Andvaka síðustu nótt
4.30 Eftir þrjá tíma hringir vekjaraklukkan svo að ég geti haldið áfram að læra stærfræði. Ég sit og skoða sníðablöð og velti því fyrir mér hvort að ég vilji vera í dressi með "Amsterdamkeim" á útskriftinni.
5.00 Amsterdamdressið er off. Í huganum er ég að keppa í fyrsta borðinu í Súper Maríó Bros 1.
5.30 Tveir tímar í klukkuna. Hef hafið lestur á bókinni "Truly Tasteless Jokes". Dæmi: Læknir tilkynnir nýbökuðum föður að barnið hans hafi fæðst án fóta og handleggja. "Það er allt í lagi, mér skilst að það gerist kraftaverk í gervilimabransanum í dag" segir faðirinn. "Tja, það er ekki allt" segir læknirinn "barnið er ekki með neinn líkama". "Já, mér er alveg sama. Við hljótum að geta gert það hamingjusamt." segir faðirinn. Læknirinn heldur áfram "Ja sjáðu til, barnið þitt er í raun bara eitt stórt eyra" "Ég og konan mínum gerum það besta úr því. Tónlist og fleira hlýtur að geta glatt það" segir faðirinn. "Já," segir læknirinn "það væri hægt ef að það væri ekki líka heyrnalaust".
6.00 Búin að vinna Súper Maríó Bros 1 fjórum sinnum, án þess að svindla.
11.00 Fokk sjitt fokk sjitt fokk sjitt! Tveir tímar í próf! Helvítis vekjaraklukka!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli