þriðjudagur, júlí 29, 2003

Mér finnst fólk sem sendir mér e-mail þess efnis að hotmailinu mínu verði eytt ef að ég sendi bréfið ekki til 20 annara afskaplega heimskt. Ef að ég væri ekki að nota hotmailinn minn þá væri búið að eyða honum nú þegar. Muniði? Ef að þú notar hann ekki í 30 daga þá eyðist hann sjálfkrafa.. er að hugsa um að gera það að keðjubréfi.

Ég er að fara að kaupa skó og er þreytt í hendinni. Hélt á Nökkva í þrjá tíma samfleytt. Dulleg.
Mummi, hvurning má það vera að 28 heimsóknir í gær hafi komið af þinni síðu? Þetta hlýtur að teljast met því að þó að þú sért nú oftast efstur þá hefurðu sjaldan farið ofar en 6 heimsóknir á dag!

Annars er ég farin að sjá rammskakkt af því að lesa öll blogg Íslands síðustu tímana. Hvers vegna nota ég ekki bara gleraugun mín? Eða fer bara að sofa? Eða eitthvað?
Bráðskemmtileg mismæli og aðrar sögur

Þó að þjónar séu skólagengnir upp til hópa þá eru þeir oft ekki eins sleipir í enskunni og vera ber. Hér eru nokkur dæmi (útskýringar fylgja ef þess er þörf).

Would you like a beer from the crein or in a bottle?
Do you want kleiks in your coke?
Yes, I will bring you new knifepairs?
And how would you like your meat steikt?
This is our food table. (sem átti víst að þýða hlaðborð)
Yes, please take of your clothes over there (átti að vera; please take off your coats over there)
Here is the buffay, please go ahead and eat yourselves (ástæður fyrir þessu mismæli eru óljósar, en afar skemmtilegt mismæli þó)

Misskilningur er líka merkilegur og oftar en ekki berst maður við að útskýra fyrir fólki mat. Dæmi
"Here is your desert mam" (ís sem er t.d. skreyttur blæjuberi)
"Sorry miss, why is there a tomato on my icecream?"

"Yes, here is a photo of the puffin" (held á póstkorti með mynd af lunda)
"Oh, I didn´t know it was a fish"
"Eee.."

Og um daginn lenti ég í því að leika helminginn af dýrunum í villibráðarsalatinu.
"Goose, bird" (Blaka vængjunum) "A bit like duck, quack quack, but bigger" (sýni muninn með höndunum) "Reindeer, a bit like horse, gobbidee gobbidee, but with horns" (Mynda horn með höndunum) "You know Santa Clause? He has Rudolf? Yes, this is Rudolf"
Og þau skildu loksins hvað þau voru að borða.

Svo vil ég koma því á framfæri til allra þeirra sem hringdu í mig í morgun að ég er ekki löt, var bara að vinna í rúmlega 14 tíma á sunnudaginn, koma heim kl. 2.00 og vildi sofa út. Takk fyrir og góða nótt

mánudagur, júlí 28, 2003

Forsaga
Eigandi Lækjarbrekku er skyldur konunni hans Lárusar Rektors. Mamma eigandans vinnur við uppvask og annað á Lækjarbrekku (til að fyrirbyggja allan misskilning þá heimtar hún að vinna við það, sama hvað býðst). Einu sinni kom Lárus ásamt fleirum úr fjölskyldunni í mat og fórum ég og Sigríður (mamman) að ræða um tengsl okkar við fjölskylduna og ég segi "Já ég var nú einmitt með dóttur þinni í Skotlandi" en segir Sigríður þá "Sólrúnu? Nei hún er ekki dóttir mín, hún er dóttir systur minnar". Ég tók því bara og hélt áfram að vinna.

Miskilningur mánaðarins
Það var ekki mikið að gera á þessum ljúfa sunnudegi, ágætt en ekki of mikið þó. Ég er eilítið þunn, afskaplega þreytt og mjög nývöknuð. Ég stend við uppvaskið og er að tína glös í grindurnar. Sigríður stendur við þvottavélina og segir sposk á svip
- "Jah, nú er Sólrún bara komin með kærasta!"
- "Nú nú" segi ég, enda of rugluð svona í morgunsárið til þess að gera mér grein fyrir hvað konan er að tala um.
- "Já, hann er sko enskur, hún kynntist honum bara í London"
- "Já er það" segi ég og reyni að muna hver Sólrún sé. Jú bíddu, var það ekki konan hans Lárusar? Ekki getur verið að hún sé komin með enskt viðhald í London og Sigríður sé að segja mér það yfir uppvaskinu?
- "Já, mamma hennar er m.a.s. búin að fara út að skoða hann. Hann er sko 10 árum eldri en hún"
- "Já og hún er aftur..?" ég reyni í neyð að fá upp úr konunni hver þessi blessaða Sólrún sé sem mig á að varða um kærastaskipti.
- "Já hún er 22 ára"
- "Haha, já alveg rétt.."
- "Bíddu hvernig kynntist þú henni eiginlega? Hittust þið í London eða?"
- "Ha?" segi ég en hugsa "Fokk sjitt fokk sjitt fokk sjitt fokk sjitt"
- "Já, hittust þið í London eða kynntust þið hérna?" Ó nei, nú er ég komin í klípu, allsvakalega klípu. Það eina sem ég get gert er að hlægja aðeins, ypta öxlum og segja
- "Veistu ég man það ekki" svo dríf ég mig fram að þjóna þessum eina manni sem er að borða hádegismat. Restin af deginum er afskaplega vandræðaleg og mér er mikið létt þegar Sigríður fer heim. Þá man ég líka að konan hans Lárusar heitir víst Særún... held ég!

laugardagur, júlí 26, 2003

ó mæ! It möst bí medjikk!
Ég var búin að skrifa blogg en fór að gera annað og slökkti óvart á explorer.. stúpid stúpid.. ég blogga seinna bless
Ryllefí

Fíeryll lyrelfí fríeyll yllefrí ylfríel.. o.s.frv. Ég fór nú reyndar ekki á alvöru fyllerí í kórpartýi sem haldið var í gær. Hins vegar voru ansi margir sem tóku kröftuglega í flöskuna og má þar m.a. nefna Stefán sem gat ekki gengið á gangstéttarkantinum, Magnús sem benti glaður hingað og þangað, Halli Volvo sem klifraði upp í öll tré í garðinum, móðurinni í mér til mikillar mæðu og svo að sjálfsögðu Steini litli hægrisinnaði sem svaf þyrnirósarsvefni í rúmi heimasætunnar og ældi svo duglega á götuna fyrir framan húsið. Tenórarnir átti tvímælalaust besta atriðið, sópranar og altar þar á eftir (enda soðið saman og 2-0,2 min.) og bassarnir.. þetta kemur á eindanum elskurnar. Einhverjum fannst gaman í hengirúminu, einhverjir voru of fullir til að spila fótboltaspil, einhverjir voru boðflennur og einhverjir ætluðu í bað í uppblásnu sundlauginni í garðinum.

Og nú ætlum við og Karól á ryllefí, grillandi kjúllaleggi, drekkandi hina og þessa kokteila og rauðvín og báðar með slétt hár.

Blessó

P.S. Skúli dír.. hvernig get ég komið bjóraurum til þín?

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Af atburðum liðinna daga

Hér sit ég, ansi seint um nótt, andvaka. Ég er ekki alveg viss hver ástæða andvökunnar sé en ég er nokkuð viss um að hún sé tiltekt morgundagsins. Ég hef verið alein í kotinu síðustu daga og er að undra mig á því hvernig mér tókst að koma húsinu í það ástand sem það er í. Þannig er mál með vexti að ég hef verið að vinna, á tónleikum, að selja kökur, mála skilti, djamma eða annað og eytt innan við 8 tímum í húsinu, þ.e.a.s. á fótum. En húsið lítur út eins og hér hafi verið haldið 287 manna rússneskt matarboð, í 4 daga. Og á morgun þarf ég að taka til.

Já sem minnir mig á ansi skemmtilega sögu. Einu sinni sem sjaldnar (vil ég meina) var mamma mín að benda að það væri hrúga of fötum á gólfinu inni hjá mér. Undraðist konan hvort að þau ætti að vera þar eður ei. Eitthvað grínuðumst við með þetta og segir þá mamma "Já þetta er kannski vegna þess að hún Svetlana hefur ekki komið svo lengi". Ekki skildi ég hvað hún meinti og spyr því hver Svetlana sé "Nú, konan sem þrífur hérna! Hún Svetlana frá Úkraínu" Ekki skildi ég enn því að síðast þegar ég vissi þá vorum það við heimilisfólkið sem þrifum húsið. Að lokum komst ég að því að hin úkraínska Svetlana er karakter sem mamma bjó til í gríni því að henni finnst svo leiðinlegt að þrífa. Ég á einmitt vinnukarakter sem er mjög indæl, undirgefin, brosmild og ljúf. Hún heitir Kamilla.

Nóg um það. Síðustu daga hefur margt merkilegt og ómerkilegt á daga mína drifið. Á föstudaginn fór ég á gay pride ball og það var gríðarlega skemmtilegt. Ég fann líka mjög ljótan leðurjakka í blómabeði og ef einhver þekkir Snædísi Þráinsdóttur, 200885-2609, vill hinn sami þá skila til hennar að ég sé með jakkan sem og debetkortið sem var í vasanum. Á laugardaginn fór ég á magnaða tónleika með Nöfnu minni Gröndal. Ja hérna, ef ég bara væri hún. Á sunnudaginn seldi ég kökur, á mánudaginn fór ég í paintball, út að borða og í karókí, á þriðjudaginn var ég oggulítið þunn, öll út í ókunnugum sárum og marblettum og undarlega hölt sem leiddi til rándýrrar heimsóknar á slysó um kvöldið. Í dag gerði ég svo ekki neitt nema vinna.

Þið þurfið ekkert að lesa meira, ég er nefnilega búin að reyna trixið með að lesa bók þangað til að ég sofna svo að ég ætla að reyna að skrifa þangað til að ég sofna..

þriðjudagur, júlí 22, 2003

ég nenni ekki að blogga eins og er. Sit þunn hérna heima og tel marbletti og sár sem ég man ekki hvaðan koma. Annars vil ég spyrja, er einhver sem getur lesið eitthvað af því sem þessi stelpa skrifar? Ég er mjög hamingjusöm að við íslendingar förum ekki svona illa með okkar ástkæra ylhýra tungumál.

laugardagur, júlí 19, 2003

P.s. ég er mjög ánægð með bjórskuldaraviðbrögðintakkfyrir
Af bakstri

Hér sit ég, eftir ansi langt kvöld með þingi Tælands og frönsku og rússnesku steggjapartý fyrir 20 sem kostaði hátt á þriðja hundrað þúsund, eilítið í tánna á leiðinni í sturtu og að fara að baka brauð. Ég málaði hið fínasta skilti í dag en Mummi var hvergi nokkur staðar sjáanlegur. Auk þess vil ég koma því á framfæri að mér finnst nafnið mitt ekki nógu gott til þess að verða frægt. Ragnheiður Sturludóttir, iss piss. Mér finnst t.d. Karól Kvaran alveg fullkomið nafn til þess að öðlast frægðar fyrir hvað sem er og Hildigunnur Einardóttir er mjög söngkonulegt nafn, líka Sigríður Thorlasius.. eða hvernig sem það er skrifað. Já, svo finnst mér líka flugmenn sem hringja í mann skemmtilegir. Jæja, brauðið og sturtan bíða. Góða nótt. P.S. Nanna, takk fyrir uppskriftina, ég er að fara að baka eftir henni (eða allavega einhverri sem ég fann í Gestgjafanum og er frá þér).

föstudagur, júlí 18, 2003

Af merkingum

Í kvöld, eftir vinnu, keyrði ég út næstum því öll Beneventumblöðin sem ég átti að keyra út. Hvaða vitleysingar númera ekki húsin sín? Mér finnst þetta alveg gríðarlega kjánalegt. Eina skýringing sem að ég gat fundið á þessu er sú að húsanúmersplötur eru einfaldlega of dýrar og þessvegna hugsa þeir á númer 13 "Æ ég meina, númer 15 merkti sitt hús og númer 11, svo að fólk hlýtur að fatta að við erum númer 13". Annars gæti þetta bara verið í tísku, þetta er svo algengt.

Nei Mummi, ég fór ekki að mála skiltið í dag sökum ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Nökkvi Páll kom í heimsókn og ég var að dást að honum alveg þangað til að ég fór í vinnuna. Mér finnst mjög gaman að dást að honum, sérstaklega þegar hann er vakandi. En ég ætla að mála skiltið á morgun, það er alveg á hreinu því að margt er á Plögglistanum á morgun. Auk þess vil ég bara að við séum vel merkt.

Vá, ég held bara að veðrið fari svona illa með blogghæfileika mína. Á hann ekki að fara að rigna bráðum?

fimmtudagur, júlí 17, 2003

Hér er titill

Og hér er texti. Og hann fjallar ekki um neitt því að í dag naut ég bara sólarinnar í miðbænum með ískaffi í annari. Á morgun vonast ég til þess að gera slíkt hið sama fyrir utan Norðurkjallara þar sem ég ætla að mála skilti fyrir kökubasarinn. Allir velkomnir fyrir hádegi, JT e.t.v. í gangi (Hei kidz (yes you and you, hvenær eigum við að halda næsta fund JTAKKMH? (Justin Timberlake aðdáendaklúbbur kórs menntaskólans við Hamrahlíð) drífum í því!)

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Nú sýð ég af reiði

Ætlar enginn að borga mér af bjórskuldaranum, ég bara spyr. Kalli fær mikið klapp á bakið fyrir frábæra frammistöðu. Hinir frá bráðlega kúk í poka með móðu í pósti ef að ekkert gerist hið snarasta.
Þið getið athugað hvort að þið séuð á listanum með því að lesa
<-------------- hér

Annars var ég í Smáralind um daginn og þar stóð í glugga á skóbúð "2 for 1" Mér finnst þetta heldur asnalegt því að þetta skilst frekar sem "Ef þú kaupir einn skó þá færðu annan með í kaupæti" en ekki "tvenn skópör á verði eins"

þriðjudagur, júlí 15, 2003

Fólk og hlutir vikunnar

Viðskiptavinur vikunnar: Skúli Arnlaugsson. Ég bauð honum sjö (eða átta eða níu) plötur og peysu á 1700 kr. en hann heimtaði að borga 2000 kr.
Lúserar vikunnar: Varð einfaldlega að hafa þá tvo. Mínir ástkæru Hr. Hannesson og Hr. Viltu-hnetu?
Kaffi vikunnar: Magnóbragðbættur latte með geðveikasta munstri sem ég hef séð á Kaffitár lagaður af Íslandsmeistarínunna og nærrum því heimsmeistarínunni sjálfri.
Hnakkastaður vikunnar (og allra daga héðan í frá): Sólon. Við Anna Pála hækkuðum meðalaldurinn um 2 ár við innkomu og besta aðferðin til þess að hössla er að beyta digital myndavélinni óspart. Eitthvað ógeðfellt við þetta allt saman.
Heimasíða vikunnar: Bloggið sem Jakob heldur uppi. Ég varð bara klökk.

Að lokum er svo blogg sem ég hef lengi ætlað að segja frá. Í hálft annað ár hef ég læðst um síðuna og skemmt mér alveg konuglega við allan lestur. Stúlkan sem ritar bloggið er einstaklega orðheppin og einstaklega fyndin og það þykir mér fara einstaklega vel saman. Alveg einstakt allt saman. Og ég er alveg einstaklega mikill Íslendingur, sem kann hvorki að hrósa né hæla (ég veit að það er sami hluturinn en ég þurfti að finna eitthvað á eftir hvorki/né) og þykir stundum okkar ástkæra Ísland of lítið til þess. En ég geri það í dag og kynni mína lesendur sem enn ekki þekkja til fyrir Unu, nemanda við Lærða skólann og bloggara með meiru, sem hlotið hefur titilinn ókunnugi bloggari vikunnar síðasta hálfa árið.

sunnudagur, júlí 13, 2003

Fart-free nammi
Hver kannast ekki við að hafa borðað 2 kg. af hlaupi, lakkrís eða karamellum og leggja af sér ei svo góða lykt daginn eftir? Plöggvörur hf. kynna nýtt efni á markaðnum sem gerir allt nammi, sem og annað matakyns, algerlega fart-free eða prumpulaust. Við ábyrgjumst að vörur sem merktar eru Fart-free bragðast algerlega eins því fart-free efnið er braglaust að öllu leiti.

Taste-free duftið
Ert þú matvandur/matvönd? Líður þér illa í fjölskyldu og- matarboðum vegna sérviskunnar? Plöggvörur hf. kynna byltingarkennt duft sem nefnist taste-free eða Bragðleysa. Duftið lítur út eins og salt og er því einfalt í notkun án þess að upp komist um hin matvanda. Það eina sem þarf að gera er að strá örlitlu dufti yfir matinn, bíða í 10 sek. og mun þá maturinn verða bragðlaus. Plöggvörur hf. munu einnig bráðlega markaðsetja duft sem umbreytir bragðinu. Þannig verður jafnvel hægt að borða kindabjúgu með súkkulaðibragði, fisk með melónubragði eða soðið grænmeti með kjötbragði.

Pantanir í síma 561-PLOGG á milli 25 og 39 alla óvirka daga marsembersmánaðar.

fimmtudagur, júlí 10, 2003

Ástarráðleggingar Röggu Plögg

Drengir: Ekki trúa því að það sé í alvöru til eitthvað sem heitir þriggja daga þagnarreglan eða sjö daga þagnarreglan eða hundrað daga þagnarreglan. Vð erum búnar að sjá þetta of oft í bíó til þess að haldast heitar í þrjá daga, hafðu samband ef þú vilt, það er miklu skemmtilegra. Auk þess er þetta bara fokking asnalegt og pirrandi

Stúlkur: Strákar sem trúa að það sé til eitthvað sem heitir þriggja daga þagnarreglan eða sjö daga þagnarreglan eða hundrað daga þagnarreglan eru fífl. Finndu nýjan sem les bloggið mitt og er nú vitrari maður.
Morgunstund gefur gull í mund

Ég svaf ekki daginn af mér. Húrra fyrir því. Ég fór reyndar ekki í sund (suprise suprise!) heldur vaknaði kl. 10.45 mér til mikillar skelfingar því að 15 min. seinna átti ég að vera stödd á klippistofunni minni, ekki í náttfötum og búin að fara í bankann. Þótt ótrúlegt megi virðast þá tókst það, með miklum hlaupum, hraðaaksti og fataskiptum í bílnum að nokkru leiti. Reyndar kl. 11.01, en þó, á mettíma. Þannig að ég byrjaði daginn í raun í hárþvotti með nýlagaðan latte í annar og The Face í hinni. Dagurinn hefur verið hinn nytsamlegasti, ég hef hringt í alla þá sem ég hef ætlað mér að hringja í, tekið til í fataskápnum mínum, skrifað heilan helling af geisladiskum fyrir Höllu sem er að fara til Svíþjóðar á eftir í eins dæmi og ég var í úti í Egyptarlandi, safnað saman öllu seljanlegu rusli í íbúðinni og svo farið í vinnuna.
Þetta var ótrulegur dagur fyrir mér og þess vegna ætla ég mér slíkt hið sama á morgun. Á morgun ætla ég til læknis í verslunarferð og svo í bílskúrinn okkar að safna saman öllu seljanlegu glingri þar. Ég hvet alla til þess að koma í Kolaportið á laugardaginn og sunnudaginn en þar verður allt seljanlega glingrið til sölu ásamt álíka dóti frá Karól, Döggu og Björt, föt á hreint afbragðsgóðu verði og mörg hundruð árgangar af gömlum J-17, Sugar og Cosmoplitan.

Nana, Selma, Sigga T og Tony eru öll boðin hjartanlega velkomin á linkalistann.

Ég afsaka lélegt blogg og minni aftur á Beneventumlistann.. fleiri að skrifa takk.

miðvikudagur, júlí 09, 2003

Jeremías minn!

Þessi dagur leit út fyrir að verða hinn versti en varð sá besti. Ég svaf nefnilega af mér daginn, ekki var snúið tíma í Ragnheiðarbelti í gær, fór ekki í sund, til læknis, klippingu né hringdi öll þessi hundrað símtöl sem ég þurfti að hringja (Kalli og DereX ekki örvænta, ég var samt að plögga því sem plögga átti fyrir bjórbingóið í dag). Hins vegar varð ég opinber stúdent í dag og hlæ nú miklum hrossahlátri sem ég vona að Jón Hannesson og Lárus Rektor heyri. Ef ekki þá ætla ég að bjóða þeim hnetu.

Ég hef ákveðið að gjöra eins og Daði nokkur og óska eftir
tillögum á atvinnulista fyrir næsta vetur. Kröfur eru eftirfarandi

- má ekki innihalda mikla stærðfræði. Talning er þó í lagi (t.d. ein humarsúpa, tvær humarsúpur...)
- má ekki vera 2-3 af ógreindum vikudögum, þá verð ég í Ljósmyndaskólanum
- a.m.k. 1.140.000 kr á mánuði, eftir skatt (OK, allavega há laun)
- ekki skúringar eða þrif af nokkurri tegnund
- má ekki vera á sama stað og neinn sem ég hef einhvertíman farið bendluð við (t.d. fyrrverandi kærstar og sumarflört)
- má innihalda eftirfarandi; tónlist, börn, listir, samskipti við fólk, framreiðslu, áhættuatriði, kvikmyndagerð, ljósmyndun, ensku-, íslensku eða dönskukunnáttu, skemmtilegt samstarfsfólk, skemmtilega viðskiptavini ef að þeir verða, bækur, listaverk, búa til alvöru kaffi, hreyfingu, skikkanlegan vinnutíma og leiklist

OK, núna ætla ég að fara í fokking sund í fyrramálið.
óver end át
Ragnheiður le student..

P.S. Beneventumlistinn er enn á fullu.. plís sæn

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Af engu

Oh, djöfulsins! Hér í Ragnheiðarbelti hefur allur tími farið í rugl. Ég er allavega alveg rugluð og veit ekki hvað snýr upp né niður. Það er ógjörningur fyrir mig að ná í konu sem ég þarf að ná í því að hún svarar símanum aðeins til níu. Þá er ég nýsofnuð og get ekki vaknað, sökum þess að ég þjáist af lygasvefnsyndromi, útskýri hann hér seinna. Mér hefur heldur ekki tekist að ná í aðra konu því hún svarar aðeins símanum til þrjú, þá er ég að vakna. Svo að sólarhringurinn minn er nú þannig að ég vakna á milli þrjú og fjögur og fer í háttinn á milli sex og sjö. Ég sem hélt að ég lifði sældarlífi, sit nú hér með hausverk og reyni að finna út úr því hvernig ég eigi að vakna fyrir tíu í fyrramálið. Sjáið til, kæru lesendur, eftir frekari rannsóknir á Ragnheiðarbelti hef ég komist að því að heilinn í mér framleiðir efni sem er kallað læimin. Þetta er afar sjalgæft en ég hef þó frengir af því að aðrir þjáist einnig af þessum ógnvekjandi sjúkdómi. Hann lýsir sér þannig að læiminið virka einungis þegar verið að reyna að vekja sjúklingin og stoppar læiminið þá alla rökhugsun í heilanum og fær sjúklingin til þess að trúa að allt sem hann segir sé satt. Óskir verða því að veruleika. Tökum dæmi, sjúklingur er nemandi í ónefndum menntaskóla við Hamrahlíð. Þar er einn kennari á ráðstefnu og þegar sjúklingurinn reynir að vakna um morguninn hugsar hann sem svo; "Ef að allir kennararnir mínir væru á ráðstefnu". Læiminið gerir honum ókleift að greina milli lyga og veruleika og sjúklingurinn trúir því í raun og veru að allir kennararnir hans séu á ráðstefnu. Og af þessum sjúkdóm þjáist ég.

Sigga T er byrjuð að blogga hér og ég linka á hana. Einnig vil ég minna fólk aftur á að skrá sig á Beneventumlistann hér. Jæja.. ég er farin að reyna að hræra í tímanum og snúa honum í rétta átt.. gúdd næt

mánudagur, júlí 07, 2003

Skyndikaffi

Fór í sjóræningjasumarmatarpartý hjá Önnu Pálu á fimmtudaginn. Stal brauði úr vinnunni, fékk góðan ís og keyrði gubbu Uglu heima sem stóð undir nafni með rentu.
Átti fyrsta frídaginn minn í þúsund klukkutíma á föstudaginn og fór að því tilefni út að borða á Tapasbarnum með Karól. Það var frábært, fengum topp 5 þjónustu, góðan afslátt og ókeypis vín. Partý hjá Matthildi var næsti staður og var það einstaklega gaman. Undarlegt samansafn af fólki sem að ég þekki úr öllum áttum og sumir sem ég hef ekki hitt í mörg ár. Ölstofan var næst á lista, enda ávallt góð. Nana dældi bjór á barnum og við drukkum bjór úr undarlegum glösum. Dísa Skísva, Halla Snjalla og ég ákváðum að sinna erindagjörðum á Nelly's en ekkert varð úr því. Tók leigara heim eftir rómantíska sólarupprás við tjörnina, umkringd gæsum að skrifa símanúmerið mitt með maskara.
Vann á laugardaginn. Fólkið var svo gamalt að við vorum tilbúin að hringja á 112 allt kvöldið. Eftir vinnu skemmti ég mér vel á taflborðinu hjá Lækjarbrekku, á Ölstofunni og í göngutúrum um Reykjavík.

Núna bíður Harry Potter og helvítis sundferðin í fyrramálið (nei, ég fór ekki um daginn!). Minni á Beneventumlistann hér að neðan.. skráið ykkur eða hættið að kvarta. Takk góða nótt

sunnudagur, júlí 06, 2003

Hér hefur margt gengið á.. ég blogga um það síðar því að ég er að verða of sein í vinnuna.

MH-ingar takið eftir

Vegna mikils kvart frá utanaðkomandi aðilum hef ég ákveðið að hjálpa Beneventum fólkinu að dreifa hinu margrómaða blaði. Ætlun mín er sú að reyna að anna þeirri eftirspurn sem orðið hefur og minnka vanþakklæti þeirra sem ekki hafa þurft að díla við lélegar prentsmiðjur. Ég bið því þá sem óska eftir blaðinu og eiga rétt á því að fá það, þ.e. nemendafélagsklof og limir (stolið frá Skördí) vorönn 2003, að skilja eftir á kommentinu:

Nafn
Götuheiti Húsnúmer
Sveitafélag
GSM númer

Ég mun reyna mitt besta að verða að óskum ykkar.

