föstudagur, maí 23, 2003

En sá undarlegi dagur

Ég kláraði prófin í dag, spriklaði um eins og nýr kálfur í örstuttastund, fór í sól og blíðu á Austurvelli og svo skutu Lárus Rektor og Jón Hannesson mig í fótinn. Reyndar bauð Lalli mér fyrst hnetu og þó að ég sæti með silfurtár á hvarmi mínum, þá hló ég að honum. Endaði á því að búa til foss í Öskjuhlíðinni sem hét Blóðnasafoss. Og þar fór saga dagsins i dag, mjög svo undarlegur.

Ég verð að hafa eftir nokkur fleyg orð frá lærdómssetu okkar Önnu Pálu í gær. Ný kona varð til, kynlífssveltaljóðskáldið Gudda sem gengur bara í hörfötum, með 158 sólarhálsmen, John Lennon gleraugu og kollhatt. Hún yrkir svo:

Ég er kona
ég er jarðaber


þú ert maður
þú ert banani


ég bý til jarðaberja og bananasjeik


Hún styðst meira við myndlíkingar (þessi er frá Önnu Pála, konunni sem ekki verður endurtekin):

Sköp mín eru líkt og snjóhús
dimm, köld og rök.
Við innkomu þarf maðurinn að
skríða gegnum
löng
myrk göng.
Ég er frjósemissnjóhús


Á morgun mun Gudda birta hér ýmsar útgáfur af ljóðinu "Utan hringsins" eftir Stein Steinarr. Þau eru snilld (a.m.k. að mati okkar Önnu Pálu). Lifið heil!

Egóbústið
Mig langar í...
    ... svarta kjólinn með gráu blómunum í Mondo
    ... armband úr plexigleri frá Kirstjuberjatréinu
    ... fyndnar og skemmtilegar myndir

0 ummæli: