föstudagur, apríl 30, 2004

Helvítis djöfulsins

Ég get aldrei lagt nógu mikla áherslu á hvað þetta er ömurlegt fyrirtæki. Fólk virðist halda að þetta sé eina framköllunarfyrirtækið á Íslandi en svo er eigi. Nei börnin góð. Það eru til miklu fleiri, jafngóð (jafnvel betri) og MIKLU ódýrari fyrirtæki. Og venjulega þá er þjónustan þar miklu betri. Til dæmis eitt fyrirtæki sem heitir Pixlar og eru miklu ódýrara og almennilegra. Og gæðin eru alveg jafn góð.

Og ef við breytum þessu í samlíkingar. Í MH væri Hans Petersen skrifstofukonurnar á vondum degi. Í þjóðfélaginu væri Hans Petersen skattstofan á vondum degi. Í æsku minni væri Hans Petersen leiðinlega kellingin sem skammaði mann alltaf fyrir að vera úti að leika sér. Í strætó væri Hans Petersen nöldurstrætóbílstjórinn. Á alþingi væri Hans Petersen Dabbi, Bjössi og Dóri í fýlu.

Og útaf Hans Petersen þá er ég aftur farin í fýlu. Helvítis djöfulsins.
Vei vei
Þó ekki eins og í eistneska laginu

Fyrir ykkur sem ekki vissuð þá er Ingi bestur. Vegna þess að Ingi er til þá fékk ég ókeypis sæti, á besta stað í húsinu (í alvöru) á Tangódansarann. Hann var nú ekkert lélegur að dansa sko (tangógaurinn, ekki Ingi) og ég hefði eflaust notið sjóvsins í botn hefði ég ekki þurft að pissa allan tímann. Í uppklappinu gat ég ekki einu sinni staðið upp því að ég var svo hrædd um að ég myndi pissa í mig. En þar er alltaf gaman að horfa á kynþokkafullu karlmenn svitna og vera kynþokkafullir.

Hér ætlaði ég að skrifa meiri texta en fattaði þá að ég var bara leiðinleg. Blogga um lífverði seinna.

Bless og risastór blautur koss til Inga frá gellunni sem var með geðveikan háls og að missa niður um sig bolinn.

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Kjánalegt líf

Pæliði í því hvað lífið getur verið ósanngjarnt. Ég kann ekki að spila hakkísakk (er reyndar að vinna í því) en ég veit um strák sem er einfættur og getur spilað hakkísakk. Mér finnst mjög ósanngjarnt að ég geti ekki spilað hakkísakk. Og mér finnst ótrúlega ósanngjarnt að hann sé einfættur. Svo finnst mér líka ósanngjarnt að það séu stríð í heiminum, að lítil börn deyji úr hungri og séu látin vinna þrælavinnu, að fólk sé hneppt í kynlífsþrældóm, að fólk þurfi að upplifa ofbeldi daglega o.fl.

Annars er frekar illt í efni vegna þess að ég var sú eina af The Ts sem fékk miða. The Ts (sem hefði samastaðið af sjálfri mér, , Þorleifi og Herra Beikoni hefði allt farið samkvæmt óskum) átti sko að vera bjórklúbbur sem hittist reglulega, drakk bjór og hlustaði á bönd í line-uppinu til þess að hita sig upp fyrir T in the Park. En núna á ég s.s. miða og ætla ekki ein. Vill einhver kaupa miðann eða fara með mér?

Og í gær sá ég mann í sjónvarpinu sem söng hærra en ég á besta degi. Og á virkilega góðum degi næ ég upp á h (það hefur reyndar bara gerst tvisvar, en gerst engu að síður).

Annars ætla ég að lýsa því opinberlega yfir að ég ætla aldrei aftur að taka myndir í fermingarveislu. Allavega ekki fram að næstu fermingum. Verð að fara að sofa svo að ég geti klárað þetta ******* albúm. Bless
Í gær fór ég í myndatöku fyrir útskriftarsýninguna í skólanum. Við vorum öll í galafötum og fórum niður í bláa húsið í móti Héðinshúsinu. Myndin var í anda Annie Leibovitz og verður bara frekar töff held ég. Síðan fórum við á Tapas barinn en þar er einmitt besti matur í heimi. Og núna er ég í svo mikilli fýlu að ég held að ég sé að springa.

Ég mæli með:
... Tapasbarnum eins og áður kemur fram.
... kjöööt svipnum, opna brjóstin og herðablöðin saman
... að hanga niðri í Bláa húsinu að bíða eftir sófa og sötra bjór
... kaffi

Ég mæli ekki með:
... að vera á háum hælum í Bláa húsinu að klöngrast út um allt
... öllum sprautunálunum í Bláa húsinu
... að fylgja ekki eftir planinu "Skynsemin ræður"
... fokking tussu fýlunni sem ég er í

mánudagur, apríl 26, 2004

Hamingja

Jú jú.. bara væmin blogg í dag. Kannski er það vegna þess að ég var að byrja í megrun. Einhver hromónabreyting eða eitthvað!

Það er svo ótrúlega mikið af góðu, skemmtilegu og yndislegu fólki í heiminum. Og ég er nokkuð viss um að ég þekki svona 50% af öllu þessu fólki. Ef að væntumþykjan væri sjáanleg gul birta þá væri ég örugglega að kafna úr henni núna. Það er bara svo mikið af fólki sem að mér þykir svo vænt um.

Og mér þykir alveg ótrúlega rosalega gríðarlega vænt um T in The Park miðann sem að ég var að kaupa rétt í þessu. Tobbi orðaði þetta vel þegar hann líkti þessu við rússíbana.
Djöfull verður þetta feeeeeiiiit!
Skin og skúrir

Í gær ætlaði ég að blogga um hvað lífið væri yndislegt. Ég ætlaði mér að segja: "Lífið er svo yndislegt stundum að maður gæti bara grátið."

Þegar ég var búin að vera í vinnunni í svona fjóra tíma þá fannst mér lífið bara ekkert yndislegt lengur.
a) Ég var búin að vinna vínsölukeppnina. Keppnin fólst í því að selja ákveðið mikið af tveimur tegundum af víni. Ég var búin að selja átta flöskur af þessum tveimur tegundum. Svo svindlaði ein stelpan og ég tapaði.
b) Sextíu og plúsa ára kall var búin að vera að reyna við mig allt kvöldið. Og svona frekar ógseðslega. Og það var ekki lengur fyndið
c) 12 bisnesskallar frá tipsþjóð Norðurlandanna, Noregi, voru búnir að vera afskaplega grand á því. Tvöfaldur Koníak X.O. á þá alla með kaffinu, humar út í eitt og einar sjö hvítvínsflöskur,, svo að ég tali nú ekki um allt annað sem þeir fengu. Ég var búin að brosa mínu blíðasta og gera nánast allt sem þeir báðu um. Ég fékk nákvæmlega núll krónur í tipps.
Þá ætlaði ég mér að blogga um hvað lífið væri asnalegt. Ég ætlaði mér e.t.v. að segja: "Fólk er stundum svo asnalegt að það er asnalegt"

Eftir lokun var lífið aftur orðið gott. Ég fékk latte með hjarta.. og við erum ekkert að tala um neitt smá hjarta. Og svo fékk ég tvo bjóra fyrir að vera í öðru sæti í vínsölukeppninni + hráskinku og geitaost. "Stundum er lífið bara alveg yndislegt"

Og í morgun var lífið aftur ömurlegt. Það er fokking uppselt! En e.t.v. verður lífið gott aftur ef að við kaupum miða á þennan viðburð. "Ég bíð spennt!"

laugardagur, apríl 24, 2004

Muna í framtíðinni: Ekki drekka sterkan latte eftir vinnu kl. 0.00 á leiðinni heima að sofa.

Er samt búin að vera mjög dugleg í þessu koffínhæpi. Fullt af myndum komnar og fleiri á leiðinni.. allavega á að færa þær.

Jess, ég geispaði. Góða nótt.
Endurminningablogg um bloggið mitt

Bráðum þarf ég að byrja að læra. Ég var einmitt að skoða nokkrar lærdómsfærslurnar frá því í fyrra. Og sumar þeirra finnst mér svolítið skondar. Hér meika ég alveg sens. Og ég skil ekki alveg hvernig mér tókst að klára Super Mario Bros í huganum hérna þar sem ég átti ekki Nintendo í gamla daga. Hér er ég augljóslega að missa vitið og Topp tíu listinn yfir hluti sem að maður gerir þegar maður á að vera læra en enn við gildi. En um komandi próf vil ég eingöngu segja þetta: Fokking helvítis djöfulsins andskotans helvítis prumpu gubbu (til heiðurs Uglu) tussu ógeðs ömurlega andskotans drasl.

Já þá er það komið út úr systeminu takk fyrir. Og í tilefni dagsins langar mig að birta dimmisjónfærsluna mína frá því í fyrra. Ég var augljóslega miklu hressari en Björg var í dag. Og fyrir þá sem ekki vita þá var ég svona Human Cannonball

föstudagur, apríl 25, 2003

Ég var að dimitera. Stjörnuljósið var lengi að brenna og ég beið lengi. Svo fór e´g niður í bæ og drakk bjór. Núna ætla ég að fara heita pottinn hjá Karól af því að ég lykta eins og gras (ég veit ekki afhverju, hef ekkert verið að velta mér upp´úr frási, aðallega aldið mig við gangstéttina..)
Bless bless og hafiði það gott um páskana.. Já ég fékk brot af pa´ska eggi áðan á meðan ég pómnudi litlu kisuna til þess að vera hjá mér. Æ greyoið!

föstudagur, apríl 23, 2004

Bland í poka

Ég væri rosalega til í að sjá manninn sem talar allt fyrir Skjá 1. Ef einhver getur sent mér mynd af honum eða komið mér í samband við hann þá væri það vel þegið.

Sagan gæti e.t.v. ekki hentað viðkvæmum
Ég var að vinna áðan. Það voru ungir strákar úti að borða og þeir voru einir í forsetaherberginu. Þegar ég kom til þess að hreinsa diska hjá þeim þá heimtuðu þeir að ég myndi hlusta á alveg ógeðslega "fyndna sögu". Sagan var s.s. um (saga byrjar) einn þeirra sem hafði verið í einhverri rútu. Allir voru geðveikt fullir og það var brjálað rok og óveðir. Af einhverjum ástæðum voru allir að gubba og það var alltaf verið að gubba á strákinn. Hann gubbaði sjálfur 12 sinnum. Síðan þurfti hann rosalega að kúka en öll klósettin voru upptekin. Allt í einu fór hann að kúgast og svo gubbaði hann. Það versta var að hann kúkaði á sig í leiðinni (saga endar). Síðan fóru þeir að ræða saman "Já, kúkaðir þú ekki einu sinni í svefnpokann hans Jóns?" "Nei það var hann, ég kúkaði í stól hjá Sigga". Næst þegar ég kom inn til þeirra þá vildu þeir endilega að ég myndi koma með þeim eitthvað út og þessi sem kúkaði á sig vildi fá símann hjá mér.
Það var bara eitthvað sem mér fannst ekki alveg nógu heillandi við þá...

Ég sá Kill Bill Vol. 1&2 um daginn og hef bara þrjú orð um það að segja. Djöfulsins fokking snilld. Ég hef ákveðið að læra hundrað mismunandi bardagalistir. Síðan sá ég Elephant um daginn og hún er alveg ógeðslega flott tekin og gerð. Ég mæli s.s. með þessum þremur myndum. Heví gúdd sjitt, líkt og geisladiskurinn hennar Hrafnhildar sem hefur skemmt mér mjög í myrkrakompunni. Er ekki frá því að ég hafi misst nokkur kíló af öllum þessum dansi. Mæli hins vegar ekki jafn mikið með þessari

Nokkrum plúsum þarf að bæta inn.
- Sætu strákarnir á Egilstöðum. Sérstaklega þessi sem ég var í eyekontakti við á tónleikunum. Þegið þið stelpur. Það var víst kemesrtí í gangi!
- "Hver er maðurinn" og öllur önnur umræða í rútunum. Sérstaklega þegar Jesús var maðurinn og ákveðinn söngkennari hér í bæ
- Þegar Salóme fattaði engan vegin "Ég kemst gegnum tollinn..."

Jæja, klukkan er orðin margt og það er af mér táfýla. Bless.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Egilsstaðir
Sorrý ef þetta er leiðinlegt blogg fyrir þá sem ekki voru á Egilstöðum. Útskýringar er hægt að nálgast með einu símtali eða bréfi. Fyrir þá sem vilja bæta við plúsa eða mínusa þá bendi ég á kommentinn. Myndir má nálgast hér

Mínusar
- Varaliturinn í kórkjólnum mínum, móðurinni sjálfri
- Straujárnsdilemmað (ákveðnir aðilar áttu ekki séns í eiginmannalistann eftir það).
- Tíminn sem það tók fyrir baunirnar í latteið okkar Tobba að vaxa og verða að kaffi.
- Fölsku nóturnar
- Það sem ég sá í silkinu. Grenj.
- Prumpuveikinn sem herjaði á kórinn. Árlegt eða hvað?
- Ef rektor heyrði brjóstasamræður okkar Valdísar þá er það stóóóór mínus. Guð gefðu að hann hafi misst heyrnina í hálftíma eða svo. Þá skal ég selja þér rækjur.
- Fokking kuldinn allt um kring.

Plúsar
+ Allt góða fólkið á Egilstöðum, þá sérstaklega maðurinn á litlu rauðu bjöllunni og gamli sæti kallinn sem hóf að tilbiðja Þorgerði að söng Tyrfings.
+ Maturinn og konurnar í mötuneytinu
+ Ljóðaklúbburinn Tabula Rasa
+ Tvíburakeppnin
+ Allar réttu nóturnar
+ Haffi, kærastinn okkar Salóme, Valdísar, Bjargar og Emblu.
+ Öll skiptin sem ég hló of mikið
+ Bossabandið plús rest á kvöldvökunni
+ Eiginmannalistinn (hann er ókláraður)
+ Hinn listinn
+ Við Björg, Ungfrú Ísland '65 og Ungfrú Holland ´69
+ Hákon Bjarnason
+ Brjóstauppgjörið

Heví plúsar
+ Gúdd sjitt dansfélagið
+ Ég í limbó (þeir sem til sáu, vinsamlegast vottið fyrir í kommentum svo að ég hafi sannan
+ Geisladiskurinn hennar Hrafnhildar. Þokkalega mikill plús!
+ Matarklúbburinn með bestu stelpunum og Haffi
+ Yndislegu strákarnir, sérstaklega fimm þeirra.

mánudagur, apríl 19, 2004

En fyrst..

... einn kórbrandari.

Í flugvélinni
Ragnheiður: Tobbi, hvaða vatn er þetta?
Tobbi: Ég held að þetta sé Laugarvatn en ég er ekki viss. Halli (Volvo) veistu hver við erum?
Halli Volvo (sönglar): Yfir voru ættarlandi...

Þetta fannst mér fyndið. Og nú fer ég í bíó bless.
Leiðrétting

Myndirnar frá kórárshátíðinni eru hér. Er farin í bíó. Blogga um hina og þessa lista seinna. Bless.

laugardagur, apríl 17, 2004

Ég veit, ég veit! Það væri alveg gott mál að vera sofandi núna þar sem ég er að fara í sund og til Egilsstaða í fyrrmálið (hvernig skrifar maður Egilsstaðir? Eitt eða tvö ess? Jóhanna?). En mér fannst bara einhvernvegin tilvalið að skella inn myndunum frá Kórárshátíðinni. Sjáum til hver hressleikinn verður í fyrramálið.

föstudagur, apríl 16, 2004

To-do listi

- Kaupa miða á T in The Park. Jeij!
- Kaupa flugmiða
- Vinna mér inn pening
- Kaupa svona

Óskalisti

- Svona myndavél, svona myndavél, svona myndavél, svona myndavél og allt annað á þessari síðu.
- Að fokking Rob M verði kosinn burt úr Survivor, komi til Íslands og ég sparki í rassinn á honum. Hendi honum kannski jafnvel bara niður Gullfoss (NEI! Ég er ekki að lifa mig of mikið inn í þetta!)
- Að Seth úr The O.C. verði kæróinn minn. Já ég er húkked eins og margir, margir fleiri.
- Að hafa fáránlega nettu hljómsveitina Franz Ferdinand í töskunni minni svo að ég geti alltaf hlustað á hana live þegar ég vil.

Þá er linkabloggi kvöldsins lokið...

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Barnamenning til þess að grenja yfir
Til öryggis ber að taka fram að þetta er bara upprifjun og líklegt er að bækurnar/spólurnar séu ekki svona hræðilegar í raun og veru.

Depill litli
Blá harðsjalda bók með einmana kanínu framaná
Mesta rasista bók í geimi sem fjallar um litla kanínu sem fæðist doppótt inn í ódoppótta fjölskyldu. Þegar kemur að fjölskylduboði þá er litla doppótta kanínan skilin eftir ein heima afþví að þau skammast sín svo fyrir að hún sé doppótt. Svo strýkur hún til þess að forða fjölskyldunni frá skömminni og finnur doppótta fjölskyldu og allir fara að leita að henni. En ég grenjaði oft yfir þessari bók og var gott ef ekki búin að krota yfir ódoppóttu kanínumömmuna og kanínupabbann. Ég hef enn ekki fundið boðskapinn í sögunni.

Froskurinn sem vildi læra að fljúga
Spóla, hvítt cover með grænum froski (væntanlega!)
Froskurinn vill læra að fljúga eins og bréfdúfan. Farið er með hann til einhver læknis sem græðir á hann vængi. Svo er allt ömurlegt og það rignir á hann endlaust. Þá fer hann að væla (og ég með) og lætur fjarlægja vængina. Boðskapurinn væntanlega sá að grasið er ekki grænna hinu megin.

Píla Pína
Spóla og bók, bæði gul með mynd af mús af fljóta á hrossaskít niður á
Píla Pína á æðislega fjölskyldu en flýtur í burt niður á á hrossaskít. Reyndar kemst hún heim aftur en "Hvar er litla Píla Pína? Sárt er að missa sína." með Röggu Gísla er bara algert grenjulag. Á væntanlega að vera forvörn svo að krakkar týnist ekki eða strjúki að heiman.

Græna höndin
Bók og spóla, einnig gul. Mynd af krökkum í hring með kerti framan á
Virkilega ógeðsleg hryllingsbók sem segir t.d. frá börnum sem gleyma að kaupa lifri í matinn. Þá muna þau eftir líki gamallrar frænku sem er nýdáin og er geymd uppi á lofti og skera bara lifrina út því (lítill börn kunna að sjálfsögðu að kryfja). Frænka gengur að sjálfsögðu aftur með orðunum "Hver tók lifrina mína? Hver tók lifrina mína?" og sker úr þeim lifrina og drepur þau. Einnig er saga um pabba sem kaupir dúkku handa dætrum sínum og svo myrðir dúkkan allar dæturnar. S.s. Virkilega ógeðslega bók og maður grenjar eingöngu af hræðslu. Boðskapurinn e.t.v. að kenna börnum að skera ekki lifrina úr frænkum sínum?

Afi minn
Grá bók með ljósmynd af afa og stelpu framaná
Afi er bestur í heimi, ýtir alltaf í rólunni o.s.frv. Svo deyr hann. Augljóslega skrifðu til þess að láta mann fara að gráta. Ég las hana ekki alla. Þegar afinn dó grenjaði ég svo mikið að hún hefur verið geymd út í skúr æ síðan. Borðskapurinn þó líklegast að kenna börnum að sættast við dauðann.

sunnudagur, apríl 11, 2004

ér drukkin
rakk fyrir belss

föstudagur, apríl 09, 2004

Örblogg

Um daginn hélt ég að ég væri að deyja úr kvefi. Nú veit ég að ég er að deyja úr harðsperrum. Ég get varla fengið mér vatn það er svo vont. Það er því eins og ég segi, leikfimi gerir manni ekkert gott. Maður getur bara lent á spítala.

Annars heyrði ég gott komment um daginn. Afhverju er ekki búið að skýra eina Smáragötuna í Kópavoginum Eið Smára. "Ég bý í Eið Smára 2".

Takk bless

mánudagur, apríl 05, 2004

Vinnublogg

Ef einhver segir við mig að unglingar séu til skammar þegar þeir eru fullir þá ætla ég að slá hinn sama. Allavega hrista hausinn og hnussa.

Í gær beið ég eftir því að geta lokað vegna þess að uppi sátu tvenn hjón. Þau þekktust ekkert en voru á hörkuspjalli, öll vel íðí. Umræðurnar snérust aðallega um börnin þeirra

Mamma eitt: "Hann Gunni sonur okkar hann er alveg æðislegur. Hann er alveg eins og pabbi sinn nema bara ljóshærður. Við keyptum sko Hjóndæ handa honum þegar hann fékk bílprófið og hann er rosa duglegur að keyra. Svo er hann svo sætur, enda alveg eins og pabbi sinn!"
Mamma tvö: "Já hún Rán okkar hún er sko svo sæt að allir strákarnir eru alveg að deyja. Við ætlum sko að gefa henni bíl þegar hún klárar bílprófið. Hún er alveg æði hún Rán"

Fimm min. seinna Sjá samtal fyrir ofan
Fimm min. seinna Sjá samtal fyrir ofan
Fimm min. seinna Sjá samtal fyrir ofan
Fimm min. seinna

Mamma eitt: "Hún Sigga dóttir okkar, hún er sko systir hans Gunna, sonar okkar. (Innskot frá bloggara: Það getur bara ekki verið!) Hún er sko að æfa á harmonikku og er algjör snillingur. Gunni verður örugglega sagnfræðingur. Allavega, Gunni þolir ekki þegar hún fer að æfa sig. Samt sækir hann hana alltaf í tónlistarskólann. Oh, hann er alveg æði. Viltu ekki bara láta hann giftast henni Rán?"
Mamma tvö: "Já heyrðu, það er frábært!"

Fimm min. seinna Sjá samtal fyrir ofan

Svo fóru þau að kalla börnin tengdason og tendadóttur og stuttu síðar var verðandi tengdafaðir stelpunnar látinn hringja í Gunna og tilkynna honum ráðahaginn.

Hálftíma seinna

Mamma eitt: "Hann Gunni er alltof dekraður. Hann fær sko allt. Hann á [setja inn fullt af dýru græjudóti hér] og svo er hann alltaf að heimta meira. Ég meina við búum fjögur í 350 fermetra húsi og samt segir hann að herbergið sitt sé of lítið. En ég læt auðvitað allt eftir honum. Hann er frumburðinn minn!"
Mamma tvö: "Já Rán er líka svona. Hún fór að gráta um daginn því að ég vildi ekki láta hana hafa pening fyrir gervinöglum. Svo gerði ég það auðvitað. En hún er algjör frekja. Ég skil þetta ekki!"
Mamma eitt: "Nei, ekki ég heldur!"

Og svo böbbluðu þau þangað til að þau höfðu ekki rænu né úthald í meira og stauluðust heim. Bjánafólk.

Þetta var svo sem alveg fyndið. En í kvöld beið ég aftur í klukkutíma eftir fólki sem var uppi. Þau voru að hnakkrífast um að einhver hefði lekið einhverjum upplýsingum í fjölmiðla og einhver hefði ekki gert það. Þau hnakkrifust um eitthvað sem gerðist árið 1997 (í alvöru!) og um hver fengi nú að vera í stjórn og hver ekki. Þau rifust um að einhver hefði segt að eitthvað símanúmer væri annað símanúmer og að einhver hefði sagt að þessi væri asnalegur og vitlaus. Og þau voru svo barnaleg að það hálfa væri nóg.

"Þú segir mér ekkert að þegja og vertu ekki að grípa fram í fyrir mér!"
"Víst segi ég þér að þegja. Þegiðu bara"
"Nei, þegi þú"
"Þegiðu bara sjálfur!"
"Ég er að tala og viltu þegja"
"Þegið þú bara. Ég ætla ekkert að þegja!"
"Já ég ætla heldur ekki að þegja. Þegi þú".. and on and on and on!

Jæja, að hanga yfir blindafullu fullorðnu (að einhverju leiti) fólki er afar þreytandi. Ég er farin að sofa.

föstudagur, apríl 02, 2004

Bland í poka

Þó að ég sé sjálf ákaflega óskipulögð þá er nokkuð augljóst að líkaminn minn er það eigi. Líkt og allar aðrar konur þá skipuleggur hann mánaðarlegan kvennleika hjá mér en nú hefur hann tekið upp á skipuleggja einnig mánaðarlegt kvef. Sjá hér sem og hér.

Mamma mín er í mikilli ónáð. Ég á ljótasta dress í geimi. Það er svo ljótt að það myndi gera mig drottningu, konung, prinsessu, prins, butler, hirfífl og eldabusku ljótufatanna. Og ég er að fara í ljótufatapartý og mamma mín telur sig hafa hent ljótasta dressi í geimi. Ljóta mamma.

Og í mínum huga vann Borgarholtsskóli. Og afi minn sagði að Verslingar létu eins og börn á fermingaraldri og hann er sko 96 ára og veit meira en öll Gettu Betur lið heimsins samanlagt. Auk þess er hann merkilegri en flest allt.

Og nú er ég búin að tjá mig bless.
Ég er ímyndunarveik

Afhverju þarf skólinn minn að vera staðsettur í skuggalegu porti á Laugaveginum? Það gerir það einfaldlega að verkum að þegar ég er þar ein að vinna fram á nótt þá þori ég aldrei að fara út vegna þess að ég er viss um að allir ljótu kallar Íslands séu að bíða eftir mér og róninn sem að ég trúi stöðugt að búi í ruslakompunni. Einning er ég viss um að einhver eigi eftir að brjótast inn á meðan ég er þarna. En möguleikarnir eru öngvir vegna þess að

a) skólinn er í kjallara með engum gluggum. Það veit því enginn af mér.
b) maður þarf tvo mismunandi lykla til þess að komast inn.
c) ef svo ólíklega vildi til að einhver myndi brjótast inn um efri horuðina þá er neðri hurðinn úr einhverjum rosalegum málmi svo að vondi kallinn þyrfti að hafa rosalegt tæki til þess að komast inn.

Og ég er svo ímyndunarveik að í gærnótt gargaði ég á stöðumælatæki vegna þess að ég hélt að það væri vondur kall, sem það var að sjálfsögðu ekki.

Yfirlýsingar
- Ingi er bestur.
- Ég er líka best og dugleg. Skilaði stóru verkefni í kvöld og það var klappað fyrir mér einni. Takk fyrir
- Á ég pappír, snýtupappír, því úr nös, rennur slímug á.