laugardagur, október 29, 2005

Ójá!




Óritskoðaðar myndir frá smánunarútilegunni 2005 eru komnar í hús. Það er sviti, það er smánun, það eru stórt kjöt, það er hamingja. Myndirnar má finna hér. Ég vil komment, ég vil smánun. Ójá

föstudagur, október 28, 2005

Ritjúal

Mér finnst ekkert jafn gott og að fá mér ristað brauð með rjómaosti og latte í morgunmat. Þá veit ég einfaldlega að dagurinn mun verða góður.



En hvað er í gangi? Það er ekki til mjólk fyrir latte. Það er ekki til brauð og bara smá rjómaostur. Það er ekki til kristall plús. Það eru ekki til bananar.

Á maður að þurfa að kaupa í matinn sjálfur? Ég bara spyr!

miðvikudagur, október 26, 2005

Bíttu í þig

Hvernig nennir fólk að kvarta endalaust yfir fáránlegustu hlutum? Kvarta yfir því að það hafi verið svo mikið fólk í kvennréttindagöngunni? Mér fannst frábært að hreyfast ekki í góðan klukkutíma vegna þess að svona margt fólk hafi komið saman til þess að styðja mannréttindi. Mér finnst ótrúlegt að svona ótrúlega stór hluti Reykjavíkurbúa hafi mætt. Mér finnst það frábært og alls ekkert til að kvarta yfir. Ég er ótrúlega stolt af því. Og fólk er endalaust að kvarta yfir Airwaves. Jú, það kostaði tæpar 6.000 kr. inn. Og jú, það var fúlt að sjá ekki allar hljómsveitirnar sem að manni langaði að sjá eftir að hafa borgað 6.000 kr. Ég skil að fólk sé frústrerað ef það stóð í röð lengi lengi og sá kannski bara örfáar hjómsveitir sem það langaði að sjá. En er þetta ekki frábært framtak? Setur þetta Ísland ekki á kortið? Lífgar þetta ekki uppá skammdegið? Er dagskráin ekki svo fjölbreytt og spennandi að maður á erfitt með að ákveða hvað manni langar að sjá? Eru þetta ekki jól margra Íslendinga eins og mín?

Og hvernig í andskotanum nenni ég að eyða mínum tíma í að kvarta yfir jafn fáránlegum hlut og fólki sem kvartar yfir fáránlegum hlutum?

þriðjudagur, október 25, 2005

Af kaffiförum

Ragnheiður: "Viljiði kaffi?"
Gestir: "Já, varstu að hella uppá?"
Ragnheiður: "Já, alveg nýlagað bara"
Gestir: "Veistu, ég bara var að fá mér kaffi áðan"

Í vinnunni liggja á mér einhver ósýnileg álög. Ég hef ekki hugmynd hvernig þau komust yfir mig, né hvers vegna, en þetta er ekki fönní lengur. Nú er ég búin að vinna þarna í bráðum tvo mánuði og mér hefur ekki tekist að gera almennilegt kaffi, allan tímann. Og kaffi er jú, minn lífselexír. Þar að auki er ég oftast send inní eldhús til þess að hella uppá þegar að gestir kíkja við. Nú hafa flestir samstarfsmenn mínir sem og fastagestir lært að kaffið mitt er piss. En samstarfsmennirnir trúa því að ef ég verði látin hella oftar uppá kaffi þá muni það að lokum verða gott. Þetta virðist ekki vera satt.

Hér heima fyrir geri ég afbragðs gott kaffi (og votti þeir sem vita takk fyrir) og á í pokahorninu ýmsar kúnstir sem ég hef lært hér og þar í heiminum, t.d. kanilstangargaldurinn, shake and break og doppukaffi. Ég held að það endi með því að á hverjum degi taki ég mínar eigin kaffigræjur með í vinnuna og geri alvöru kaffi. Ég hef líka heitið því að bjóða samastarfsmönnunum í mat og hafa eingöngu kaffi á boðstólnum.

Af göngum

Mér hefur sjaldan fundist ég jafn mannleg og í gær. Að sjá svona ótrúlega margt fólk standa saman að mannréttindum snerti bara litla hjartað í mér. Ég var voðalega stolt af því að vera Íslendingur. Við erum svo töff.
Gömlu konurnar fyrir framan mig í göngunni snertu mig samt ekki þegar þær sögðu hvor annari klámbrandara.

mánudagur, október 24, 2005

Af ábyrgðarástæðum þarf leyniorð til að komast í Iceland Airwaves albúmið mitt. Ef að þú hefur náð aldri, skildu þá eftir komment. I will get back to you.

sunnudagur, október 23, 2005

Iceland Airwaves

Ég grét. Ég sat föst í röð á meðan Zoot Woman spiluðu. Life is a bitch. En engu að síður var þetta tryllt, sjúklega tryllt. Þið getið séð allt um það hér. Tobbi fær mega props fyrir helgina.

Einnig eru komnar myndir frá London.

úje!

laugardagur, október 22, 2005

Eintóm hamingja



Zoot Woman í kvöld. Ég held að ég muni gráta.

þriðjudagur, október 18, 2005

Sweet days are made of this

Ég hef ekki frá miklu merkilegu að segja, þó að það sé brjálað að gera. Hér eru samt nokkrar minningar um sweet days in Brazil.


Bátarnir sem ég silgdi á niður Amazonánna


Bondinho. Lítil lest sem gekk í hverfinu mínu. Maður borgaði ekkert fyrir að hanga utaná og við tókum hana oftast til og frá barnum.


Eina nóttina á Amazon sátum ég og Magnolio (trúðurinn) föst á ströndinni. Maðurinn sem að átti að sigla með okkur út í bát lagði sig nefnilega í runna rétt hjá og það var bannað að synda því að það voru einhverjir hættulegir fiskar í ánni. Þá kom þetta skip siglandi


Lítill strákur í sikrusskóla í Rio. Þrjár vinkonur mínar unnu þarna og ég fór til að hjálpa til annað slagið.


Það sést ekki en ofaná þessum báti er kross. Þetta er prestur á fljótandi kirkju sem siglir á milli þorpanna við Amazon.


Brasilískar trommur og reggeatónlistarmenn


Amazonáin við sólsetur


...svo kom tunglið

fimmtudagur, október 13, 2005

Ófyndnar pælingar um lífið

Í morgun vaknaði ég of seint svo að ég þurfti að sleppa ristuðu brauði með hvítlauksrjómaosti og latte, sem er eitt af mikilvægustu andartökum dagsins hjá mér. Ég labbaði af stað í vinnuna. Morgunsólin glitraði á nýföllnum snjónum, loftið var svo kalt að ég var eldrauð á nefinu og skórnir mínir voru of sumarlegir. En allt var svo fallegt. Furðulegt því að í gær horfði ég á gul og brún laufblöð leika um með vindinum í portinu heima hjá mér og það var svo fallegt líka.

Og núna, þegar ég lít út um skrifstofugluggann, sé ég fimm eldri menn leika billiard. Þeir koma alla mánudags- og fimmtudagsmorgna. Þá brosi ég allan hringinn því að mér finnst þeir svo frábærir. Jafnvel þó að þeim finnist kaffið mitt vont.

föstudagur, október 07, 2005

Uppgötanir síðustu daga

- Ég elska vinnuna mína. Út af lífinu.

- Það eru til unglingar sem ganga um með bling bling dollaramerkishálsmen á langri gullkeðju og með bling bling demanta í eyrunum. Og finnst það virkilega, virkilega töff.

- Ég og Tobbi erum mjög gott combó. Við erum svona ofurteymi held ég. Kannski öðlumst við einhverja yfirnáttúrulega krafta og björgum heiminum. Tobbi er allavega minn live-saver þessa dagana.

- Kaffið á Neskaupstað er gott.. en ekki fólkið sem keyrir í polla og sullar yfir nýja skó og nýjar kápur.

- O.C. í 23 klukkutíma yfir heila helgi er ekkert nema gott mál.

- Það er furuðulegt að finnast maður allt í einu vera aftur 15 ára. Ekki bara í smá stund heldur heilt kvöld. Og trúa því næstum því sjálfur.

- Katrín Björgvinsdóttir er ein sú ábyrgasta manneskja sem ég hef séð að störfum í lengri tíma. Kemur upp um unglingadrykkju, leikur mömmu, fæðir og klæðir, ríður um á hesti, fer með kvöldbænirnar og segir flugvélabrandara.

- E.t.v. er hægt að fá herpes í eyrnasnepilinn. Allavega samkvæmt lækni sem ég ræddi við.

- Mig langar að kaupa Tjarnarbíó.

- Ég sakna elsku Królu voðalega mikið. Þar sem ég lá og saknaði hennar uppgötaði ég að ég sakna líka vetrarins í Skandinavíu. Ég hef svo ótrúlega oft verið í Danmörku eða Svíþjóð að vetri til og það er bara svo... hyggeligt.

þriðjudagur, október 04, 2005

Macro

Jesús kom til mín og sagði: "Satan cheats at monopoly, that little shit!"

Hvað segir hann við þig?