fimmtudagur, maí 15, 2003

Haltir ganga

Ég var að skoða eitthvað blað. Þar var auglýsing frá Krossinum um einhvern mann sem er hér á landi og er víst kraftaverkakarl og ætlar að lækna alþjóð í Austurbæ 13.-15. maí, eða eitthvað svoleiðis. Í auglýsingunni stendur meðal annars: "Haltir ganga, daufir heyra". Sko, einu sinni misteig ég mig og varð hölt, en ég gat samt alveg gengið þrátt fyrir það og vinkona systur minnar er heyrnadauf, en hún heyrir nú alveg þrátt fyrir það. Svo að ég segi svo að þessi maður sé ekki kraftaverkakarl heldur peningplokkarasvindlari.

Annars nenni ég ekki að ljóðast meira við Skúla. Það er barasta ekki hægt að hafa gaman af þessu sýnist mér, það þarf allt að vera eftir einhverjum reglum. Mér finnst reglur leiðinlegar. Það rann upp fyrir mér að við gætum aldrei orðið móðir og sonur aftur vegna þess að enginn er svona dónalegur við móður sína, ég bara virðist gera allt vitlaust. Hér er loka ljóðið:

Þetta e r nýtískulj ó ð
það fjallar u m gamla móðu r ás t
sem er n ú dáin.
H é r má drengur le iiiiiii ta
að nýrr i móðu r ás t.
Ég vil ekki l e n g u r vera
s k ö m m u ð og V A N M E T I N
Það ristir það ristir það ristir það ristir
svo djúpt svo djúpt svo djúpt svo djúpt
í sál mína s e m engist o g kvelst
eins o g særður l í t i l l saklaus
k ett lin gur


Egóbústið
Mig langar í...
    ... grískar styttur í sturtuna, þó bara frá Mumma
    ... gamla skrúfueyrnalokka
    ... fínt gala veski
    ... latteglas, svona stórt ömmuglas (Vigga, það má vera stolið frá Kaffibrennslunni)
    ... fallega plastperlufesti með allskonar glingri

0 ummæli: