fimmtudagur, maí 08, 2003

Enn meira..

Kommentið hans Steinars fékk mig til að hugsa. Ég hef heyrt um Sjálfstæðiskonur, þær halda kaffiboð og baka pönnsur eða so it seems (eins og Kaninn segir). Ég hef líka heyrt um Framsóknarkonur sem hittast í þjóðbúningum og fá sér rauðvín, það var allavega þannig í xB blaðinu sem kom í dag. En ég hef ekki heyrt um neinar sérstakar Vinstri Grænarkonur, Samfylkingarkonur, Frjálslyndakonur eða Ný Aflskonur (eða neitt um Nýtt Afl yfirleitt, en það er önnur saga). Hvers vegna er það? Æ ég veit ekki, kannski vegna þess að konur í þessum flokkum fá að fara í almennileg framboð eða kannski eru þessir flokkar bara svona ömurlegir að vilja ekki stofna sérstaka saumaklúbba handa konunum? Eða kannski eru alveg til xS saumó, xU saumó o.s.frv. og mér hefur bara enn ekki verið boðið (eins og xD og xB hafa verið dugleg að gera). Jæja nóg um pólitík í dag.

Þegar ég fæ heimsóknir frá Google þá koma þær aðallega af orðunum 'Ungrú Ísland.is', 'amerískar pönnukökur', 'pönnuköku uppskriftir' og 'brjóstastækkun'. Mér finnst það síðasta skemmtilegast, sérstaklega þar sem ég birtist bæði undir 'brjóstastækkun' og 'brjóstastækkun pillur' Fastir lesendur vita hvers vegna, hinir verða að fara á Google.com og leita

Egóbústið
Mig langar í...
    ... ferð út í geim
    ... tvær milljónir í 1000 köllum
    ... nýtt seðlaveski
    ... vinstri stjórn á Íslandi

0 ummæli: