föstudagur, maí 09, 2003

Að vera fátækur

Ég á 33.4 kr inn á bankareinkning (sorrý Kalli að ég laug um 13 krónurnar). Það er síður en svo eins slæmt og ég hélt það myndi vera. Ég var viss um að ég myndi ráfa um með ónýtan hatt, í rónaúlpu og stórum gallabuxum og betla pening. Ég á reyndar hvorki rónaúlpu og gallabuxur né pening fyrir því svo að ég varð að láta þann draum fjúka. Ég hef ákveðið að deila fátækrarviskunni með ykkur, kæru lesendur, en bendi þó á að í mörgum tilfellum þarf maður að vera fátækur námsmaður í heimahúsum, eða eiga akkúrat fyrir leigu, mat, tölvu og ADSL tengingu. Ég hef lært að...
... það er gott að eiga sína eigin esspressóvél.
... það er betra að leigja gamlar spólur. La Vita é Bella er t.d. miklu betri en Sweet Home Alabama og ódýrari.
... í mörgum sjoppum er nammi á 50% afslætti á laugardögum.
... það er ódýrt (og ólöglegt) að ná í lögin sem maður vill eiga á netinu. Hér er t.d. mikið að (ó)löglegum forritum til þess að stunda þessa iðju.
... það er betra að eyða 260 kr. í kaffi á kaffihúsi og skoða þar nýjustu blöðin í stað þess að eyða 50.000 kr. í að kaupa þau öll.
... það borgar sig að safna klinki, líka 1 kr.
... það er gott að eiga vini sem bjóða manni á kaffihús.
... það er gaman að eiga vini sem eiga heitan pott.
... það borgar sig að taka miða á Subway, ef maður á pening til þess að versla þar.
... á netinu má finna ýmsar síður til að gleðja augað, ljósmyndasíður, hönnunarsíður og skósíður.

Ég hef linkað á Mary Ellen Mark hér til hliðar og skammast mín fyrir að hafa ekki gert það fyrr. Mary Ellen Mark er uppáhalds- og jafnframt átrúnaðarljósmyndarinn minn. Hún er ótrúlegur ljósmyndari. Ástarþakkir og hundrað kossa fær Svanhvít fyrir bókina.

Egóbústið
Mig langar í...
    ... myndina af litla stráknum þar sem maður trúir því að hann labbi út úr myndinni eða blikki mann.
    ... einhverja aðra mynd eftir Mary Ellen Mark
    ... allar bækur eftir Mary Ellen Mark, þ.á.m. A Cry for Help
    ... Mary Ellen Mark

0 ummæli: