laugardagur, desember 29, 2007

Regla númer eitt
Þó ekki í neinni sérstakri röð

Ekki vera í sleik fyrir framan skífuþeytinn. Eða uppvið bakið á honum. Það er bara svo glatað. Fyrir alla aðila.

laugardagur, desember 22, 2007

Jólafílingur

Einhver undarleg, óútskýranleg heift hefur flögrað um í maganum á mér undanfarna daga og skotið upp kollinum öðru hverju. Það grípur mig löngun að segja "Fokkaðu þér" við einhverja bláókunnunga konu á förnum vegi, skrifa "Skíttu í píkuna á þér aumingi" á bloggið mitt (sem ég er jú búin að núna) eða jafnvel stórum stöfum á einhvern vegg og skyrpa á bíl. Af því bara. Kannski er þetta einhver jólaheift. Allavega er nokkuð víst að þetta er ekki jólaandinn. Allavega ætla ég rétt að vona að svo sé ekki. Og ég hef ekki grænan né rauðan jólagrun um hvaðan þessi heift er uppsprottin. Kannski eru einhverjar niðurbældar minningar um endalausar mandarínur frá jólasveininum eða kartöfluna sem ég fékk þegar ég var 3 ára að gerjast án þess að ég geri mér grein fyrir því. Heftin er s.s. ágæt því sjálfri finnst mér þetta afskaplega fyndið og skelli oftast uppúr þegar það grípur mig skyndilega löngun til að sparka í hurð úti á götu. Tourett?

Já, þessi blessuðu jól, sem allir tryllast yfir því það er ekki búið að þvo sokkana sem engin hefur notað síðan síðustu jól og þrífa beðin. Hjá okkur fjölskyldunni er jólandirbúningur enginn. Það verða engin jólakort frá mér í ár, jólapakkarnir eru sparslaðir inn og sprautulakkaðir með jólamynstri og svo er rafmagnsvír vafið utan um, til skreytinga. Jólaskrautið er hvít sparslryk og rauðar lakkslettur hér og þar, þó aðallega á mér. Stórt vinnuljós táknar Betlehem stjörnuna og jólatréið er búið að endurvinna í pappa og vefja utan um hitt og þetta frá Ikea. Og pabbi er að breytast í jólasvein því að við höfum ekki tíma til að fara í bað og pabbi því ekki búin að raka sig í marga daga. Hvorugt okkar veit hvaða viku- né mánaðardagur er og hvort að Jesú eigi afmæli í dag eða eftir viku. Þver öfugt við þessi jól, þegar ég vældi eins og lítið barn vegna skorts á jólaanda móður minnar, er mér slétt sama í ár. Mín vegna mætti hún skrifa "fokkiði ykkur" undir jólakveðjuna á jólakortunum. Engin jól hafa verið jafn mikil fjölskyldujól og þessi í ár. Ég held að þau stefni jafnvel á topp 3 listann.

fimmtudagur, desember 20, 2007

Á Leifsgötu byggðu feðgini sér hús..

Ég hef komist að því að til þess að byggja hús þarf maður eingöngu sparsl, kannski tvær, þrjár gerðir, eina málingarsprautu, smá dreitil af málingu og smá sandpappír. Já, og kannski eins og eitt sporjárn, miðlungs að stærð. Og einn pabba sem kann allt og getur allt.

þriðjudagur, desember 18, 2007

Á förnum vegi

".. og heyrðu! Þá var hann bara svona sjúklega obsessed af því að skjóta kommúnista! Haha! Og ég hélt hann væri bara að djóka!"

mánudagur, desember 17, 2007

Hið eina sanna jólalag?
Fríkeypis blöðin

Í nýjasta tölublaði Grapvine er viðtalið við "hugsjónamannin" á torrent.is (eins og einhver góður grínari kallaði hann). Stórskemmtileg þvæla alveg hreint. Hann segir m.a. að hann borgi sjálfum sér 342.000 kr. í laun á mánuði, einungis því að það séu lágmarkslaun samkvæmt ráðleggingum endurskoðandans hans og hann myndi sko alveg borga sér minna, ef hann bara hefði möguleikann á því (ef þið tókuð ekki eftir því fyrir þá bendi ég á að hann borgar sér sjálfur laun). Og svo segir hann að tónlistarmenn geri oft þau mistök að reyna að lifa af tónlistinni. Það sé bara argasta bull! Fólk á ekki að gera mjúsík til að græða á því, það eigi bara að gera þetta af passjón. Þið vitið, ekki láta drauma sína rætast en vinna frekar við eitthvað sem borgar pening, þó að þér finnist það alveg ömurlega leiðinlegt og allt annað en þig langar að gera. Ég veit ekki, mér fannst þetta bara alveg ótrúlega fyndið.

Las síðan Monitor á heimleiðinni og skemmti mér enn betur yfir fáránlega sundurleitum viðtölum og fullkomnu ósamræmi í öllu blaðinu. Mr. Silla og Mongoose fengu t.d. 25% í plötudómum, við hliðiná Luxor, sem fékk 50%. Ég er svosem enginn prófessor í svona skríbentamálum, en þetta er alveg stórkoslega lélegt.

Góð skrif eru öllu betri (mér finnst Grapevine alls ekki lélegt). Þó svo að þær séu fáheyrðar, færslurnar hjá Steina tík og Kakó minni, þá eru þær frábærar. Ég mæli með þeim, svona í jólageðveikinni.

mánudagur, desember 10, 2007

Um síðustu jól missti ég mig í jólaskapinu. Það skrifast væntanlega á Lólu, því hún er jólabarn jólanna (það er eitthvað óviðeigandi við að segja jólabarn dauðans). Um miðjan maí er venjulega farið að búa til piparkökudeig og setja í frysta heima hjá henni og í júní eru jólaseríurnar yfirfarnar. Mamma mín og pabbi skreyta hins vegar ekki fyrr en á Þorlák og baka eina sort sem gæti jafnvel verið bökuð úr tilbúnu degi frá bakaríinu, bara svona til að, þú veist, vera memm. Mér þótti þetta kerfi fínt. En eftir síðustu jól er ég ekki frá því að ég hafi smitast af jólaandanum og þess vegna ligg ég andvaka á næturnar yfir fáránlegustu hlutum. Ég get t.d. ekki hugsað mér að halda jól nema að við vinkonurnar séum búnar að baka klámpiparkökur með hvítum glassúr (já, ég vil ekki halda hátíðleg jól með gleði of kærleik í hjarta fyrr en ég er búin að baka mikið af typpa- og brjóstakökum - í anda jólanna). Hvar á ég að hengja upp Tuborg-jólaseríuna mína (sem er mjög jólaleg og sæt, þó hún sé frá ölframleiðanda)? Einhver fáránlega góð og solid hugmynd að grínjólakortum, sem toppa jólakort síðustu tveggja ára, virðist ekki ætla að fæðast. Og síðast en ekki síst, hvernig jólapappír á ég að pakka gjöfunum inní?

Hmm. Núna þegar ég les yfir þennan pistil þá sé ég að ég hef e.t.v. misskilið jólaandann örlítið. Kannski að ég baki bara piparkökukalla og sendi engin jólakort..

sunnudagur, desember 02, 2007

Af því að slefa yfir einhverjum

Ég hef aldrei lent í því áður að hafa að hafa einhvern bókstaflega slefandi yfir mér. Líffræðilega slefandi yfir mig og sig sjálfan af aðdáun á mér. Og ekki bara einn heldur fjóra.