Með þökk og vinsemd.
Ragnheiður Sturludóttir

fimmtudagur, júlí 03, 2003

Ég hef ekkert til að blogga um nema vinnunna og ég veit að þið nennið nú ekki að lesa endlaust um hana. Auk þess er ég afskaplega þreytt. Ég ætla samt að segja að samstarfskona mín (formlegheitin í fyrirrúmi) eyddi gríðarlega löngum tíma í að gólfdúka háborð og ég þurfti að halda dúknum allan tímann. Þetta gerði hún ekki vegna þess að hún ætti að fara að vinna í kringum háborðið, ónei! Við höfðum nýlokið samtali um menn í einkennisbúningum og hafði hún lýst fyrir vissum tilfininngum sem hún bar til slökkvuliðsmanna. Seinna um kvöldið komst hún að því að á morgun yrði blaðamannafundum á vegum slökkvuliðsins sem hún átti að gera kláran. Hún var því svona lengi að dúka vegna þess að hún vildi ekki að slökkvuliðsmennirnir myndu sitja við illa dúkað borð. Ég sé nú satt að segja ekki fyrir mér að slökkvuliðsmennirnir sjálfir mæti til þess að halda fundinn og ef svo ólíklega vill til þá trúi ég ekki að þeir mæti í fullum skrúða. Nema þá að um breytingu á búningum sé að ræða (og þá vil ég fá búning eins og átti að vera í Löggulíf)

miðvikudagur, júlí 02, 2003

Duftkappótjínó gössovel

Síðustu 24 tímar í tímatöflu

01.00 - kem heim úr vinunni
04.30 - fer að sofa, var að lesa Harry Potter
08.50 - vakna
10.01- mætt í vinunna
12.08- Valgerður Sverrisdóttir kemur í mat ásamt fleiri plebbum og þau fá sér fisk dags (steinbít í flannel sósu) og espressó
13.26- þrátt fyrir rólegt hádegi svitna ég vegna vinnu á við þrjá. Hinir tveir á vaktinni nenna nefnilega ekki að vinna og skipa mér fyrir í gríð og erg
16.14- 24.000 túrsitar búnir að biðja um að fá að nota klósettið
18.02- er skömmuð af yfirþjóninum fyrir að vera ekki búin að gera það sem hann sagði mér að gera vegna þess að ég var að gera eitthvað annað sem hann sagði mér að gera strax og á nú að fara að gera eitthvað annað. Ég kalla manninn hrokafullan og og hóta gafflinum aftur.
18.22- hrokagikkurinn hefur séð rangstöðu sína, gefur mér baknudd og tínir til brauð og dipp fyrir mig og býður sem sáttagjöf
19.07- hef nú þjónað 10 finnum í nokkurn tíma. Þeir eru allir illa lyktandi, 4/5 eru feitir og 1/5 virðast vera af Kleppi. Þessi feitu líta út eins og svín (aðallega vegna mikillar undirhöku) og mér lítur eins og svínahriði
19.54- fæ átta eina krónur í tipps og á erfitt með að fá mig til að setja þær í staffasjóðbaukinn. Heiti því að eyða ekki öllu í einu
22.09- mikið af kærustupörum að ganga í gengum lífsins ljúfu stundir á Lækjarbrekku og mér til mikillar mæðu er mér skipað að vera uppi á bar þar sem turtildúfurnar kúra með rauðvín eða kakó í sófunum. Sker mikið að sítrónum þó að ég viti að þær muni skemmast
23.48- norðamennirnir fara og tippsa helling. Heja Norge!
00.12- sker mig á flösku, eyðilegg glænýjar 1500 kr. sokkarbuxur (þar fór tippsið!) og mikið blæðir. Uppvaskaranum er sá eina sem stendur á sama.
00.16- er sett í að búa til latte handa staffi vegna titilsins "kaffimeistari Brekkunnar" en hef nýlokið við að þrífa vélina og helli af slysni brennheitu vatni yfir puttann á mér
00.17- er farin að halda að þetta sé ekki minn dagur
00.56- búin að stipla mig út, fæ mér kvöldmat, fulla skál að Lucky Charms og nýmjólk.
02.20- er að fara að lesa Harry Potter