Ég kláraði prófin í dag, spriklaði um eins og nýr kálfur í örstuttastund, fór í sól og blíðu á Austurvelli og svo skutu Lárus Rektor og Jón Hannesson mig í fótinn. Reyndar bauð Lalli mér fyrst hnetu og þó að ég sæti með silfurtár á hvarmi mínum, þá hló ég að honum. Endaði á því að búa til foss í Öskjuhlíðinni sem hét Blóðnasafoss. Og þar fór saga dagsins i dag, mjög svo undarlegur.
Ég verð að hafa eftir nokkur fleyg orð frá lærdómssetu okkar Önnu Pálu í gær. Ný kona varð til, kynlífssveltaljóðskáldið Gudda sem gengur bara í hörfötum, með 158 sólarhálsmen, John Lennon gleraugu og kollhatt. Hún yrkir svo:
ég er jarðaber
þú ert banani
Hún styðst meira við myndlíkingar (þessi er frá Önnu Pála, konunni sem ekki verður endurtekin):
dimm, köld og rök.
Við innkomu þarf maðurinn að
skríða gegnum
löng
myrk göng.
Ég er frjósemissnjóhús
Á morgun mun Gudda birta hér ýmsar útgáfur af ljóðinu "Utan hringsins" eftir Stein Steinarr. Þau eru snilld (a.m.k. að mati okkar Önnu Pálu). Lifið heil!
Egóbústið
Mig langar í...
- ... svarta kjólinn með gráu blómunum í Mondo
... armband úr plexigleri frá Kirstjuberjatréinu
... fyndnar og skemmtilegar myndir
0 ummæli:
Skrifa ummæli