mánudagur, maí 19, 2003

Júróvisjón

Dyggir lesendur, og þeir sem mig þekkja vel, vita að ég er forfallinn Júróvisjónaðdáandi. Ég kann lögin frá Eistlandi 1996, Danmörk 1997, Kýpur 1998, man hvernig fötum flestir hafa verið í frá 1998 og svo gæti ég lengi talið. Ég ætlaði mér að halda hér uppi Júróbloggi, þ.e. blogga um hverja kynningu, en ákvað að það myndi ekki falla í ljúfan löð. Ég get þó ekki hamið mig að tala um hitt og þetta þar sem Júróvisjón nálgast sem óð fluga.

- Öll lögin eru brekst íbíza rippoffpopp. Birgitta er ekki jafnslæm og áður leit út fyrir.
- Tyrklandi er á mörgum stöðum spáð sigri, enda ekki undarlegt þar sem myndbandið þeirra skartar semi-erótískum myndum af hálfnöktum stelpum í einhverskonar baðhúsi.
- Grikkland er líka ofarlega á spádómslistum. Aumingja konan fór í korselettið öfugt og ákvað greinilega að taka Charlotte Nilson á þetta eftir að hún sá hvernig frú.Nilson vann Selmu okkar með því að vera meira máluð, í þrengri fötum og wonderbra.
- Þýskaland á án efa hamingjusamasta lagið í ár, Austurríki (eins og Nanna, Dagga og Dr. Gunni hafa bent á) undarlegasta lagið og Úkraína hetjutenórinn og asnalegasta myndbandið. Ég dó þegar maðurinn fór að syngja í hárblásarann sem var í gangi
- Afhverju þurfa Austur-Evrópu löndin alltaf að syngja á "Bradislava tjo kjo brusinuvi uji tuji" tungumálunum sínum? Kannski vilja þau bara alls ekkert vinna. Þetta er þó skemmtileg tilbreyting, eins og þegar rússneska sveitin Mumin Troll tók þátt árið 2001 og hélt því fram að textinn væri á ensku þó að hann hljómaði eins og köttur að reyna að leika hænu.
- Portúgalar (og söngkonan galar svo sannarlega) ætluðu að hafa undankeppnina veglega í ár, hringsvið sem hreyfðist. Það var ekki alveg jafn veglegt að sjá kallana sem unnu við það að hreyfa sviðið fram og til baka, skríða meðfram sviðinu og ýta því.
- Ég held að breski kk söngvarinn sé hommi.

Egóbústið
Mig langar í...
    ... sólgleraugu eins og VV í The Kills var með á myndinni sem fylgdi greininni um þau í Mogganum um daginn. Ég er búin að leita út um allt að svona mynd og missti bloggið nokkrum sinnum út svo að þið verðið bara að standa ykkur (hint: svona gleraugu fást í gleraugnabúðinni við hliðina á blómabúðinni í Kringlunni).
    ... sól og blíðu í allt sumar.
    ... einthvað sem er ekki neitt og er gjörsamlega ónothæft

0 ummæli: