fimmtudagur, apríl 28, 2005

Haestvirtur umhverfisrádherra..

Sídasta vika hefur verid ólýsanleg. Eftir ad halfa silgt nidur Amazonánna med flokki ad trúdum og kvikmyndatokumonnum hélt ég ad lífid gaeti ekki verid furdulegra. En mér skjáltadist.

Ollum af skipinu var bodid í grillveislu. Tar á medal var ítalskur vinur Magnolio sem var nýkomin til Santarém. Ég og Ítalinn forum ad spjalla

Ragnheidur: "Já, og hvad aetlaru svo ad vera lengi í Brasilíu?"
Ítalinn: "Einn og hálfan dag
Ragnheidur: "Ha? Afhverju svona stutt"
Tad ber ad taka frama d Santarém er úr leid og tad tekur svo gott sem tvo daga ad komast tangad frá Ítalíu
Ítalinn: "Já ég veit, tetta er svolítid klikkad, en ég kom hingad til ad fagna med vinum mínum"
Ragnheidur: "Já já, fagna hverju?"
Ítalinn: "Aei tad var verid ad kjósa mig umhverfisrádherra Ítalíu"

Og madurinn var ekki ad grínast. Hann heimtadi ad vid myndum drekka grappa med honum og eftir heldur morg glos af grappa var hann ólmur í ad laera hitt og tetta á íslensku, vildi segja mér allt um hvad hann langadi mikid ad gifta sig og eignast born og vildi svo vita hvad mér fyndist um tattúin hans og reif sig úr skyrtunni. Á sunnudagskvoldid baud hann okkur svo út ad borda á fínasta veitingarstad baejarins. Hann psurdi hvad ég aetladi ad laera og ég sagdi honum ad ég gaeti alveg hugsad mér ad fara til útlanda ad laera ljósmyndun, jafnvel Ítalíu. "Já tú laetur mig bara vita ef ég get hjálpad tér eitthvad. Og tegar ég kem til Íslands tá verdur ad sýna mér landid". Ég ákvad ad benda honum ekki á ad Halldór eda Anna Sigrídur myndu vaentanlega sýna honum landid ef hann kaemi.

Og núna er ég fost hér í Santarém tví ad mér var seldur flugmidi fyrir morgundaginn tó ad ég hefdi bedid um flugmida fyrir daginn í dag. Og tad rignir og rignir. Tannig ad ég er búin ad sitja á hótelherberginu mínu og syngja kórlog, odrum gestum til mikils ama. Ef ykkur leidist tá getid tid kíkt á myndir sem ég henti inn fyrir svoliltu. Frá tónleikum og svo hinu og tessu.. gjossovel

föstudagur, apríl 22, 2005

Ì midjum regnskóginum...

Suruacá er lítill baer í midjum regnskóginum vid Amazoná. Áin er 18 km. breyd tegar hún er breydust. Í Suruacá er allt handgert. Húsin eru búin til úr spítum og stráum, sturturnar eru litlir kelfar fyrir utan húsin sem og klósettinn. Haenur og haenuungar ganga um lausum hala og flýja ketti og hunda sem fá líka ad leika um lausir. Í gaer vard mikid uppteyti tegar páfagaukur flaug inn í midjan mannfjolda og byrjadi ad gogga í lítil born. Fólk eydir morgninum í fiska og eftirmiddeginum í ad sauma fiskinetin sín. Bornin leika sér med hnetur og hlaupa um og skríkja í indjánaleik. Útvarpid eru tveir hátalarar í midjum baenum sem eru í gangi á morgnanna, í hádeginu og á kvoldin. Í trjánum eru apar og allskonar fuglar sem gefa frá sér furduleg hljód. Hér er einn stadur sem haegt er ad tala í GSM síma og stundum er rod á tennan stad. Í gaer héldum vid lítil bíó hérna í midbaenum og oll bornin hlupu fyrir aftan tjaldid til ad sjá hvadan myndin kaemi. Og ekki veit ég hvad tessi tolva er ad gera hérna tví sídur tetta internet en tad er allavega til stadar.

Já elsku fólk, tetta er lífid hér á midbaugi jardar..

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Af Magnolio og leidinlegum logreglumonnum

Flugvélin mín stoppadi í hverjum einasta bae á nordurstrond Brasilíu. Mér leid allavega tannig. Eftir fjórtán tíma komst ég loks til Santarém. Tar tók á móti mér madur af nafni Mangolio med mikid grátt, krullad hár og rámustu rodd sem ég hef heyrt í lengri lengri tíma. Ekki nóg med tad, heldur er hann útlaerdur trúdur, laerdi hjá bestu trúdum Sudur Ameríku. Og hann á tvo litla pylsuhunda sem heita bádir Jimmy. Magnolio henti mér inn í litlu raudu bjolluna sína og keyrdi ad stad. T.e.a.s. tegar bjallan fór loksins í gang. Reglulega stoppadi hann til ad laga afturljósin tví tau duttu alltaf úr holdunum. Og hann sagdi mér ad hann yrdi ad passa sig tegar hann keyrdi í holur tví ad vélinni vaeri haldid saman med spotta sem losnadi alltaf tegar hann keyrdi í holur. Eda ég held ad hann hafi sagt tad tví ad vélin í litlu, raudu bjollunni var svo hávaer ad madur heyrdi vart orda skil. Ég fékk ad gista heima hjá Magnolio í húsid hans (sem minnir mig reyndar meira á lítinn kofa) sem stendur á bokkum Amazonáar. Fyrst reyndi hann ad hengja hengirúmid mitt upp inní stofu en sá ad krókarnir voru of langt frá hvor odrum. Svo ad hann skellti tví bara upp inni hjá sér. Rétt ádur en hann sofandi sagdi hann "Mundu ad sofa á ská, annars brýturu bakid á tér. Ef tú getur ekki sofnad tá geturu alveg komid uppí til mín".

Daginn eftir var komid ad logregluheimsókininni. Fyrst hitt ég einn mann, sem heitir orugglega Feio, eda ljótur. Hann var tad allavega, sem og leidinlegur. Og hann vildi ekki framlengja vísanu mínu. Sagdi ad annar madur tyrfti ad gera tad. Svo ad ég tyrfti ad koma aftur klukkan 14.30. Ég átti ad fara frá Santarém klukkan 15.00. Tegar ég kom aftur var mér tjád ad tessi madur, sem er víst sá eini sem má stimpla vegabréfid, vaeri ekki vid og yrdi ekki vid fyrr en daginn eftir. Og ég svo sver, ég reyndi allt. Tóttist ekki skilja og hélt áfram ad leika stimpla med hondunum. Sagdi teim ad ég vaeri ad fara og yrdi ad fá visanu framlengt ádur en ég faeri. Endadi svo á tví ad setjast nidur og gráta til ad sjá hvort ad tad myndi ganga. Sat m.a.s. í anddyri logreglustodvarinnar svo ad allir vorkenndu mér og sogdu teim ad stimpla. En nei, eigi skal stimplad! Ég fór og byrjadi ad skaela í alvorunni. Og svo kom hellidemba. Mig langadi bara heim. Ég hafdi engan stad til ad gista á, hélt ad ég vaeri búin ad missa ad bátnum, vissi ekki hvad ég aetti ad gera og fannst Brasilía bara asnalegt land. En einmitt tegar manni finnst allt omurlegast tá batnar tad. Hollensk kona sem ég hafdi hitt fyrr um daginn baud mér ad gista hjá sér og var ekkert nema almennileg heitin. Báturinn fer á midvikudaginn.

Svo ad ég eyddi ollum deginum í ad bída. Fyrst beid ég í trjá tíma hjá logreglunni. Missti af rútu sem fer einu sinni á dag. Akkúrat tegar ég var hvad pirrudust yfir tví komu logreglutjónar med tvo menn í handjárnum sem hofdu raent fullt af pening. Teir voru ekki geymdir inni í fangaklefa eda í yfirheyrsluherbergi eins og í Law and Order, heldur sitthvoru megin vid mig í sófanum. Og svo komu trjár sjónvarpstodvar til ad búa til frétt um málid. Peningarnir, bófarnir, loggann sem handsamadi bófana, einhver kall sem ég veit ekki hvad hafdi med málid ad gera og ég, oll í andyri logreglustodvarinnar og oll í sjónvarpinu. Loks komst ég inn til vegabréfsmannsins, sem sendi mig í bankann. Tar beid ég í tvo tíma. Og svo fór ég aftur til logreglunnar. Tá var vinur minn í hádegismat, svoa dég settist bara hjá fongunum, sem voru enn í sófanum, og baud teim súkkuladi. Sem var ekki mjog gáfulegt, tví ad teir voru handjárnadir og gátu ekki fengid sér neitt súkkuladi.

En, ég er nú en á ný logleg hér í Brasilíu. Ferdinni er tví heitid nidur Amazoná, med trúdnum Magnolio og odru fólki (t.á.m. kvikmyndatokumanni sem er ad búa til vídjó um tetta allt!). Tar munum vid sigla á milli lítilla torpa, liggja í hengirúmum, horfa á sólina setjast og rísa, syngja kórlog (adallega ég og tetta kórinnskot ertileinkad Steinari) o.s.frv. Ef allt leyfir, tá mun ég naest halda yfir til Perú til elsku Hollu.

Beijo!

sunnudagur, apríl 17, 2005

Ég er óloglegur innflytjandi í Brasilíu

Sídast mánudag komst ég ad tví fyrir tilviljun ad ég hef verid óloglega hér í brasilíu í brádum 56 daga. Ástaedan er sú ad madurinn sem hleypti mér inn í landid ákvad ad gefa mér vísa upp á 30 daga í stad 90 daga, en tad er lengd venjulegs ferdamannavísa hér í Brasilíu. Og tetta er víst algerlega loglegt. Á stimplinum í vegabréfinu mínu stendur ekkert en á stimplinum á entry/exti midanum mínum (sem madur verdur ad framvísa vid brottfor og til ad fá vísanu framlengt) stendur 30 dagar.
Vegabréfseftirlitsmadurinn (og ég er ekki viss um ad tetta sér ord svo ad ég bý tad abra til) getur víst ákvedid ad gefa mér 2 daga vísa ef hann vill. Og tad sem meira er, tveir af krokkunum sem ég bý med eru í sama vanda. Tau fegnu reyndar 60 daga vísa. Tad upphófst tví mikid panicástand hér í húsinu. Síminn var í stanslausri notkun til ad hringja í írksa konsulantinn, íslenska konsulatinn (sem var í fríi og er ekki vaentanlegur fyrr en naesta mánudag), norska konsutlantinn, bandaríska sendirádid, dansa sendirádid, breska sendirádid, hrrngja í vini í Brasilíu til ad athuga hvort einhver tekkti einhvern mikilvaegan innan logreglunnar, hringja heim til mommu og pabba til ad láta vita hvad vaeri í gangi o.s.frv. Og eftir ad hafa farid nidur til vegabréfseftirlitsins og til logfraedings sem sérhaefir sig í vísa og odru slíku eru tetta kostirnir sem vid hofum.

A. Ad borga logreglunni 12.000 krónur fyrir ad láta vandamálid "hverfa". Logreglan baud okkur tennan kost og tad er tví augljóst ad tetta er algeng ferdamannagildra. Ég hef hinsvegar, ad svo stoddu, ekki mikinn áhuga á ad lenda í Brasilíksu fangelsi fyrir ad múta logreglunni svo ad ég mun alls ekki nýta mér tennan kost.
B. Borga sektina fyrir ad hafa verid ólogleg í landinu til lengri tíma. Ef ég geri tad tá verd ég ad fara úr landi í a.k.k. 24 tíma innan vid átta dogum eftir ad ég hef greitt sektina. Enn fremur fae ég risa stimpil, yfir heila bladsídu í vegabréfid mitt sem segir "SEKT". Tessi stimpill gaeti hins vegar gert mér erfitt fyrir ad komast aftur inn í landid, mér gaeti jafnvel verid meinadur adgangur inn í landid.
C. Hugsa ekki um tetta og halda áfram ad vera ólogleg í landinu alveg tangad til ég fer. Segjast svo ekki eiga pening til ad borga sektina og fá e.t.v. aldrei ad koma aftur til Brasilíu.
D. Fara eitthvad út fyrir Rio til ad fá visanu framlengt. Segja ad ég hafi týnt entry/exit midanum eda ad honum hafi verid stolid og vona ad logreglumadurinn nenni ekki ad hirngja til Rio til ad láta leita ad frumritinu. Líkurnar eru 50/50 í ljósi tess ad ég kom inn rétt fyrir karnivalid, tegar straumur túrista inn í landid er í hámarki, sérstaklega í gegnum Rio. Og tad eru 3 mánudir sídan ég kom svo ad tad eru moooooorg blod sem tarf ad leita í gegnum til ad finna mitt.

Ég hef ákvedid ad fara út úr Rio. Svo ad á morgun flýg ég upp til Santarém sem er baer vid Amazonánna. Tad má í rauninni segja ad ég sé ad flýja logregluna. Ef ég fae vísanu framlengt tar tá mun ég líklegast flaekjast um Amazonsskóginn og nordur hluta Brasilíu tar til dvolinni hérna líkur.

Já, aevintýrin gerast svo sannarlega hérna í Brasilíu...

mánudagur, apríl 11, 2005

Life is nice...

Ég aetladi ad skrifa pistil um hverfid mitt og húsid sem ég bý í. En svo áttadi ég á mig ad hann vaeri leidinlegur, svo ad ég aetla ad byrja upp á nýtt.

Á mánudogum og fimmtudogum fer ég í vinnunna klukkan 7.00. Í hvert skipti maeti ég sama fólkinu og vid erum farin ad heilsast og segja "Hafdu tad gott í vinnunni" vid hvort annad. Í morgun labbadi ég líka fram hjá steindaudri rottu og salamondru sem hafdi tornad upp í sólinni. Tad var ekki jafn skemmtilegt og ad maeta braudmanninum, en honum maeti ég á hverjum morgni. Hann reidir hjólid sitt upp gotuna mína, sem er hlykkjótt og brott (eins og allar goturnar í hverfinu mínu) og flautar flautu sem minnir mig alltaf á trúd. Og alltaf tegar ég tek straetó eru somu tveir strákarnir í straetó, annar er sirka fjórir metrar og hinn heldur áfram ad segja mér ad ég sé svakalega gáfud vegna tess ad ég les oftast bók á leidinni í vinnuna.
Á midvikudagskvoldum tokum vid alltaf litla gula lest (sem er eina lestin í Rio, fyrir utan lestina upp ad Jesústyttunni) nidur á lítinn bar sem heitir ekkert. Tar er spilud live bossanova og samba tónlist, auk sem sem barinn heldur nýja listasýningu í hverri viku (núna er t.d. mjog flott ljósmyndasýning tar). Og capirinhan tar (sem er brasilískur drykkur.. mjog gódur) er sú besta sem ég hef fengid í Rio. Á tridjudogum versla ég á ávaxtamarkadnum í hverfinu mínu og um helgar er haldid nidur á strond, rolt um á markodum, og haldid nidur í besta hverfid í Rio, Lapa, tar sem gotupartýin duna langt fram undir morgun.

Og vid elskum ad elda hérna. Ég er búin ad laera ad búa til besta safa í heimi, hef laert hundrar milljón mismunandi adferdir vid ad elda kjúkling (elsku kjúklingaklúbbur, tad verdur vikulong veisla tegar ég kem heim!), hef laert ad búa til besta ristad braud sem ég hef smakkad, hef laert ad búa til súkkuladisjeik úr engu, laert ad elda ótrúlegar kartoflur og kann nú ad meta blender meira en nokkurt heimilistaeki í heiminum (fyrir utan allt sem er notad til ad búa til kaffi sem er svo heilagt ad tad flokkast ekki undir heimilistaeki) og ad sjálfsogdu erum vid oll ad túttna út í samraemi vid tetta stanslausa át okkar.

Og tar sem ég lá á Ipanema í gaer, hlustadi á kórlog, las nótur og angradi naerstadda med endalausu rauli hugsadi ég med mér "Já, tetta er lífid"

sunnudagur, apríl 03, 2005

Forgangsrod fyrir sunnudaginn 3. apríl 2005

1. Kaupa truckdrivergleraugu í staerri kantinum
2. Taka straetó nidur ad pósti 9 á Ipanema
3. Skrifa eitt bréf og synda í sjónum
4. Fara á ávaxtamarkad

Sjitt hvad lífid er erfitt...

laugardagur, apríl 02, 2005

Lífid í Brasilíu - 4. kafli
Af portúgolsku

Portúgalskan mín er eitthvad á vid kínverskan nýbúa á Íslandi sem getur gert sig skiljanlegan. Fór um daginn í spúpermarkad, tad var brjálad ad gera og ég beid í 30 min. eftir ad komast ad kassanum. Var búin ad rada ollu á faeribandid og beid eftir ad kallinn myndi afgreida mig.

Afgreidslukall: "Tessi rod er eingongu fyrir ellilífeyristega og oryrkja. Fardu í adra rod"
Ragnheidur: "Ha, en ég bída ádan 30 minutur"
Afgreidslukall: "Tú ert ekki ellilífeyristegi né oryrki. Fardu í adra rod"
Ragnheidur: "Já já. Ég núna fara, bída meira 30 minútur onnur rod? Ha, allt saman vera klukkutima?"
Afgreislukall byrjar ad týna dótid mitt af faeribandinu og koma tví fyrir í innkaupakerrunni minni
Ragnheidur: "Haettu! Ég búa til sjálfur!"

Tvisvar í viku kemur portúgolskukennari hingad heim. Hann heitir Tom og talar med sterkum amerískum hreim, enda vinnur hann sem týdandi fyrir Sameinudu Tjódirnar. Tegar Tom er ekki hérna tá er hann venjulega midpunktur brandarana. Tad er reyndar algerlega tilganslaust fyrir mig ad segja ykkur brandarana tví ad teir ganga bara upp hérna innanhúss. En Tom er gódur kennari og vid erum oll ad laera hratt.
Audvitad er edlilegt ad madur miskilji hluti stundum. Tegar ég kom til Brasilíu var sumarfrí. Allar ruslatunnur og allir ruslakallar eru merk "Preifetura" og ég áaetladi ad tad vaeri einhverskonar sorphirda. Tegar skólinn byrjadi voru allt í einu oll bornin í bolum merkt "Preifetura" og ég gat engan vegin áttad mig á tví afhverju oll bornin varu merkt "Soprhirda". En Preifetura týdir audvitad ekkert sporhirda heldur hid opinbera, tannig ad krakkarnir sem eru í Preifertura skólabúningum eru ekki traelar í sorphirdunni hér í Rio heldur í opinberum skólum.