þriðjudagur, maí 13, 2003

Vorið er komið og grundirnar gróa...

... og þá mun nágranninn slá sitt gras. Ekki skil ég þetta blessaða fólk sem býr í kringum mig. Það er svo íslenskt að það hálfa væri nóg. Fólkið mér á hægri hönd hefur grillað alla sólardaga síðan í febrúar, þ.e.a.s. ef gengið er út frá því að ekki sé rigning og hvassviðri (rok virðist vera í lagi). Í gær, þegar sólin skein blítt og rokið feikti nærfötunum á snúrunni langar leiðir, ákvað maðurinn að nú væri sko kominn tími til þess að slá grasið. Ég er viss um að hann gerði það einungis vegna þess að ég sat, skjálfandi með kaffibolla, að lesa spænsku. Í morgun vaknaði ég svo við mal í slátturvél. Sendiherrann mér á vinstri hönd hafði þá ákveðið að nú væri komin tími til þess að panta slátt á flötinn.

Annars skil ég ekki hann Skúlaf litla. Eina stundina grátbiður hann um að fyrrverandi taki honum opnum örmum á ný, þá næstu skyrpir hann framan í mig!

Rangt er kveðið, rímið góða
rekur sonur mig á hold.
Dreymir mig um dverga fróða,
drenginn fela undir mold.

Forðum daga, oft ég fann,
fyrir ást á móður.
En í dag, hann engum ann
æi guð minn góður!


Egóbústið
Mig langar í...
    ... plaggat, eða málverk, eftir Toulouse-Lautrec, sem notað var sem auglýsing fyrir Rauðu Mylluna
    ... genið sem sér um skipulag
    ... geisladisk með The Vines og The Kills
    ... heimatilbúna bíómynd eða tónlistarmyndband
    ... live skemmtiatriði í afmælinu mínu
    ... pjéninga









0 ummæli: