Fussum svei
Ég var að koma af kaffihúsi með Skjenstadkonunni (s.s. kvk tvíbbanum ef að þið náið þessu ekki). Þar ræddum við aðallega um asnaleg nöfn og komumst að þeirri niðurstöðu að það væri asnalegt að það væri hægt að heita Sóley Erla, eða Blóm Fugl en ekki Sóley Ýsa, eða Blóm Fiskur. Og ég hitti hann Alla frænda í dag. Þegar laugardagskvöldið bar á góma þá fór hann að tala um rauðvínsblett í skyrtunni sinni sem hann myndi ekki hvaðan kom. Ég horfði áhugaverðum augum á tærnar á mér á meðan ég útskýrði fyrir honum öll herlegheitin og hann fyrirgaf mér strax. Ég leita hér með að Sigga..
Þakka fólki afmæliskveðjurnar. Vona að allir séu uppteknir af því að vinna Egóbústið (sjá hér neðar).
Ég er að taka þátt í einhverri rannsókn (eins og fleiri ungar stúlkur á mínu reki hér í bæ). Í dag ákvað ég hins vegar að mig langaði ekki að vera í rannsókninni lengur (ástæður verða óútskýrðar vegna þess að karlmenn myndu vorkenna konum svo agalega fyrir að þurfa vera konur, konur myndi fara að gráta við lesturinn, auk þess sem það væri ósiðsamlegt að birta það hér). Ég hringdi niður eftir og sagði "Ég vil hætta í rannsókninni". Konan bað um ástæðu en ég hafði nú kynnt mér rétt minn og tilkynnti henni að ég þyrfti ekki að gefa upp ástæðu. Þá gaf hún mér samband við aðra konu sem var með súkkulaðirödd og sagði að hún væri leið að ég vildi hætta í rannsókninni. Og hún reyndi að ginna mig aftur með því að bjóða mér frían bíómiða fyrir tvo, pening og leigubíl á staðinn! Gott tilboð, en ég vildi nú samt hætta í rannsókninni. Á endanum leið mér eins og Chandler og Ross þegar þeir ætla að hætta í líkamsræktinni og enda með sameiginlegan bankareikning. Fussumsvei! Ósvífnin í fólki!
P.S. niðurteljarinn er enn bilaður en þið getið reiknað þetta út ef að ég átti afmæli 25. maí
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli