. Skammast mín niður í tær og skil ef þú vilt neita öllum fjölskyldutengslum okkar á milli.
Siggi skeggjaði: Ég biðst aftur afsökunar varðandi bjórinn, ég skulda þér enn einn.
Ég held reyndar að hvorugur viti af tilvist þessa bloggs og lesi það því ekki, þannig að þið komið þessu til skila ef að ég er ekki búin að hitta þá. Takk fyrir.

Gudda lofaði víst að birta útgáfur af ljóðinu utan hringsins eftir Stein Steinarr. Í eftirfarandi ljóðum bregður Gudda sér í líki ýmissa manna. Hér kemur upphaflega útgáfan:

Ég geng í hring
í kringum allt sem er
og innan þess hrings
er veröld þín


Minn skuggi féll um stund
á gluggans gler


Ég geng í hring
í kringum allt sem er
og utan þessa hrigns
er veröld mín


Nú hér má sjá órómantíska og orðóheppna manninn yrkja:
Ég geng í kringum þetta allt
og þú ert inni í hringum


Minn skuggi féll
á þennan glugga


Ég geng í kringum allt
og ég er fyrir utan hringinn


Og að lokum Pakistaninn sem kann ekki góða íslensku:
Ég vera ganga kríngúm
og ég detda gegnúm glúgga
og nú þú véra inní
og ég véra útí


Jæja, ég er farin að halda áfram að vera tvítugt. Já hey, þið eruð öll ömurleg nema Karól og Andri Ó. en enn gefst ykkur tækifæri til þess að bæta ráð ykkar, Ég á afmæli í einn og hálfan tíma í viðbót, ef tekið er mið af degi en fimm og hálfan tíma ef tekið er mið af fæðingartíma þannig að enn er tekið við hamingjuóskum.
Hér birtist fullkominn listi yfir allt það sem mig langar í. Þið hafið tæpar tvær vikur til þess að safna eins mörgu og mögulegt er af listanum og vinna þar með leikinn!

Síðasta Egóbústið
  ... rjómahvíta Renault Daphne 1962 sem boðar sumarið hjá mér. Hann er til sölu.
  ... Amélie geisladiskinn og myndina á DVD
  ... litla ávaxta- og súkkulaðibúð á Spáni, ítalíu eða Frakklandi
  ... rauðu skóna í Kron
  ... a.m.k. eina milljón í beinhörðum peningum
  ... flugvél og einhvern til þess að fljúga henni
  ... nýtt útlit á þessa hommsubláusíðu
  ... digital myndavél, ekki Kódak
  ... Eru ekki allir í stuði? eftir Doktorinn sjálfann.
  ... heimatilbúin geisladisk með heimatilbúnum lögum.
  ... heimatilbúin geisladisk með ógurlegum partýlögum.
  ... miða á Hróarskeldu 2003 (og ef ég fæ ekki flugvél og einhvern til þess að fljúga henni þá vil ég flugmiða til Danaveldis og lestarmiða frá Köben til Hróarskeldu líka).
  ... iPod, helst þessa týpu
  ... kokkabók sem heitir "The Soprano Family Cook Book" eða eitthvað svoleiðis.
  ... risastóra ljósmyndabók sem heitir Art Of Photography.. eða eitthvað svoleiðis.
  ... nýja myndavél, manual, með flassi og a.m.k. fjórum góðum linsum.
  ... myrkraherbergi með öllum græjum.
  ... óendanlega inneign í plötuverslunum og bókabúðum landsins
  ... ferð út í geim
  ... tvær milljónir í 1000 köllum
  ... nýtt seðlaveski
  ... vinstri stjórn á Íslandi
  ... myndina af litla stráknum þar sem maður trúir því að hann labbi út úr myndinni eða blikki mann.
  ... einhverja aðra mynd eftir Mary Ellen Mark
  ... allar bækur eftir Mary Ellen Mark, þ.á.m. A Cry for Help
  ... Mary Ellen Mark
  ... heimagerða ljóðabók eftir Skúla sem á að heita "Móðir mín kjarnakonan", "Ragnheiður undurfríð" eða álíka.
  ... stærra herbergi
  ... ekki í kerti, sápur úr Body Shop, hálsmen eða snyrtidót
  ... málverk eftir gefanda
  ... fullt af nýjum fötum
  ... fullkomna spænskukunnáttu
  ... snúru í gettóblasterinn minn
  ... disk með Yeah Yeah Yeahs
  ... báða Harry Potter myndirnar á DVD
  ... son sem er ekki jafn vanþakklátur og sá gamli var
  ... gamal auglýsingar úr járni
  ... plaggat, eða málverk, eftir Toulouse-Lautrec, sem notað var sem auglýsing fyrir Rauðu Mylluna
  ... genið sem sér um skipulag
  ... geisladisk með The Vines og The Kills
  ... heimatilbúna bíómynd eða tónlistarmyndband
  ... live skemmtiatriði í afmælinu mínu
  ... pjéninga
  ... mitt eigið lén
  ... gasgrill
  ... heitan pott, skreyttum mósaík, í garðinn
  ... teiknimyndasögubók
  ... grískar styttur í sturtuna, þó bara frá Mumma
  ... gamla skrúfueyrnalokka
  ... fínt gala veski
  ... latteglas, svona stórt ömmuglas (Vigga, það má vera stolið frá Kaffibrennslunni)
  ... fallega plastperlufesti með allskonar glingri
  ... amerískt rúm
  ... japanskt rúm
  ... þægilega dýnu, a.m.k. 1.80 m á breidd
  ... rúmföt, helst hvít, allavega EKKI með blómum
  ... svartar náttbuxur, helst úr satín, allavega mjúkar að innan
  ... svona take-the-coffee-with-you bolla, úr einhverjum málmi
  ... ferð til Brasilíu
  ... mikið af gömlum djass diskum
  ... fivtís föt
  ... sólgleraugu eins og VV í The Kills var með á myndinni sem fylgdi greininni um þau í Mogganum um daginn. Ég er búin að leita út um allt að svona mynd og missti bloggið nokkrum sinnum út svo að þið verðið bara að standa ykkur (hint: svona gleraugu fást í gleraugnabúðinni við hliðina á blómabúðinni í Kringlunni).
  ... sól og blíðu í allt sumar.
  ... einthvað sem er ekki neitt og er gjörsamlega ónothæft
  ... bækur í bókahilluna sem fær fólk til að halda að ég sé ofurgáfuð
  ... meiri skó, meiri skó, meiri skó
  ... rautt reiðhjól í gamla kvennmannstílnum
  ... kaffisýróp, irish krím
  ... nýja esspressóvél
  ... svarta kjólinn með gráu blómunum í Mondo
  ... armband úr plexigleri frá Kirstjuberjatréinu
  ... fyndnar og skemmtilegar myndir

föstudagur, maí 23, 2003

En sá undarlegi dagur

Ég kláraði prófin í dag, spriklaði um eins og nýr kálfur í örstuttastund, fór í sól og blíðu á Austurvelli og svo skutu Lárus Rektor og Jón Hannesson mig í fótinn. Reyndar bauð Lalli mér fyrst hnetu og þó að ég sæti með silfurtár á hvarmi mínum, þá hló ég að honum. Endaði á því að búa til foss í Öskjuhlíðinni sem hét Blóðnasafoss. Og þar fór saga dagsins i dag, mjög svo undarlegur.

Ég verð að hafa eftir nokkur fleyg orð frá lærdómssetu okkar Önnu Pálu í gær. Ný kona varð til, kynlífssveltaljóðskáldið Gudda sem gengur bara í hörfötum, með 158 sólarhálsmen, John Lennon gleraugu og kollhatt. Hún yrkir svo:

Ég er kona
ég er jarðaber


þú ert maður
þú ert banani


ég bý til jarðaberja og bananasjeik


Hún styðst meira við myndlíkingar (þessi er frá Önnu Pála, konunni sem ekki verður endurtekin):

Sköp mín eru líkt og snjóhús
dimm, köld og rök.
Við innkomu þarf maðurinn að
skríða gegnum
löng
myrk göng.
Ég er frjósemissnjóhús


Á morgun mun Gudda birta hér ýmsar útgáfur af ljóðinu "Utan hringsins" eftir Stein Steinarr. Þau eru snilld (a.m.k. að mati okkar Önnu Pálu). Lifið heil!

Egóbústið
Mig langar í...
  ... svarta kjólinn með gráu blómunum í Mondo
  ... armband úr plexigleri frá Kirstjuberjatréinu
  ... fyndnar og skemmtilegar myndir

miðvikudagur, maí 21, 2003

Djöfullinn sjálfur..

The Dante's Inferno Test has banished you to the Sixth Level of Hell - The City of Dis!
Here is how you matched up against all the levels:
LevelScore
Purgatory (Repenting Believers)Very Low
Level 1 - Limbo (Virtuous Non-Believers)Moderate
Level 2 (Lustful)Very High
Level 3 (Gluttonous)Moderate
Level 4 (Prodigal and Avaricious)Moderate
Level 5 (Wrathful and Gloomy)Low
Level 6 - The City of Dis (Heretics)Very High
Level 7 (Violent)High
Level 8- the Malebolge (Fraudulent, Malicious, Panderers)High
Level 9 - Cocytus (Treacherous)High

Take the Dante Inferno Hell Test

Ég og fyrrverandi eigum þá eitthvað sameiginlegt (viðurkenni þó að ég fata þetta próf ekki alveg).
Annars vil ég segja þeim sem eru búnir í prófum... fuck off and die.

Egóbústið
Mig langar í...
  ... bækur í bókahilluna sem fær fólk til að halda að ég sé ofurgáfuð
  ... meiri skó, meiri skó, meiri skó
  ... rautt reiðhjól í gamla kvennmannstílnum
  ... kaffisýróp, irish krím
  ... nýja esspressóvél

mánudagur, maí 19, 2003

Júróvisjón

Dyggir lesendur, og þeir sem mig þekkja vel, vita að ég er forfallinn Júróvisjónaðdáandi. Ég kann lögin frá Eistlandi 1996, Danmörk 1997, Kýpur 1998, man hvernig fötum flestir hafa verið í frá 1998 og svo gæti ég lengi talið. Ég ætlaði mér að halda hér uppi Júróbloggi, þ.e. blogga um hverja kynningu, en ákvað að það myndi ekki falla í ljúfan löð. Ég get þó ekki hamið mig að tala um hitt og þetta þar sem Júróvisjón nálgast sem óð fluga.

- Öll lögin eru brekst íbíza rippoffpopp. Birgitta er ekki jafnslæm og áður leit út fyrir.
- Tyrklandi er á mörgum stöðum spáð sigri, enda ekki undarlegt þar sem myndbandið þeirra skartar semi-erótískum myndum af hálfnöktum stelpum í einhverskonar baðhúsi.
- Grikkland er líka ofarlega á spádómslistum. Aumingja konan fór í korselettið öfugt og ákvað greinilega að taka Charlotte Nilson á þetta eftir að hún sá hvernig frú.Nilson vann Selmu okkar með því að vera meira máluð, í þrengri fötum og wonderbra.
- Þýskaland á án efa hamingjusamasta lagið í ár, Austurríki (eins og Nanna, Dagga og Dr. Gunni hafa bent á) undarlegasta lagið og Úkraína hetjutenórinn og asnalegasta myndbandið. Ég dó þegar maðurinn fór að syngja í hárblásarann sem var í gangi
- Afhverju þurfa Austur-Evrópu löndin alltaf að syngja á "Bradislava tjo kjo brusinuvi uji tuji" tungumálunum sínum? Kannski vilja þau bara alls ekkert vinna. Þetta er þó skemmtileg tilbreyting, eins og þegar rússneska sveitin Mumin Troll tók þátt árið 2001 og hélt því fram að textinn væri á ensku þó að hann hljómaði eins og köttur að reyna að leika hænu.
- Portúgalar (og söngkonan galar svo sannarlega) ætluðu að hafa undankeppnina veglega í ár, hringsvið sem hreyfðist. Það var ekki alveg jafn veglegt að sjá kallana sem unnu við það að hreyfa sviðið fram og til baka, skríða meðfram sviðinu og ýta því.
- Ég held að breski kk söngvarinn sé hommi.

Egóbústið
Mig langar í...
  ... sólgleraugu eins og VV í The Kills var með á myndinni sem fylgdi greininni um þau í Mogganum um daginn. Ég er búin að leita út um allt að svona mynd og missti bloggið nokkrum sinnum út svo að þið verðið bara að standa ykkur (hint: svona gleraugu fást í gleraugnabúðinni við hliðina á blómabúðinni í Kringlunni).
  ... sól og blíðu í allt sumar.
  ... einthvað sem er ekki neitt og er gjörsamlega ónothæft

laugardagur, maí 17, 2003

Skúli Lillard?

Ég bara verð...
Ég er að fara í sálfræðipróf og ég hef fengið mig til þess að trúa því að með því að lesa öll gömul Cosmopolitianblöð systur minnar þá sé ég í raun að læra sálfræði. Ég er að reyna að skilja sálfræðina á bak við konur, sem er ansi flókin, það segi ég þó að sjálf sé ég kona. Það má ekki vera of kynþokkafullur en samt deyja úr kynþokka, ekki láta stráka vita að maður sé öruggur en strákum á víst að þykja það heillandi að sjá öruggan kvennmann, þ.e. samkvæmt Cosmo. Það merkilega við þennan lestur minn er þó annað og undarlegra.. Ég rakst á mynd (klikka á mynd)Þarna brá mér... er þetta Skúli? Það var annar maður titlaður fyrir þessari mynd, Matthew nokkur Lillard sem hefur leikið í stórmyndum á borð við Scream og Scooby Doo. Ég gróf upp myndir af Skúla og Lillard...Dæmið nú sjálfir kæru lesendur, hver er maðurinn í Comso?

Hjartans þakkir fær Andri fyrir góðvild og hjálpsemi. Súkkulaðikaka verður afhent síðar

Egóbústið
Mig langar í...
  ... svona take-the-coffee-with-you bolla, úr einhverjum málmi
  ... ferð til Brasilíu
  ... mikið af gömlum djass diskum
  ... fivtís föt

föstudagur, maí 16, 2003

Undirleikari óskast

Þegar ég verð stór þá ætla ég að giftast myndarlegum, góðum manni sem getur spilað alla tónlist og öll lög í heiminum á hvaða hljóðfæri sem er. Hann mun búa í litlu íbúðinni minn með kettinum Miu.
Annars ætla ég að vera plebbi og fara í ljós í fyrramálið. Ég er viss um að það muni hjálpa mér við lærdóminn sem gengur satt að segja ansi brösulega þessa dagana.

- R I T S K O Ð A Ð -Egóbústið
Mig langar í...
  ... amerískt rúm
  ... japanskt rúm
  ... þægilega dýnu, a.m.k. 1.80 m á breidd
  ... rúmföt, helst hvít, allavega EKKI með blómum
  ... svartar náttbuxur, helst úr satín, allavega mjúkar að innan

fimmtudagur, maí 15, 2003

Haltir ganga

Ég var að skoða eitthvað blað. Þar var auglýsing frá Krossinum um einhvern mann sem er hér á landi og er víst kraftaverkakarl og ætlar að lækna alþjóð í Austurbæ 13.-15. maí, eða eitthvað svoleiðis. Í auglýsingunni stendur meðal annars: "Haltir ganga, daufir heyra". Sko, einu sinni misteig ég mig og varð hölt, en ég gat samt alveg gengið þrátt fyrir það og vinkona systur minnar er heyrnadauf, en hún heyrir nú alveg þrátt fyrir það. Svo að ég segi svo að þessi maður sé ekki kraftaverkakarl heldur peningplokkarasvindlari.

Annars nenni ég ekki að ljóðast meira við Skúla. Það er barasta ekki hægt að hafa gaman af þessu sýnist mér, það þarf allt að vera eftir einhverjum reglum. Mér finnst reglur leiðinlegar. Það rann upp fyrir mér að við gætum aldrei orðið móðir og sonur aftur vegna þess að enginn er svona dónalegur við móður sína, ég bara virðist gera allt vitlaust. Hér er loka ljóðið:

Þetta e r nýtískulj ó ð
það fjallar u m gamla móðu r ás t
sem er n ú dáin.
H é r má drengur le iiiiiii ta
að nýrr i móðu r ás t.
Ég vil ekki l e n g u r vera
s k ö m m u ð og V A N M E T I N
Það ristir það ristir það ristir það ristir
svo djúpt svo djúpt svo djúpt svo djúpt
í sál mína s e m engist o g kvelst
eins o g særður l í t i l l saklaus
k ett lin gur


Egóbústið
Mig langar í...
  ... grískar styttur í sturtuna, þó bara frá Mumma
  ... gamla skrúfueyrnalokka
  ... fínt gala veski
  ... latteglas, svona stórt ömmuglas (Vigga, það má vera stolið frá Kaffibrennslunni)
  ... fallega plastperlufesti með allskonar glingri

miðvikudagur, maí 14, 2003

Helvístis fokking djöfulsins drullutussu ömurlega drasl. Helvítis andskotans prumpurassa óskiljanlega hálfvita pissu kúka dót sem virkar aldrei. Djöfulsins andskotans píku myglubanana gubbufötu ógeðslega typpa ömurlega drasl. Brenndu í helvíti segi ég. Ég var að reyna að svara þessu frá Skúlafi. Og það gekk barasta svona vel. Oh! *Sparka í vegg* Ég verð bara að bíða eftir að einhver hjálpar mér að skilja þetta fokking helvítis andskotans djöfulsins prumpurassa drullutussu hálfvita pissu kúka píku ömurlega myglubanana óskiljanlega gubbufötu ógeðslega drasl.

Jæja, þá er það búið. Mér leikur forvitni á að vita hvort herra DJ-Banani lesi nokkið bloggið mitt. Þarf að ná í kauða. Ljóðaskipti okkar Skúla halda áfram, ég vona að lesendur séu að skemmta sér jafn vel yfir þeim og ég (að utanskildum fokking helvítis andskotans djöfulsins prumpurassa drullutussu hálfvita pissu kúka píku ömurlega myglubanana óskiljanlega gubbufötu ógeðslega draslinu þarna áðan).

Móðir ein var mjög svo lúinn,
mátti þó ei kveina.
Kom oft kallið "Ég er búinn"
konan þurfti' að skeina.


Egóbústið
Mig langar í...
  ... mitt eigið lén
  ... gasgrill
  ... heitan pott, skreyttum mósaík, í garðinn
  ... teiknimyndasögubók

þriðjudagur, maí 13, 2003

Vorið er komið og grundirnar gróa...

... og þá mun nágranninn slá sitt gras. Ekki skil ég þetta blessaða fólk sem býr í kringum mig. Það er svo íslenskt að það hálfa væri nóg. Fólkið mér á hægri hönd hefur grillað alla sólardaga síðan í febrúar, þ.e.a.s. ef gengið er út frá því að ekki sé rigning og hvassviðri (rok virðist vera í lagi). Í gær, þegar sólin skein blítt og rokið feikti nærfötunum á snúrunni langar leiðir, ákvað maðurinn að nú væri sko kominn tími til þess að slá grasið. Ég er viss um að hann gerði það einungis vegna þess að ég sat, skjálfandi með kaffibolla, að lesa spænsku. Í morgun vaknaði ég svo við mal í slátturvél. Sendiherrann mér á vinstri hönd hafði þá ákveðið að nú væri komin tími til þess að panta slátt á flötinn.

Annars skil ég ekki hann Skúlaf litla. Eina stundina grátbiður hann um að fyrrverandi taki honum opnum örmum á ný, þá næstu skyrpir hann framan í mig!

Rangt er kveðið, rímið góða
rekur sonur mig á hold.
Dreymir mig um dverga fróða,
drenginn fela undir mold.

Forðum daga, oft ég fann,
fyrir ást á móður.
En í dag, hann engum ann
æi guð minn góður!


Egóbústið
Mig langar í...
  ... plaggat, eða málverk, eftir Toulouse-Lautrec, sem notað var sem auglýsing fyrir Rauðu Mylluna
  ... genið sem sér um skipulag
  ... geisladisk með The Vines og The Kills
  ... heimatilbúna bíómynd eða tónlistarmyndband
  ... live skemmtiatriði í afmælinu mínu
  ... pjéninga

sunnudagur, maí 11, 2003

Sunnudagsbíltúr

Pabbi minn er innanhúsarkitekt og mamma mín er vefari (ekki heimsíðugerðarkona heldur svona listrænn teppatilbúari). Þetta gat verið alveg ágætt þegar ég var yngri. Ég lærði snemma að Arne Jacobsen var góður hönnuður þó að það væri stundum ansi pirrandi að týna pabba í skólanum því að hann þurfti endilega að skoða skrúfurnar í stólunum. Þegar mamma fór að heimsækja vinkonur sínar kom það oftar en ekki fyrir að mér var stillt upp fyrir framan trönur með pensil úr svínahárum í annari og platta með olíumálningu í hinni til þess að ég myndi nú þegja á meðan konurnar kjöftuðu. Svo virðist sem mér hafi betur líkað talið en teikningin því ég geri víst meira af því fyrra í dag. Í kvöld fórum við móðir mín og faðir í leikhús og eftir sýninguna fengum við okkur ís. Þá uppdagaði ég að ég hef ekki hugmynd um hvernig venjulegir sunnudagsbíltúrar fara fram. Þegar ég var yngri fórum við í ísbúð þar sem ég og systir mín fengum vænan ís og síðan fórum við að keyra um. Við skoðuðum ljót hús, falleg hús, ljóta garða, kjánalega garða, bjánalegar innkeyrslur, illa hannaða lýsingu, ósmekkleg gluggatjöld, asnalega málingu o.s.frv. Ekki veit ég út á hvað sunnudagsbíltúrar hjá öðrum fjölskyldum ganga en ef að þær hafa einnig stúderað Breiðholtið, Garðabæinn, Grafavoginn, Kópavoginn, Árbæinn, Reykjavík, Seltjarnarnes og fleiri bæjarfélög út frá smekklegri hönnun þá er mér létt.

