föstudagur, febrúar 17, 2006

Strætó!
Strætó!
Hann Steini keyrir strætóbíl.
Vetur, vor og haust,
vegfarandans hald og traust!

- Pálmi Gunn

Ég hef tekið ástfóstri við yndislegri, gamallri, íslenskri diskópopptónlist. Ég byrja varla daginn án þess að setja Pálma, Eyva eða álíka stórbrotin tónlistarmann á fóninn. Og núna dreymir mig heitast um synthesizer sem ég get verið með framan á mér eins og gítar, helst hvítan. Svona eins og í gömlum júróvisjón keppnum. Og að sjálfsögðu yrði ég með blúndugrifflur og í stuttu tjullpilsi. Eða með skikkju. Mig langar svo í skikkju. Ég væri líka alveg til í þennan gaur:




Skítt með sílafóninn, þeir eru víst að koma í tísku segja fróðir menn í Tónamiðstöðinni. Amina, Múm og restin af krúttkynslóðinni hafa startað sílafón-trendi.

Enn fremur þykja mér Pálmi og Valgeir svo myndarlegir í kringum 1970 að það er engu lagi líkt. Þeir eru reyndar langt í frá myndarlegir núna, né eftir 1970, en engu að síður. Ég sá Valgeir um daginn. Hann var að sækja barn á skólaskemmtun, með úfið grátt hár, í ljótum frakka og allt nema Mr. Handsome. En hann brosti til mín og bauð mér gott kvöld og ég fékk í magann.

Je minn eini. Þetta blogg er hætt að snúast um hverdagsleikann og farið að fjalla nær eingöngu um frægt fólk sem ég hef rekist á á förnum vegi.

Ég er að fara í skíðaferðalag eftir tvo klukkutíma. Ég tek ekki mér skíði né snjóbretti. Ég er hins vegar að hugsa um að taka með mér þotu og stofna þotulið.

Þetta sundurleitt blogg. Ég afsaka, ég er annars hugar. Ég var að fjárfesta í undurfagurri myndavél. Mig langar í skikkju. Og sílafón. Og SH-101. Og rauðan náttslopp. Og í trúðaskóla.

Ég vitna bara í Eyva.

Mér finnst gott að vera saddur
þegar ungabörn eru svöng

....

Mér finnst engu einasta máli skipta
hvort í blokkum sé öryrkjalyfta
bara ef ég fæ rettur og kók

mánudagur, febrúar 06, 2006

Sönn saga

Gaui Litli sat við borðið, sem var sjáanlegt frá öllum stöðum í salnum, með silkiklút og kveikti sér í vindli með gull-zippokveikjara. Hann leit út eins og mafíósaforingi því að fólk snérist í kringum hann, hægri - vinstri. Svo kláraði hann allan sígarettupakkann minn með bjórnum sínum.

Seinna um kvöldið komumst ég, Elsa María, Gísli Marteinn og Richard Scobie að þeirri niðurstöðu að Geir Ólafsson hlyti að tússa á sig augabrúnirnar og skeggrótina með artline tússpenna. Enn fremur var Gísli Marteinn agndofa yfir Júróvisjón kunnáttu okkar Elsu (þó að ég hafi fljótlega áttað mig að það var aðallega Elsa sem átti heiðurinn) og var enn að kynna mig, viku seinna sem "Ragnheiður, hún og vinkona hennar vita sko allt um Júróvisjón. Það er ótrúlegt!"

Svo sat ég og borðaði kvöldmat með kynþokkafyllsta karlmanni Íslands samkvæmt hlustendum Rásar tvö og söluhæsta pötuútgefandanum um jólin. Eftir umræður um Eyva og klórsódavatn leit Garðar á mig, strauk mér um lærið og sagði "Ji, voðalega synguru fallega". Svo kyssti hann mig á báðar kinnar og sagði að ég væri engill. Og Gísla, sem kyssti mig einnig á þessar sömu kinnar, fannst leiðinlegt að ég ætlaði ekki með þeim í partý.

Skemmtilegt..

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Ég get ekki skrifad eth.. sem ad fokkar upp merkilegri sögu sem ad ég ætladi ad segja ykkur. Gera thad thá bara seinna (get heldur ekki skrifad thonn..)

Já já.. ætladi ad skjóta mig í hausinn en hitti óvart í löppina í stadinn. Ég ætla bara ad geyma blódid til betri tíma..