laugardagur, október 28, 2006

Leikrit - sönn saga
Persónur og leikendur

Hann


HúnUm borð í flugvél

Hann: "Hvað heitiru?"
Hún: "Ég heiti Maísól"
Hann: "Vá, en fallegt"
Hún: "Takk!"
Hann: Skemmtiru þér vel á Ariwaves?
Hún: "Já, mjög vel! En þú?"
Hann: "Mjög vel. Þetta er ótrúlega skemmtileg hátíð. Þið Íslendingar eruð alveg magnaðir. Hefur farið oft áður?"
Hún: "Já, þetta var fimmta skiptið sem ég fer"
Hann "Er það? Frábært. Hvað fannst þér skemmtilegast í ár?"
Hún: "Laugardagskvöldið á Þjóðleikhúskjallarnum. Patrick Watson, Hjaltalín og Jens Lekman. Hann var alveg ótrúlegur"
Hann: "Já, hann er rosalega klár"
Hún: "Já ég var orðlaus, Ég var því miður ekki komin þegar þú varst að spila, en ég sá þig Í Kaupmannahöfn um daginn. Það var æðislegt. Mér finnst tónlistin þín alveg stórkostleg"
Hann "Finnst þér það? Takk fyrir það"
Hún: "Jæja, þá erum við lent. Takk fyrir spjallið"
Hann: "Já, sömuleiðis. Við sjáumst"
Hún: hugsar "Haha.. einmitt!"

mánudagur, október 23, 2006

Hugsanir um hið margbrotna líf
Þetta kemur frá hjartanu.

Ég kom heim á fimmtudaginn til þess að kveðja afa minn, sem var jarðaður í dag. Heimsóknin var súrsæt. Það var gott að koma heim en tilefnið var skiljanlega erfitt. Ég fékk miða á Airwaves sem gerði það að verkum að ég hitti vini mína sem koma mér sífellt á óvart með því að vera skemmtilegri, hæfileikaríkar, yndislegri, fallegri og betri en mig minnti. Ég hitti foreldra mína sem eru stórfenglegasta fólk sem ég þekki og fylla mig stolti.

Þegar haustsólin skein inn um kirkjugluggana, lék við liljurnar hans afa og kvaddi hann þar með í síðasta sinn áttaði ég mig á því hvað ég er heppin. Ég stend á tímamótum. Ég er þakklát, einlæg og auðmjúk gangvart lífinu. Í kringum mig er einungis fólk sem mér þykir svo vænt um. Fólk sem hefur gefið mér og kennt mér svo margt og átt hlut í því að gera mig að þeirri manneksju sem ég er. Ég er uppfull af ást og elska svo marga og svo margt. Ég er stolt af mér fyrir að fylgja hjartanu og láta drauma mína rætast. Það er ég sem set reglurnar héðan af. Ég ætla að njóta lífsins, til þess er það. Ég vona að þið gerið það með mér.

Þúsundfaldar þakkir til ykkra sem vitið öll hver þið eruð. Þið skiptið mig máli. Miklu máli. Takk og takk.

miðvikudagur, október 11, 2006

Hér eru nokkrir random puntkar sem þurfa að koma fram:
(Það er voðalega gott að vera random)

- Ég er örlítið stressuð fyrst að engum fannst merkilegt að það sé dvergur með mér í skólanum. Ætli ég sé svona fáránlega fordómafull? En dvergurinn er allavega yndislegur og mun ég því eftirleiðis aldrei kalla hana annað en Sigrid. En hún heitir það jú einmitt.

- Ég held að kaldhæðni örlaganna sé ef að maður verður fyrir sjúkrabíl. Hentugt? Já, en afskaplega kaldhæðnislegt.

- Vill einhver senda mér diskinn Séð og heyrt með Pálma Gunnarssyni? Takk.

- Síðasta laugardag var skólapartý. Við þremenningasambandið slógum í gegn enda er bara grín hvað við erum fáránlega fabjúlöss og skemmtilegar.

- Ég er byrjuð í Íslendingakórnum Stöku. Af því tilefni vorum við Lóla að sjá um vöffluboð í Jónshúsi síðasta sunnudag. Ég held að það sé hápunktur Íslendingasamfélagsins í Kóngsins. Nei, hápunkturinn er reyndar að spila reglulega félagsvist í Jónshúsi, þar sem "fyrsti vinningur er glæsilegur, flugmiði fyrir 2, fram og til baka, heim til Íslands!"