Egóbústið
Mig langar í...
  ... fullkomna spænskukunnáttu
  ... snúru í gettóblasterinn minn
  ... disk með Yeah Yeah Yeahs
  ... báða Harry Potter myndirnar á DVD
  ... son sem er ekki jafn vanþakklátur og sá gamli var
  ... gamal auglýsingar úr járni
Sól skín á Sjálfstæðismenn

Hér skal ekki rætt um pólitík.

Á föstudagin var ég ásamt Andra Eagles, Völu, Karól og Skördí að týna flöskur af borðum og setja vatn í könnur á skemmtikvöldi Selkórsins. Það var svo sem ekki merkilegt fyrir utan unga drenginn á barnum sem sýndi og sannaði að leðurbuxur eru last season. Það var líka nokkuð gaman að heyra tíu blindfullt eldra fólk syngja rammfalskar og vitlausar útgáfur af lögum eins og Hjá lygnri móðu, Sofðu unga ástin mín og Stóðum tvö í túni.

Til Skúlafs
Til mín aftur, viltu koma
málið er í rannsókn.
Þú skalt núna hætta að vona
ef settir x við Framsókn.


Egóbústið
Mig langar í...
  ... heimagerða ljóðabók eftir Skúla sem á að heita "Móðir mín kjarnakonan", "Ragnheiður undurfríð" eða álíka.
  ... stærra herbergi
  ... ekki í kerti, sápur úr Body Shop, hálsmen eða snyrtidót
  ... málverk eftir gefanda
  ... fullt af nýjum fötum

föstudagur, maí 09, 2003

Að vera fátækur

Ég á 33.4 kr inn á bankareinkning (sorrý Kalli að ég laug um 13 krónurnar). Það er síður en svo eins slæmt og ég hélt það myndi vera. Ég var viss um að ég myndi ráfa um með ónýtan hatt, í rónaúlpu og stórum gallabuxum og betla pening. Ég á reyndar hvorki rónaúlpu og gallabuxur né pening fyrir því svo að ég varð að láta þann draum fjúka. Ég hef ákveðið að deila fátækrarviskunni með ykkur, kæru lesendur, en bendi þó á að í mörgum tilfellum þarf maður að vera fátækur námsmaður í heimahúsum, eða eiga akkúrat fyrir leigu, mat, tölvu og ADSL tengingu. Ég hef lært að...
... það er gott að eiga sína eigin esspressóvél.
... það er betra að leigja gamlar spólur. La Vita é Bella er t.d. miklu betri en Sweet Home Alabama og ódýrari.
... í mörgum sjoppum er nammi á 50% afslætti á laugardögum.
... það er ódýrt (og ólöglegt) að ná í lögin sem maður vill eiga á netinu. Hér er t.d. mikið að (ó)löglegum forritum til þess að stunda þessa iðju.
... það er betra að eyða 260 kr. í kaffi á kaffihúsi og skoða þar nýjustu blöðin í stað þess að eyða 50.000 kr. í að kaupa þau öll.
... það borgar sig að safna klinki, líka 1 kr.
... það er gott að eiga vini sem bjóða manni á kaffihús.
... það er gaman að eiga vini sem eiga heitan pott.
... það borgar sig að taka miða á Subway, ef maður á pening til þess að versla þar.
... á netinu má finna ýmsar síður til að gleðja augað, ljósmyndasíður, hönnunarsíður og skósíður.

Ég hef linkað á Mary Ellen Mark hér til hliðar og skammast mín fyrir að hafa ekki gert það fyrr. Mary Ellen Mark er uppáhalds- og jafnframt átrúnaðarljósmyndarinn minn. Hún er ótrúlegur ljósmyndari. Ástarþakkir og hundrað kossa fær Svanhvít fyrir bókina.

Egóbústið
Mig langar í...
  ... myndina af litla stráknum þar sem maður trúir því að hann labbi út úr myndinni eða blikki mann.
  ... einhverja aðra mynd eftir Mary Ellen Mark
  ... allar bækur eftir Mary Ellen Mark, þ.á.m. A Cry for Help
  ... Mary Ellen Mark

fimmtudagur, maí 08, 2003

Enn meira..

Kommentið hans Steinars fékk mig til að hugsa. Ég hef heyrt um Sjálfstæðiskonur, þær halda kaffiboð og baka pönnsur eða so it seems (eins og Kaninn segir). Ég hef líka heyrt um Framsóknarkonur sem hittast í þjóðbúningum og fá sér rauðvín, það var allavega þannig í xB blaðinu sem kom í dag. En ég hef ekki heyrt um neinar sérstakar Vinstri Grænarkonur, Samfylkingarkonur, Frjálslyndakonur eða Ný Aflskonur (eða neitt um Nýtt Afl yfirleitt, en það er önnur saga). Hvers vegna er það? Æ ég veit ekki, kannski vegna þess að konur í þessum flokkum fá að fara í almennileg framboð eða kannski eru þessir flokkar bara svona ömurlegir að vilja ekki stofna sérstaka saumaklúbba handa konunum? Eða kannski eru alveg til xS saumó, xU saumó o.s.frv. og mér hefur bara enn ekki verið boðið (eins og xD og xB hafa verið dugleg að gera). Jæja nóg um pólitík í dag.

Þegar ég fæ heimsóknir frá Google þá koma þær aðallega af orðunum 'Ungrú Ísland.is', 'amerískar pönnukökur', 'pönnuköku uppskriftir' og 'brjóstastækkun'. Mér finnst það síðasta skemmtilegast, sérstaklega þar sem ég birtist bæði undir 'brjóstastækkun' og 'brjóstastækkun pillur' Fastir lesendur vita hvers vegna, hinir verða að fara á Google.com og leita

Egóbústið
Mig langar í...
  ... ferð út í geim
  ... tvær milljónir í 1000 köllum
  ... nýtt seðlaveski
  ... vinstri stjórn á Íslandi
Af fjölmiðlum

Ég skil ekki auglýsingar frá búðum sem selja föt í stórum stærðum. Í auglýsingunum frá þeim þá er alltaf mjög venjulegt, grannt fólk sem er í fötunum. Útkoman er því eins og ungabarn í fötum af mömmu sinni. Svo er eins og fólk haldi að allar konur í yfirstærð séu hippar sem vilja bara ganga í náttúrulituðum hörefnum. Ef að ég væri aðeins yfir meðallagi (hvað er það nú í dag?) þá myndi ég sko ekki versla í þessum búðum!
Í dag fékk ég bréfið frá Dabba og blað með frá xD. Í blaðinu er t.d. mynd af Ungfrú Já, Herra Í Svörtum Fötum og dóttur þeirra og höfðu þau hent öllu dóti hnátunnar mjög snyrtilega fram í stofu. Þetta var til þess að minna fólk á að D-ið ætlar víst að hækka barnabætur. Það sem ég skildi ekki var að það var kveikt á sjónvarpinu og þar var stillt á PoppTíví. Hvaða foreldrar leyfa 3-4 ára barni að horfa á Popptíví? Ja Fussumsvei!
Mamma mín hló heilan helling þegar Davíð var spurður að því um daginn hvort að skattalækkanir ættu bara að koma ríka fólkinu vel. Þá segir Davið "Já þú mátt nú ekki taka þetta út úr samhengi því að við ætlum líka að lækka virðisaukaskatt á matvörum" Þá varð mamma mín hugsi, hló svo og spurði hvort að ríka fólkið þyrfti s.s. ekkert að borða. Í blaðinu mínu nýja er mynd af einhverju fólki sem er búið að týna til allan matinn í húsinu og setja hann á eitt borð til þess að leggja áherslu á lækkun matarskattsins. Nú spyr ég, er eðlilegt að 4 manna fjölskylda eigi sjö lítra af mjólk? Á mínu heimili er alltaf til einn! Og í Fréttablaðinu fær xB hrósið fyrir skemmtilegar sjónvarpsauglýsingar. Og ný spyr ég, hvaða skemmtilegu auglýsingar? Ég hef nú bara séð niðurlægjandi auglýsingar fyrir okkur ungviðið. Halda því fram að við kunnum ekki á bensíndælu! Ja, fussumsvei!

Annars er það að frétta að ég keypti mér skó á 738 kr. í gær. Þeir eru hvítir úr plasti og alveg gríðarlega flottir. Og þar hafið þið það.

Egóbústið
Mig langar í...
  ... kokkabók sem heitir "The Soprano Family Cook Book" eða eitthvað svoleiðis.
  ... risastóra ljósmyndabók sem heitir Art Of Photography.. eða eitthvað svoleiðis.
  ... nýja myndavél, manual, með flassi og a.m.k. fjórum góðum linsum.
  ... myrkraherbergi með öllum græjum.
  ... óendanlega inneign í plötuverslunum og bókabúðum landsins


Bragi þetta er sko afmælisleikur hér á síðunni en ekki í tísku. Hermikráka

miðvikudagur, maí 07, 2003

Topp 10 listinn yfir það sem maður gerir þegar maður á að vera að læra

1. Bloggar, les önnur blogg, fer í persónuleikapróf og talar við fólk í útlöndum og fólk sem á líka að vera að læra.
2. Tekur til í herberginu sínu.
3. Raðar öllum geisladiskunum í flokka og síðan í stafrófsröð.
4. Horfir á sjónvarpið, þ.m.t. allar vídjóspólur sem til eru á heimilinu, í þeirri trú um að enska læknamyndin sé í raun lærdómur því enskan sé góð fyrir enskuprófið og læknaheitin fyrir líffræðiprófið
5. Endurraðar öllum myndum í rétta í tímaröð og setur þær lausu í myndaalbúm
6. Borar í nefið
7. Leitar að lögum á netinu sem maður man ekki hvernig eru með hljómsveitum sem maður man ekki hvað heita
8. Endurles bókaflokka eins og Harry Potter
9. Eyðir ómældum tíma í að horfa dreymandi út um gluggann eða á veggina í húsinu
10. Týnir til allt klink til þess að kaupa nammi svo maður geti nú lært. Leigir svo óvart vídjó og kaupir nammi fyrir afganginn.

Egóbústið
Mig langar í...
  ... Eru ekki allir í stuði? eftir Doktorinn sjálfann.
  ... heimatilbúin geisladisk með heimatilbúnum lögum.
  ... heimatilbúin geisladisk með ógurlegum partýlögum.
  ... miða á Hróarskeldu 2003 (og ef ég fæ ekki flugvél og einhvern til þess að fljúga henni þá vil ég flugmiða til Danaveldis og lestarmiða frá Köben til Hróarskeldu líka).
  ... iPod, helst þessa týpu

þriðjudagur, maí 06, 2003

Ég er nú ansi hrædd um að þessi stúlka lengst til hægri sé hún Skördí fyrir svona einu og hálfu ári síðan. Ég er nú hræddari um að þetta sé ég og Skúli Margrétarmaður á sama tíma (og með allt þetta áfengi og er ég að gefa fokkjú merkið eða hvað?). Ég er þó hræddust um að þessir piltar séu þeir Hjörtur, Kobbi og Pétur, stuttu eftir að ég keypti þá á busauppboði. Þá voru þeir ennþá ungir og saklausir og léku sér í 10-20.

Egóbústið
Mig langar í...
  ... a.m.k. eina milljón í beinhörðum peningum
  ... flugvél og einhvern til þess að fljúga henni
  ... nýtt útlit á þessa hommsubláusíðu
  ... digital myndavél, ekki Kódak
Eftir stærfræðiprófið áðan sá ég þrjá fugla slást á himninum. Einn krummi og tveir fuglar í minni kanntinum. Litlu fuglarnir voru á móti krumma gamla og flugu ótt og títt í átt að honum á meðan hann flaug á maganum og bakinu og vatt sér í hina og þess átt. Ef að fuglarnir hefðu ekki verið að gogga í hann þá hefði ég nú barasta haldið að krummi væri að æfa listflug.

Þegar ég kom heim þá höfðu Siv og Palli sent mér hamingjuóskir í tilefni þess að nú hef ég hlotið kosningarrétt. Þau telja mig greinilega rosalega andfúla vegna þess að með hamingjuóskunum voru heil ósköp af einhverju sem bragðast eins og Smint. Kannski vilja þau bara kyssa mig, því eins og maður segir, enginn Framsóknarmynta, enginn koss.

Næst á dagskrá
Ég hef ákveðið að með öllum færslum næstu daga mun fylgja lítill listi sem mun heita Egóbústið og mun greina frá þeim hlutum, raunsæjum og óraunsæjum, sem ég girnist í afmælistgjöf. Svo á afmælisdeginum sjálfum mun ég safna saman öllum hlutunum og birta þá sem heild. Þegar ég held svo upp á afmælið þá mun sá, sem er með flesta hluti af listanum, fá verðlaun, eina brúnkökusneið eða svo.

Egóbústið
Mig langar í...
  ... rjómahvíta Renault Daphne 1962 sem boðar sumarið hjá mér. Hann er til sölu.
  ... Amélie geisladiskinn og myndina á DVD
  ... litla ávaxta- og súkkulaðibúð á Spáni, ítalíu eða Frakklandi
  ... rauðu skóna í Kron

mánudagur, maí 05, 2003

Andvaka síðustu nótt

4.30 Eftir þrjá tíma hringir vekjaraklukkan svo að ég geti haldið áfram að læra stærfræði. Ég sit og skoða sníðablöð og velti því fyrir mér hvort að ég vilji vera í dressi með "Amsterdamkeim" á útskriftinni.
5.00 Amsterdamdressið er off. Í huganum er ég að keppa í fyrsta borðinu í Súper Maríó Bros 1.
5.30 Tveir tímar í klukkuna. Hef hafið lestur á bókinni "Truly Tasteless Jokes". Dæmi: Læknir tilkynnir nýbökuðum föður að barnið hans hafi fæðst án fóta og handleggja. "Það er allt í lagi, mér skilst að það gerist kraftaverk í gervilimabransanum í dag" segir faðirinn. "Tja, það er ekki allt" segir læknirinn "barnið er ekki með neinn líkama". "Já, mér er alveg sama. Við hljótum að geta gert það hamingjusamt." segir faðirinn. Læknirinn heldur áfram "Ja sjáðu til, barnið þitt er í raun bara eitt stórt eyra" "Ég og konan mínum gerum það besta úr því. Tónlist og fleira hlýtur að geta glatt það" segir faðirinn. "Já," segir læknirinn "það væri hægt ef að það væri ekki líka heyrnalaust".
6.00 Búin að vinna Súper Maríó Bros 1 fjórum sinnum, án þess að svindla.
11.00 Fokk sjitt fokk sjitt fokk sjitt! Tveir tímar í próf! Helvítis vekjaraklukka!

sunnudagur, maí 04, 2003

Þegar ég verð stór...

...þá ætla ég að flytja til Frakklands, Ítalíu eða Spánar og opna ávaxta- og súkkulaðibúð. Aðalviðskiptavinir mínir verða gömul kona með lítill hund sem heitir Sweetie og ungur maður sem er leynilega ástfanginn af mér. Gamla konan mun miðla allri sinni visku til mín, svo kann hún líka að galdra smá. Ég ætla bara að vera í fivtís fötum og ég mun eiga ein 200 skópör. Þegar ég eignast kærasta þá verður það eins og í Amélie og allir litir í heiminum verða mjög bjartir og skýrir. Hurðin inní húsið mitt verður eldrauð og hurðarhúnninn verður staðsettur á henni miðri. Stiginn verður hvítur og bjartur með mósaíkmunstri og hurðinn inn í íbúðina mín verður græn. Ég mun eiga lítinn hvítann kött sem heitir Mia og þvotturinn minn verður hengdur á snúru sem nær yfir í næsta hús. Pestó, baguette, súkkulaði, ávextir, gott kaffi, rauðvín og ostar verður alltaf til í eldhúsinu mínu og ég verð alltaf syngjandi. Þá verður gott að lifa.

laugardagur, maí 03, 2003

Af stjúpforeldrum

Ég, mamma mín og systir fórum á pizzastað hér í bæ ekki alls fyrir löngu. Á borðinu við hliðina sat ansi skemmtileg fjölskylda. Það var hún Vala (hún hét það í alvöru), Andri kærastinn hennar (hann hét örugglega Andri) með son sinn Ólíver (hét örugglega Ólíver Máni/Dagur/Aron). Einnig voru með í för tvö börn Andra af fyrra hjónabandi. Þau verða ónafngreind. Vala laggði sig mikið fram við það að vera skemmtileg stjúpmóðir. Hún var t.d. í Britney Spears bol og var að kenna stjúpdóttur sinni hvernig maður á að mála sig fyrir fermingu auk þess sem hún sagði "Ertu að grínast? Vá GEÐVEIKT þúst!" í öðru hverju orði. Þetta þótti okkur, kjarnafjölskyldunni, einstaklega skondið. Talið barst að fráskildum foreldrum seinna í vikunni yfir kaffibolla hjá frænku minni. Frænka mín er gift sjómanni og síðast þegar hann hélt út á sjó var einn sjómaðurinn með nýju konuna sína með sér. Hún lagði sig líka mikið fram við að vera skemmtileg, talaði ofurblíðlega við barnið og dró það að bryggjubrúninni til þess að barnið gæti skoðað sjóinn. Frænka mín sagði að ef að þetta hefði verið hennar eigið barn hefði hún örugglega sagt, mjög háum og höstugum rómi: "Viltu gjöra svo vel að kyssa pabba þinn, fara inn í bíl og vera þar. Það er stórhættulegt að liggja þarna á bryggjunni góði minn, þú gætir dottið í sjóinn og steindrepist!".
Þess má einnig geta að vinkona mín á litla hálfsystur. Þegar hún var í 7 ára bekk var aðeins einn í bekknum sem átti ekki fráskilda foreldra. Öll hin börnin vorkenndu þessum eina rosalega mikið vegna þess að hann fékk svo lítið af pökkum á hátíðisdögum og kannski bara tvö páskaegg. Tja, þetta líf!

fimmtudagur, maí 01, 2003

Af fóbíum og flugum

Einhverjum barst það til tals að nú væri tími til þess að rita um flugur og fóbíur. Ekki vil ég missa af lestinni og hefst nú lesturinn.
Ég er ekki jafn viðbjóðslega hrædd við flugur og Marta. Ég er ekki hrædd við býflugur, randaflugur, fiskiflugur eða hrossaflugur. Mér er hinsvegar mjög illa við geitunga. Verst af öllu þykir mér þó helvítis moskítóflugurnar og er ansi fegin að hér, á voru ísa kalda landi, finnist kvikindin ekki. Ekkert þykir mér verra heldur en að leggjast til svefns og heyra þá lítið hátíðnisuð. Hægt og rólega þarf að rísa upp, taka sér "Flying Insect Killer - Triple Killing Power" í hönd og hefja störuna út í loftið. Þegar loks er komið auga á villidýrið þarf að elta það hægt og rólega og svo, án viðvörunar, sprauta miklu magni af eiturefnum í þeirri von um að dýrið muni látast kvalarfullum dauðdaga. Þegar ég var í Egyptarlandi þá elskuðu moskítóflugurnar mig. Þær fögnuðu skjannahvítu konunni sem hafði andað að sér hreinu fjallalofti og drukkið bergvatn allt sitt líf. Blóðið í henni var svo tært og bragðmikið að á örfáum dögum barst orðið á milli og allar moskítóflugur Egyptarlands flykktust að til þess að prófa nýja góðgætið. Það er skemmst frá því að segja að ég límdi saman hendurnar til þess að klóra mig ekki til blóðs og oft fékk ég spurninguna "Gvöð, ertu með hlaupabólu?" (spurt á ensku með arabískum hreim).
Af fóbíum er þó aðeins þrennt að segja. Mín versta fóbía (og það vita þeir sem umgangast mig) er brak í puttum, baki, hálsi og örðum líkamshlutum. Því er haldið fram að hægt sé að pína mig til dauða með því að láta mig hlusta of lengi á brak. Það er örugglega rétt því að mér hryllir við tilhugsunina. Ég er líka mjög hrædd um að keyra á ketti. Ég er ekki hrædd um að keyra á börn eða fólk, bara ketti. Svo er ég hrædd um að fuglar kúki á hausinn á mér. Það er líklegast vegna þess að Siggi T. lenti eitt sinn í því að fuglarnir héldu að hann væri ferðaklósett og mörgum sinnum (fjórum ef ég man rétt) á mjög stuttum tíma kúkuðu þeir á hann. Ullabjakk!