mánudagur, nóvember 28, 2005

Hjálmar gætu grætt svo mikið á því að leika íslenska jólasveininn (já, mun meira en á að vera tónlistarmenn). Ef að maður skellir þeim í föðurland, ullarsokka, lopapeysu og snjáðan langerma bol.. "Hjálmar var sá fjórtandi, rastafa man"

Í gær breytti Sigurrós einhverju innra með mér.

Í gær varð þetta blogg þriggja ára. Er þetta ekki bara orðið gott?

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Ég er á ógnarhraðleið á leið til glötunnar.

föstudagur, nóvember 18, 2005

Ég er á ógnarhraðleið í átt að heimsfrægð.
Antik..

Heimilinu hefur áskotnast nýr fákur. Eldgamalt silfurlitað dömuhjól. Það eru á því einir þrír gírar, og ég tek það fram, dömur mínar og herrar, að það er ekki hægt að skipta um gír á ferð. Það er bögglaberi, ljós knúið af framhjólinu, áfastur inn-út-inn-inn-út lás, leðurhnakkur og bremsur í pedulunum. Ég elska hjólið voðalega heitt og hef eiginlega sótt um skilnað við Birdie. Allvega í bili. Það er líka betra að hjóla í vinnuna. Sérstaklega vegna þess að ég get engan vegin valið mér rétta skó í hálku og er þess vegna bara á rassinum alla leiðina

Annars er ég að flytja um heila 0,74 metra og er þessa dagana að hreinsa út úr 6-8 fermetra herberginu sem að ég hef verið í í bráðum 20 ár. Herbergið er lítið, mjög lítið, en við þessa tiltekt hafa ótrúlegustu hlutir komið í ljós. Hér eru dæmi:

- Öll auglýsingapóstkort sem gefin voru út fyrstu tvö, þrjú árin. Ég var heitur safnari
- Sex til átta ára gamlir bíómiðar á t.d. Scream
- Allir trélitir sem að ég hef nokkur tíman komið við
- Bréfsefnasafn, öllu hent vegna gulnunar
- Servéttusafn
- Væntanlega yfir 100 tómir pokar utan af filmum sem fóru í framköllun í Bónus á sínum tíma
- Alltof, alltof, alltof mikið af loðnu dóti (loðnir rammar, pennar, pennaveski..)
- Bæklingar um hina ýmsu staði og söfn í heiminum. Ég trúði því þegar ég var yngri að maður yrði að taka bækling á öllum stöðum sem að maður heimsótti
- Allskonar útkrotaðir miðar sem á sínum tíma höfðu mikið tilfinningalegt gildi og létu mig jafnvel fara að grenja en gera ekkert í dag, ena að vera fyrir að sjálfsögðu
- Mjög mikið af óáteknum sem og áteknum filmum. Allstaðar í herberginu

Og ég er ekki einu sinni búin að hreinsa út úr 1/5 af herberginu. En nú ætla ég að sofa.

(Gummi, sorrý ég er ekki alveg að standa mig..)

föstudagur, nóvember 11, 2005

Fáfræði ungdóms Íslands

Ég hef ákveðið að byrja á nýjum blogglið. Ég má til. Ég er viss um að við höfum öll verið svona fáfróð einhvertíman, en þetta er svo fyndið þegar maður er komin til vits og ára.

Forsaga
Innskot - Forsagan er í raun óþörf og alltof löng, en ég var búin að skrifa hana svo að hún fær bara að fara með
BSRB ætlaði að vera ofboðslega inn, hip og kúl og gefa út plastarmband (eins og gulu krabbameinsarmböndin) sem dreift var á flest alla vinnustaði. Á armbandi stendur Brúum bilið - Öflug almannaþjónusta er undirstaða velferðar - BSRB. Okkur í vinnunni fannst þetta mjög fyndið því að þetta er svo langt og hallærislegt. Þess vegna gegnum við með armböndin í gríni í nokkra daga. Svo ákváðum við að spyrja ungdóminn hvað þeim finndist nú um þessi bönd

Ragnheiður: "Hey, Nonni, hvað finnst þér um þetta armband hérna?"
Nonni: "Ööö, ég veit það ekki, hvað stendur á því?"
Ragnheiður: "Brúum bilið. Öflug almannaþjónusta er undirstaða velferðar. BSRB"
Nonni: "Vó, en fáránlegt. BSRB er svona sumarbústaðafyrirtæki!"

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Það er svo gaman að..

.. poppa á gamla mátann. Ég ætla alltaf að gera það héðan af.
.. fara í bíó. Sérstaklega á stórfenglegar myndir eins og Me and You and Everyone We Know
.. muna hvað maður á stórfenglega vini.
.. vera í rauðu glimmer skónum mínum.
.. elda kjúkling.
.. sigra heiminn.
.. búa til klippimyndir og skrifa póstkort.
.. búa til eyrnalokka.
.. hlusta á Spilverk Þjóðanna.
.. elda og ryksuga í háum hælum.

laugardagur, nóvember 05, 2005

Uppskrift að góðu partýi:

Glimmer, gerviblóð, grímur, kampavín, glimmer, mjúsik, glimmer, hvítvín. Click on photo to believe.




Ef að þetta hefur ekki nógu mikið skemmtanagildi, þá bendi ég á þennan klæðskipting. Væntanlega með því furðulegasta og fyndnara sem ég hef séð. Ég mæli sérstaklega með "Friends photos" og "News and weather"

"I like to be messy while I am dressy"
- Chrissy Lecreme

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

10 verstu albúmkoverin

Þau eru ljót og þau eru mjög mjög fönní. Mjög mjög fönní.