Þegar ég kom heim þá höfðu Siv og Palli sent mér hamingjuóskir í tilefni þess að nú hef ég hlotið kosningarrétt. Þau telja mig greinilega rosalega andfúla vegna þess að með hamingjuóskunum voru heil ósköp af einhverju sem bragðast eins og Smint. Kannski vilja þau bara kyssa mig, því eins og maður segir, enginn Framsóknarmynta, enginn koss.
Næst á dagskrá
Ég hef ákveðið að með öllum færslum næstu daga mun fylgja lítill listi sem mun heita Egóbústið og mun greina frá þeim hlutum, raunsæjum og óraunsæjum, sem ég girnist í afmælistgjöf. Svo á afmælisdeginum sjálfum mun ég safna saman öllum hlutunum og birta þá sem heild. Þegar ég held svo upp á afmælið þá mun sá, sem er með flesta hluti af listanum, fá verðlaun, eina brúnkökusneið eða svo.
Egóbústið
Mig langar í...
- ... rjómahvíta Renault Daphne 1962 sem boðar sumarið hjá mér. Hann er til sölu.
... Amélie geisladiskinn og myndina á DVD
... litla ávaxta- og súkkulaðibúð á Spáni, ítalíu eða Frakklandi
... rauðu skóna í Kron
0 ummæli:
Skrifa ummæli