sunnudagur, maí 11, 2003

Sól skín á Sjálfstæðismenn

Hér skal ekki rætt um pólitík.

Á föstudagin var ég ásamt Andra Eagles, Völu, Karól og Skördí að týna flöskur af borðum og setja vatn í könnur á skemmtikvöldi Selkórsins. Það var svo sem ekki merkilegt fyrir utan unga drenginn á barnum sem sýndi og sannaði að leðurbuxur eru last season. Það var líka nokkuð gaman að heyra tíu blindfullt eldra fólk syngja rammfalskar og vitlausar útgáfur af lögum eins og Hjá lygnri móðu, Sofðu unga ástin mín og Stóðum tvö í túni.

Til Skúlafs
Til mín aftur, viltu koma
málið er í rannsókn.
Þú skalt núna hætta að vona
ef settir x við Framsókn.


Egóbústið
Mig langar í...
    ... heimagerða ljóðabók eftir Skúla sem á að heita "Móðir mín kjarnakonan", "Ragnheiður undurfríð" eða álíka.
    ... stærra herbergi
    ... ekki í kerti, sápur úr Body Shop, hálsmen eða snyrtidót
    ... málverk eftir gefanda
    ... fullt af nýjum fötum

0 ummæli: