fimmtudagur, júlí 28, 2005

Djöfullinn
(Þið verið að fyrirgefa. Ég má ekki blóta í vinnunni svo að ég fæ útrás hér)

Mig langar sjúklega til að fara á alþjóðlegu jugglehátíðina 2006. Þarf þá reyndar að fórna öllu öðru sem ég er að gera í lífinu almennt (væntanlega þar meðtalið að borða og sofa) og finna mér juggle partner. Sá þetta vídjó hér (sem er stórt og ekki innlent svo að ég myndi ekki ná í það nema þið tímið). Djísös... þetta er bara kreisíness in þö breinhás. Annars hef ég bara verið í vatnslag, spurningakeppni og Capture the flag í vinnunni. Ógeðskeppni á morgun. Og svo Innipúkinn. Og svo smánunarútilegan 2005. Ekki slæmt það.

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Gullið ljós

Hér á Valhúsahæðinni er nú lesið í bolla og spil til að ráða framtíð heimasætunnar á neðri hæð númer þrjátíuogþrjú. Á hún að breyta algerlega um lífstíl? Á hnátan að taka upp nýtt mataræði, nýjan klæðaburð og nýtt útlit? Og hvað skal gera með samferðafólk stúlkunnar? Skal því skipt út með öllu?

laugardagur, júlí 23, 2005

Lífslisti
Listinn er bein tilvitun í Tískubókina sem gefin var út árið 1963.

------------------

Atriði sem yður eru ef til vill ekki ljós, og þó má það vera en þau blasi áreiðanlega við áhorfandanum

MÖGULEIGUR KOSTIR
- Góðlegt svipmót
- Festulegur svipur
- Ástúðlegt bros
- Eðlilegt trúnaðartraust
- Heillandi persónuleiki
- Rólyndi, látleysi, eða jafnvægi í fasi
- Ávallt stundís
- Geðþekk rödd og hlátur
- Almenn snyrtimennska
- Smekkur klæðaburður
- Fallegt andlit
- Góður líkamsvöxtur
- Reisn
- Geðfelldur, eðlilegur litarháttur
- Fögur húð
- Gott hár og háralg
- Vel gerðir fætur og ökklar
- Góðar hendur og fagrar neglur
- Ábyrg í fjármálum
- Góður skipuleggjandi
- Heilbrigð afstaða til lífsins almenn, einkum gagnvart erfiðleikum


MÖGULEIGIR VANKANTAR
- Drýldið eða fráhrindandi svipmót
- Flausturssvipur
- Of hátíðlegt eða alvarlegt útlit
- Hroki
- Fráhrindandi persónuleiki
- Fálmkennt fas, eirðarleysi eða fjas
- Alltaf óstundvís
- Óþolandi rödd eða hlátur (eða ennþá verra, fliss)
- Hirðuleysi
- Algjört smekkleysi í klæðnaði
- Sviplaust andlit
- Óheppilegur vöxtur
- Óburðug, hokin staða
- Ógeðfelldur, meðfæddur litarháttur
- Óhrein húð
- Strítt hár og erfitt háralag
- Stórir fætur og sverir ökklar
- Stórar hendur og lélegar neglur
- Eyðslukló
- Engin "lífsstefna", þumbari, slæpingi

Sannleikurnn er sá. að þér munuð komast að raun um, að sjálfsskoðun í samræmi við þessar línur er mjög lærdómsrík meira að segja svo, að þótt þér læsuð ekki lengra, mundi prófið hafa ótrúleg bætandi áhrif á yður.

------------------

Spurning um að taka þennan lista sér til fyrirmyndar í daglegu lífi, sérstaklega feitletruðu atriðin...

mánudagur, júlí 04, 2005

Skeð og heyrt í vinnunni

Scenario no. 1 - Eymundsson
Á sunndaginn kom róni inn í bókabúð, gekk upp að mér og spurði hátt og skýrt "Heyrðu, áttu ekki Penthouse". Ég, af einhverjum óútskýranlegum ástæðum, fór í algjöra kleinu og þóttist halda að Penthouse væri tölvublað. Eftir að ég hafði viðurkennt fyrir sjálfri mér að ég vissi vel að Penthouse væri klámblað sem og komist að því að það væri uppselt spurði maðurinn "En hvar geymiru eiginlega þessi blöð eins og Penthouse, Playboy og sonna?". Ég benti ræfilslega á dónablöðin og dreif mig á hinn enda blaðarekkans, aðallega vegna áfengisfnyksins sem lagði af manninum. Og þá kallar róni gamla til mín "Heyrðu væna, áttu ekki fleiri klámblöð en þetta?". Allar gömlu konurnar sem stóðu að skoða Allers og Se og Hørt hurfu mjög skyndilega út úr búðinni.

Scenario no. 2 - Eymundsson
Karl: "Heyrðu, hvar finn ég svona sellófanlím"
Ragnheiður: "Sellófanlím?"
Karl: "Já, svona sellófanlím"
Ragnheiður: "Sérstakt lím til að líma sellófan?"
Karl: "Nei, þetta er svona glært og mjótt með lími á svona rúllu"
Ragnheiður: "Öööö.. límband?"
Karl: "Já, einmitt"

Scenario no. 3 - Leikjarnámskeið
Krakki eitt: "Sko, mig dreymdi þig í nótt og þá varstu búin að aflita hárið þitt. Mér finnst það samt flottast svona brúnt"
Ragnheiður: "Já, en í alvörunni þá er ég með skollitað hár"
Krakki tvö:" "Ha? Í alvöru? Ég hélt að þú værir með hárkollu"