laugardagur, janúar 27, 2007

The best of the worst

Í tilefni af þessum ágæta laugardegi ætla ég að starta nýjum blogglið. Nýja áhugamálið mitt er að safna stórgóðum en þó asskoti lélegum popplögum héðan og þaðan, sem eru svo spiluð trekk í trekk þegar verið er að sötra bjór. Kakó og Lóla byrja alltaf á því að ranghvolfa augunum þegar ég spila fyrir þær lögin í fyrsta skipti en síðan, eftir svona 40-50 spilanir eru þær orðnar gjörsamlega heillaðar . Ég ætlaði mér að gefa út geisladisk með þessum lögum, jafnvel þar sem ég myndi kovera lögin, en ég ætla að byrja á því að birta eitt vídjó á hverjum laugardegi, svo að þið, lesendur góðir, getið líka spilað lögin trekk í trekk. Við byrjum á one-hit slagarun Clouds Across the Moon með Rah Band. Sjálfri finnst mér múmían við hliðiná söngkonunni, oddabrjóstahaldarinn sem svarta konan er í og fyrstihúsastígvélin sem maðurinn er í klárlega best.

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Hit me! Hit me!

Af hversdagsleiknum er allt gott að frétta. Í gær snjóaði í Kóngsins. Brasilísku krakkarnir í bekknum mínum höfðu aldrei séð snjó áður og fengu sjokk þegar ég borðaði smá nýfallinn snjó. Þau héldu e.t.v. að ég væri að reyna að drepa mig. Kannski vegna þess að rétt áður höfðum við verið að reyna að drepa hvort annað í stage fighting tíma. Skólastjórinn sló mig nokkrum sinnum utan undir, fólk dróg félaga sinn eftir gólfinu á hárinu, sparkaði í magann honum og þar fram eftir götunum. Góð útrás það.

Enn einn herbergisfélaginn, Guðný, hefur bæst í hópinn þessa dagana og erum við því fjórar í slotinu. Þremmarinn og Guðný gera mest af því að spila, horfa á bíómyndir, lesa Murakami, kjósa og stúdera raunveruleikaþætti. Við erum svo sjúklega menningarlegar þið vitið. Svo borðum við líka hjartalaga spæld egg og amerískar pönnukökur. Einnig drekkum við ógrynnin öll af latte. Aldrei hef ég vitað um heimili sem torgar jafn mikilli mjólk og við. Ég giska á eina 10-15 lítra á viku. Og takið inní reikninginn, ágæta fólk, að ekkert eigum við ungbarnið (ef að við teljum Kakó með samkvæmt raunverulegum aldri). Svo stundum gerum við dyraat og förum í feluleik í Kóngsins.

Kærlig hilsen!

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Ágæta fólk

Nú eru tíu dagar síðan ég snéri aftur til Kóngsins. Lífið á Íslandi var gott, það er lífið í Kóngsins líka. Ég og hjólið mitt áttum mikla fagnaðarfundi, enda hef ég saknað þess mikið. Ég og Lóla erum fluttur í aðra geðveika íbúð sem er mun nær skólanum okkar. Í íbúðinni er Kakóbarinn, Pálma-altari, kelerísloft, diskókúla, klósett sem rúmar fjóra til fimm í einu og önnur fabjúlössheit. Það eina sem vantar þessa stundina er internetið. Það kemur með kalda vatninu (sem er reyndar til staðar nú þegar). Kakó býr hjá okkur þessa dagana og Þremenningasambandið, eða Þremmarinn eins og Kakó skrifaði á gluggann, nýtur síðustu daga bestu sambúðar þessa heims með ástarjátningum á minnst 40 min. fresti, kúri, nekt og almennri gleði. Það er að sjáfsögðu fáránlegt hversu gott kombó Þremenningasambandið er, enda erum við allar fáránlega fabjúlöss.

Síðasta föstudag fórum hittum við ágætan Jón og drukkum bjór. Það vona ég að við gerum oftar með honum. Síðan fórum við Kakó í partý. Þið vitið, svona venjulegt partý í heimahúsi þar sem er billiardborð, bar, skemmtistaðagræjur og sundlaug. Er það ekki annars venjan? Því næst vorum við Kakó böstaðar í Metróinu, en snillingurinn Kakó laug okkur út úr öllu saman og á endanum græddum við á því að svindla okkur í metróið því að metróvörðurinn kenndi okkur allt um metróið og gaf okkur ofsalega flott hulstur fyrir stimpilkortin okkar (fyrirgefðu mamma mín ef þú ert að lesa þetta, hér eftir lofa ég að stimpla alltaf). Á laugardaginn héldum við Kombó ársins (sem samanstendur af Kakó, Karól, Lólu og Maísól) fabjúlöss matarboð með fabjúlöss drykkjuleik sem endaði í fabjúlöss vitleysu með gríngleraugum, nekt á svölunum, upptalningu á öllum sleikum heimsins og þar fram eftir götunum. Ég sé fram á að Æbeløgade verði lífleg næstu mánuðina.

Við erum búnar að vera duglegar að dokumentera lífið, en vegna internetsleysis fáið þið ekki að fylgjast með í myndum strax. Enn fremur stefnum við á heimsfrægð á YouTube með nýja sketzþættinum okkar, sem er búin að vera í bígerð í hálft ár og fer í framleiðslu bráðlega.

Jæja, þetta er orðð leiðinlegt hjá mér. Bless.

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Og smá update á ársverðlaun Ragnheiðar 2006..

Blogg ársins
Hafði gleymt því þar til seint á áramótanótt / snemma á nýársmorgun. Hér skrifar ágætur Bragi heiðarlegasta og opinskáasta blogg sem ég hef lesið. Hann fær stórkostlegt hrós frá mér því að þetta fékk mig virkilega til að hugsa, ekki endilega um drykkjuna heldur ákvarðanir og að lifa sáttur með sjálfum sér. Hiklaust skyldulesning á tímum áramótaheita og nýrra tíma.