- Lífið er glorious, að vanda, hér í Kóngsins

föstudagur, október 06, 2006

Take me to the circus

Ég er alveg sjúk í að vera lasin hérna í Kóngsins. Ég er venjulega aldrei lasin en núna er ég búin að fá flensu og sit í þessum skrifuðu orðum heim með magapínu. Það er s.s. ekkert til þess að væla yfir enda er komið haust í Kóngsins og úti er rigning og rok. Það er ömurlegt veður til þess að hjóla í, eins og gefur að skilja. Enn fremur þýðir að hérna heima er ekki mjög hlýtt. Ég þarf svo nauðsynlega að komast að því hvenær á að setja hitann aftur á hérna á Howitzvej. Við erum farnar að sofa í meiri fötum en venjulegt er og skjálfa eins og hríslur á morgnanna sem óhjákvæmilega leiðir til þess að enginn vill fram úr og allir verða seinir. Ég þarf líka nauðsynlega að komast að því hvenær á að skipta yfir í vetrartíma, þ.e. hvaða dag klukkan verður tvisvar 18 eða 17. Ég vil ekki gera eins og Karól og Alma sem misstu af vetrartímanum eitt árið og eyddu þessum aukaklukkutíma í að bíða eftir gestum í vöffluboð. Þær ætluðu sér reyndar að geyma þennan klukkutíma og nota hann seinna þegar þær þyrftu á honum að halda.

En aðeins af skólanum. Skólastjórinn heitir Ole. Hann er líka aðalkennarinn okkar, svona nokkurs konar maestro. Ole er eitthvað um 65 ára. Hann gerir lítið annað en að standa á haus, taka afturábak kollhnís í handstöðu, lyfta fólki upp í flugvél og láta það sitja á uppréttum fótunum sínum og ýmsar aðrar listir sem að maður býst ekki við að 65 ára maður fari léttilega með. Enn fremur fer hann svo létt með þetta að á meðan hann tekur afturábak kollhnís í handstöðu þá er hann rólega að útskýra hvernig er tænkilega best fyrir okkur að gera slíkt hið sama. Hann er örugglega skemmtilegast afi sem hægt er að eiga og afskaplega góður kennari.

Í þessari viku byrjuðu krakkarnir á öðru ári. Á öðru ári eru stórkostlegir karakterar. Þó eru reyndar tveir sem standa uppúr. Fyrst er það Braoulio sem er stórkostlega flaming gay. Hann er frá Portúgal, svartur, ca. 190 cm. og yndislega dramatískur. Fátt hef ég séð betra en hann dansa, gjörsamlega flaaaaming. Um daginn vorum við tvö að vinna saman í akróbatík. Hann lenti eitthvað vitlaust á mér þegar ég ætlaði að kasta honum í flugvél og ég held að ég hafi tímabundið gelt hann. Þar upphóft eitt besta dramakast sem ég hef séð. Braoulio var langt í frá reiður út í mig en bara afskapalega "traumatized" eftir atvikið, skiljanlega. "Maybe I should go pee and see if it works?" "Oh my God, everything went black, or maybe white I don't know. I just thought I was going to die" "I am OK now, but I don't think my babies will not be OK"
Braoulio býr með tveimur öðrum krökkum í skólanum, Ernesto og Sigrid. Ernesto er frá Brasilíu, líka eitthvað um 190 cm, sjúklega góður í fimleikum og e.t.v. líka gay (það er óljóst enn). Sigrid hinsvegar er frá Svíþjóð, ljóshærð og bláeygð, alltaf hlægjandi og brosandi, afskaplega yndæl og eitthvað um 90 - 100 cm. á hæð. Já gott fólk, tveir hávaxnir menn og dvergur! Dvergur í sérstökum dvergaskóm og á sérstöku dvergahjóli! Það gerist vart betra.

P.S. Ég var á nærfötunum í Fréttablaðinu síðasta þriðjudag, fyrir þá sem hafa áhuga. Frekar töff.

mánudagur, október 02, 2006

Ég stefni á ógnarhraða í átt að heimsfrægð. Allavega svona næstu dagana..