miðvikudagur, maí 07, 2003

Topp 10 listinn yfir það sem maður gerir þegar maður á að vera að læra

1. Bloggar, les önnur blogg, fer í persónuleikapróf og talar við fólk í útlöndum og fólk sem á líka að vera að læra.
2. Tekur til í herberginu sínu.
3. Raðar öllum geisladiskunum í flokka og síðan í stafrófsröð.
4. Horfir á sjónvarpið, þ.m.t. allar vídjóspólur sem til eru á heimilinu, í þeirri trú um að enska læknamyndin sé í raun lærdómur því enskan sé góð fyrir enskuprófið og læknaheitin fyrir líffræðiprófið
5. Endurraðar öllum myndum í rétta í tímaröð og setur þær lausu í myndaalbúm
6. Borar í nefið
7. Leitar að lögum á netinu sem maður man ekki hvernig eru með hljómsveitum sem maður man ekki hvað heita
8. Endurles bókaflokka eins og Harry Potter
9. Eyðir ómældum tíma í að horfa dreymandi út um gluggann eða á veggina í húsinu
10. Týnir til allt klink til þess að kaupa nammi svo maður geti nú lært. Leigir svo óvart vídjó og kaupir nammi fyrir afganginn.

Egóbústið
Mig langar í...
    ... Eru ekki allir í stuði? eftir Doktorinn sjálfann.
    ... heimatilbúin geisladisk með heimatilbúnum lögum.
    ... heimatilbúin geisladisk með ógurlegum partýlögum.
    ... miða á Hróarskeldu 2003 (og ef ég fæ ekki flugvél og einhvern til þess að fljúga henni þá vil ég flugmiða til Danaveldis og lestarmiða frá Köben til Hróarskeldu líka).
    ... iPod, helst þessa týpu

0 ummæli: