laugardagur, maí 17, 2003

Skúli Lillard?

Ég bara verð...
Ég er að fara í sálfræðipróf og ég hef fengið mig til þess að trúa því að með því að lesa öll gömul Cosmopolitianblöð systur minnar þá sé ég í raun að læra sálfræði. Ég er að reyna að skilja sálfræðina á bak við konur, sem er ansi flókin, það segi ég þó að sjálf sé ég kona. Það má ekki vera of kynþokkafullur en samt deyja úr kynþokka, ekki láta stráka vita að maður sé öruggur en strákum á víst að þykja það heillandi að sjá öruggan kvennmann, þ.e. samkvæmt Cosmo. Það merkilega við þennan lestur minn er þó annað og undarlegra.. Ég rakst á mynd (klikka á mynd)



Þarna brá mér... er þetta Skúli? Það var annar maður titlaður fyrir þessari mynd, Matthew nokkur Lillard sem hefur leikið í stórmyndum á borð við Scream og Scooby Doo. Ég gróf upp myndir af Skúla og Lillard...



Dæmið nú sjálfir kæru lesendur, hver er maðurinn í Comso?

Hjartans þakkir fær Andri fyrir góðvild og hjálpsemi. Súkkulaðikaka verður afhent síðar

Egóbústið
Mig langar í...
    ... svona take-the-coffee-with-you bolla, úr einhverjum málmi
    ... ferð til Brasilíu
    ... mikið af gömlum djass diskum
    ... fivtís föt

0 ummæli: