miðvikudagur, júní 30, 2004

Eesti

Hallo bornin god. Eg se ad bref okkar Tyrfings hefur algerlega fokkat upp. Tetta atti ad birtast sem ein heild en vard ad einni kassu. Verdlaun fyrir tann sem getur fundid ut ur tvi hvernig tad a ad hljoma venjulega.

Annars gengur allt vel. Vid erum voda saet og god og skemmtileg. Sungum afskaplega fallega a tonleikum i gaer. Folk for ad grata og allur pakkinn. Flugurnar elska mig og eitrud padda beit okkur Vedisi svo vid holtrum nu eins og gamlar kellingar. Lappirnar eru svo vel bolgnar ad jeg kemst ekki i mina eigin sko. Einnig lit jeg ut fyrir ad hafa verid krossfest. Tad er samt bara skemmtilegt.

Bless
Ragnheidur hin frelsada.

sunnudagur, júní 27, 2004

i betra ad sofa a golfinu eda ekkert heldur en i tessum pyntingarbekkjum. 2 eru nu tegar latnir af völdum sykinga. Voru badir to mistækir og illalyktandi?

SMS blog sent by Ragga Plögg
Powered by Hex Blogphone
i "sturtunum" er okkur er ætlad ad nota og éta ur klosettunum. Fotasveppagroska er svo blomleg ad klædast tarf skom ef oskast er eftir tvi ad bada sig. T?

SMS blog sent by Ragga Plögg
Powered by Hex Blogphone
ess er to varla oskandi tvi spurning er hvort hreinleiki sé nokkur eftir laugun. Rumin eru eitt af tvi fyrsta sem Lenin fjarfesti i a sinum tima og er tv?

SMS blog sent by Ragga Plögg
Powered by Hex Blogphone
. Vid bidjum ykkur tvi ad bjarga okkur ur naudum. Vid erum reyndar ekki tilbuin ad fara heim strax tar sem gledin er i hamarki. Ragnheidur og Tyrfingur@

SMS blog sent by Ragga Plögg
Powered by Hex Blogphone
m tau hyrast i er nidurnytt kommabæli i utjadri Tartu. Edlur skrida um hlandskalinu og setur eru fjarrverandi. Silfurskottur og rottur bada sig daglega ?

SMS blog sent by Ragga Plögg
Powered by Hex Blogphone
Agæta heilbridiseftirlitid. Undirritud liggja nu fyrir dauda sinum tar sem tau hafa verid fangelsud af oenskumælandi og illalyktandi eistum. Fangelsid seü

SMS blog sent by Ragga Plögg
Powered by Hex Blogphone

föstudagur, júní 25, 2004

Leikur, ljóð og lífsgleði
Þetta er sko vinnuheiti á aunglingabók sem að ég ætla að gefa út

Mér finnst svo asnalegt að fólk fari ekki í leiki í bílunum sínum. Finni t.d. risastórt tún og fari í "Keyra í skarðið", "Stórbílaleik" eða "Dimalamm". Það væri líka magnað að fara í þrautakóng á bílnum sínum. Ég ætla að finna upp eitthvað system svo hægt sé að klukka án þess að skemma bílinn. Mér finnst þetta í alvöru heví góð hugmynd.

En að öðru málefni sem mikið hefur verið bloggað um (sjá t.d. [1], [2], [3], [4], [5]
Eftir þrjá og hálfan tíma mun ég væntanlega standa á plani Menntaskólanns við Hamrahlíð og syngja "Hver á sér fegra föðurland" eða álíka ættjarðarlag ef allt fer eftir óskum. Tveimur og hálfum tíma seinna mun ég vonandi rölta á milli sætaraða í flugvélinni og biðja kórfélga að krota yfir litla setningu í Iceland Review ("In Iceland, tipsing is included in the service"). Og síðan nokkrum tímum seinna verð ég kannski gubbandi á einhverjum báti. Það þykir mér reyndar ólíklegt þar sem ég hef aldrei verið sjóveik. Og ég er ekki búin að pakka og er að klára að vinna í verkefni sem ég verð að skila af mér á morgun. Djöfull verð ég hress maður!

Allavega, ætla að semja ljóð eins og síðast, þegar ég fór til Filippseyja

Er Ragnheiður sjálf hóf að vera
tuttuguogeins vetra gömul
Tösku hún þurfti að bera
samt ó svo ung og fögur.

Hún var dóttir Steinunnar
er var dóttir Bjarnheiðar
við snúum okkur aftur til Ragnheiðar
er horfir nú á flugvélar.

Hallelúja, hallelúja, hallelúja
Eistland here we come
Og aðeins fyrir Skúla
með eina flösku af romm

Bless bless

mánudagur, júní 21, 2004

Frekar lélegt partýblogg

Já, frekar gott kvöld í gær. Það var mikið dansað og ég fullyrði að vafalaust þónokkrir sáu upp undir pilsið mitt sökum þess að það lyftist mjög hátt þegar ég sný mér í hringi. Og ég var svona aðallega að snúa mér í hringi á dansgólfinu. Altarnir rústuðu öllum atriðum liðins árs. Það fullyrði ég. Þar með eru þær komnar í þriðja sæti yfir bestu atriði kórgöngu minnar. Listinn er svo hljóðandi:

3. sæti Altar í kórpatýi hjá Tobba
2. sæti Altar í kórpartýi hjá mér 2002 "Ég er masókisti"
1. sæti Sópranar á árshátíð 2003 (s.s vidjóið)

Mér er sama þó að einhver sé ekki sammála, þetta finnst mér. En engu að síður, gott partý. Trúnópakkinn var tekinn með trompi með hinum og þessum aðillum. Ég og Kári æfðum harmónikkusporin, ég og Guðmundur Einar erum vinir og Sigurður Unnar leyfði mér að reykja eplatóbakið sitt sem lét mig næstum því fara að gráta (á góðan hátt). Og þó að partýið hafi verið gott þá var það líka á tíðum frekar fokkt. T.d. þegar Leifur kallaði mig "Helvítis druslu" af engri ástæðu, þegar Maggi og Gummi Hola fóru að slást í garðinum (hver slæst eiginlega við Magga?) og þegar ég sagði hálfvitalega hluti við vitlausa aðila. En skemmtilegt partý, skemmtilegir fullir tvíburar (og nóg af þeim) og skemmtilegt að mæta í vinnuna þremur tímum eftir að ég fór heim. Bless

laugardagur, júní 19, 2004

Djöfull er ömurlegt að vera í svona langri fýlu. Sérstaklega vegna þess að ég er að reyna að vera ekki í fýlu. Það gengur misvel, en ég reyni þó að hugsa um hluti eins og Eistland, T in the Park og framandi útlandaferðir á komandi ári (sem er reyndar frekar langt í). Allavega.. ég ætla að fara að vera áfram í fýlu. Bless.

föstudagur, júní 18, 2004

Sautjándi júní

Ég átti bara þó nokkuð skemmtilegan sautjánda júní. Venjulega á ég öngvan sautjánda júní sökum þess að ég vinn allan daginn. En í dag vann ég bara frá tvö til átta og þá mátti ég bara fara. Það fannst mér gaman. Til þess að bæta upp fyrir síðustu fjóra sautjánda júní þá fékk ég mér tvisvar kandíflos og eitt snuð. Reyndar fannst mér og BjörgU snuðin ekki svo saklaus líkt og þau voru í gamla daga. Okkur hlotnaðist líka gasblaðra ókeypis. Íþróttafélagið Valur gaf okkur hana og vildi endilega að hún héti Valur (gasblaðran sko, sem var í líki gíraffa). En við vorum svo móðgaðar að Valur hefði stolið öllum dósunum okkar að við skírðum gíraffan Hamma (sem er stytting á Hamrahlíðarkórinn). En það var pottþétt tvennt sem var skemmtilegast..
Glymskrattarnir voru alveg ógeðslega rosalega viðbjóðslega skemmtilegir. Ég tel að hér sé komin arftaki Hrekkjusvínanna og þessháttar hljómsveita. Og þannig hljómsveitir þykja mér gífurlega skemmtilegar. Og það er svo auðvelt að dilla sér með tónlistinni og brosa og hlægja. Auk þess er allt fólkið í hljómsveitinni svo fallegt og hæfileikaríkt. Þau eru dæmd til frægðar.
Harmónikkuballið í Ráðhúsinu var ákaflega góð skemmtun. Þangað fór ég í fylgd með góðu fólki (Guðmundur Einar meðtalinn). Ég og Kári, Björg (sem var þá í þjóðbúning) og Tyrfingur tókum m.a.s. sporið. Fyrst ætluðum við reyndar ekki að þora út á gólf vegna þess að við héldum að einhverskanr sjóv væri í gangi. Svo reyndist ekki vera. En við vorum auðvitað rosalega góð að dansa, svo góð að allt hitt fólkið var alltaf að rekast utan í okkur (ekki öfugt sko) og reyna að bola okkur út af dansgólfinu. Ég og Kári vorum reyndar alveg rosaleg, þó ég segi sjálf frá. Fólk stóð alveg agndofa..

Ég hlakka satt að segja til þess að fara í þjóðbúninginn minn á morgunn. Hann er afskaplega fagur. Og nú ætla ég að sofa. Bless

miðvikudagur, júní 16, 2004

Ég er í fýlu

Það virðist sem ekkert geti læknað hana því að ég er m.a.s. búin að kaupa mér skó og það virkaði ekki. Kannski þarf ég að kaupa mér annað par af skóm.

þriðjudagur, júní 15, 2004

Vinnublogg

Ég er búin að vera afskaplega dugleg í dag. Ég fór í leikfimi með mömmu minni í morgun. Það var hressandi en leiðinlegt vegna þess að þetta var pallatími. Ég skil þetta bara ekki "Og mambó stelpur!" "Jeij! 16, 15, 14..." "Og þrefalt hné!" "Jeij 16, 15, 14..." "Er þríhöfðin farinn að taka á?" "Já" "Ha! Þá gerið þið milljón æfingar í viðbót!"
Og ég er manneskjan sem er alltaf að hoppa út um allt á pallinum og gera eitthvað allt annað. Og allir hinir hlægja að mér..

En þetta er víst vinnublogg. Í vinnunni í dag gerði ég.. ósköp lítið. Við pældum aðallega í hvaða strákur væru sætir. Þeir voru:
... garðyrkjumaðurinn sem er að laga öll beðinn í kringum húsið. Stelpurnar voru víst að spá í að rífa upp öll blómin sem hann hafði plantað svo að hann þyrfti að vera lengur
... gaur sem vinnur líka í portinu. Hann var ekki sætur í fyrra
... útlendingur sem kom einn út að borða. Hann fékk súpu með rjóma, rjóminn var í laginu eins og hjarta.

En því miður reyndi enginn þeirra við okkur. Sá eini sem gerði það í allt kvöld var rúmlega níðræður gamall ljótur kall sem var í fylgd með 16 blindfullum Japönum. Það hljómar skemmtilega, en er það ekki. Eftir rúmlega 0.05 af brennivínsskoti var kallinn farinn að teygja sig í okkur, blikka ákaft og kalla okkur hinum og þessum misskemmtilegum nöfnum. Á einhvern undraverðan hátt tókst honum að toga samstarfskonu mína í kjöltu sér og klípa í brjóstið á henni (já, ef þið eruð rugluð, þetta gerðist í vköld, á mánudagskvöldi). Þegar ég fór voru Japarnir búnir að smyrja hann allan í framan með ís..

Já, fólk er ekki alltaf dannað..

laugardagur, júní 12, 2004

Númer 300

Þessi póstur er númer 300. Það þýðir að 300 sinnum hef ég talið mig hafa eitthvað mikilvægt að segja. Ólíkt Guðmundi nokkrum Einari (tenór fyrir þá sem enn ekki kveikja) hef ég þó í nokkur skipti haft eitthvað mikilvægt að segja.

Annars hef ég nokkuð mikilvægt að tilkynna hér á blogginu.

Ég hef lokið þriðja stigi á slagverk. Ég fékk 10 á fyrstu tveimur stigsprófunum mínum og 9 á því þriðja. Ég var mjög góð á pákur og trommukennarinn hafði aldrei kennt neinum sem höndlaði burstana jafn vel og ég. Sama hvað hver segir þá hef ég lokið þriðja stigi á slagverk með glæsibrag.

Takk fyrir bless

fimmtudagur, júní 10, 2004

Ég mundi skyndilega eftir listanum sem ég bjó til síðasta sumar. Á honum tók ég fram hinar ýmsu listir sem ég ætlaði að vera búin að fullkomna að ári liðnu. Listinn er svo hljóðandi:

Margvíslegar ólærðar listir

Að ári liðnu ætla ég að geta...
... jugglað með 4-5 boltum
... gengið á stultum
... gengið á höndum
... tekið ofurstökksnúning í loftinu þar sem haus fer fyrir neðan lappir
... spúið eldi
... snúið postulíndiski á puttanum
... farið í handahlaup og/eða flikk flakk
... klifrað upp í allt sem mig langar að klifra upp í
... spilað fullkomlega á gítar og norska munnhörpu
... smellt fingrum almennilega
... snúið penna og trommukjuðum fullkomlega um fingur mér
... húllað í a.m.k. 40 min. með húllahring

Segjum sem svo að ég kroti nú yfir þær listir sem ég er búin að fullkomna. Hann lítur svona út (sjá lista hér að ofan). Þessi listi var birtur 20 ágúst 2003. Það er því augljóst að sumarið fram undan mun verða undirlagt löngu og ströngu æfingarferli. Sérstaklega í ljósi þess að:

a) ég á bara 3 juggle bolta
b) ég á ekki stultur
c) fólkið sem ætlar að kenna mér að spúa eldi er í Noregi
d) ég á ekki postulínsdisk
e) ég hef fátt að klifra upp í
f) norksa munnharpan mín er týnd
g) trommukjuðarnir mínir eru týndir
h) ég á ekki húllahring

Annars er ég að vinna að listanum sem ég ætla að fullkomna í sumar. Fyrst er ég að búa til boðskort í barnaafmælið mitt (ég neita að vera gömul). Og að lokum hef ég búið til nýtt myndaalbúm. Myndaalbúmið er tileinkað fólkinu sem verður aldrei tengdaforeldrar mínir, þó það óski þess heitast. Alda og Jóhannes, Ég er ljót gjöriði svo vel.

miðvikudagur, júní 09, 2004

Samræðublogg

Mótorhjólasamræður í heitapottinum

Tribaltattúveraði gaur: "Sko mér finnst bara að það þurfi að leggja þessum nýju gaurum línurnar"
Gaur með tígrisdýratattú: "Já einmitt. Segja þeim bara að ef þeir vilja djóna klúbbinn þá spítta þeir ekkert fram út okkur!"
Tribaltattúveraði gaur: "Um daginn þegar við vorum að keyra að Þingvallar vatni þá tók Gunni fram úr mér. Og í beygju í þokkabót, þegar ég var að prjóna og ætlaði að skera í beygjuna. Næst þegar við stoppuðum þá sagði ég bara við hann "Þú tekur ALDREI aftur fram úr mér! Er það skilið?" (hér otar tribalgaurinn puttanum æst út í loftið) En auðvitað gerði hann það svo. Djöfulsins fífl!"
Gaur með tígrisdýratattú: "Svo er hann bara að keyra á einhverri beyglu sko. Hann er ekki einu sinni á túrbó R-C768 racertype eða neitt. Þessir gaurar verða bara að skilja að þeir taka ekkert fram úr okkur. Þeir fara ekki á meira en 100 km. hraða. Bara eins og með stelpurnar. Svo bíðum við bara eftir þeim í næsta stoppi"
Gella með tribaltattú á mjöðminni: "Einmitt"

Af samræðunum að dæma virtist mér að þetta væru Guð, Jesú og María Mey mótorhjólasamfélagsins á Íslandi. Að öðru leyti fannst mér þau bara asnaleg.

Afasamræður á spítalanum

Hins vegar er afi minn ekki asnalegur. Ó nei, hann er bara snillingur. Um þessar mundir er hann á spítala. Þegar ég og mamma komum að heimsækja hann í gær þá var hann hinn hressasti

Mamma: "Pabbi minn, viltu ekki raka þig?"
Afi: "Tja, ég get svo sem alveg gert það en ég ætlaði nú ekki í neina kelerísferð"
Mamma: "Jæja, hér er allaveg bjallan fyrir hjúkkuna"
Afi: "Ég læt þær nú aldrei snúast neitt um mig. Það er frekar að ég taki þær upp í einn snúning"

sunnudagur, júní 06, 2004

Vinnublogg

Ójá börnin góð. Sumarið er komið með blóm í haga, rækjusölu og vinnubloggum. Og hefst nú lesturinn.

Saga eitt
Tveir útlendingar sem hafa nýlokið snæðingi eru að spyrja yfirþjóninn spjörunum úr. Það er of mikið að gera til þess að yfirþjónninn geti haldið uppi vitsmunalega og staðreyndarréttum samræðum.

Kona eitt: "So what do you so in the wintertime"
Yfirþjónn: "We work in our gardens for example"
Kona tvö: "Really? What about all the snow and frost"
Yfirþjónn: (hefur nú áttað sig á spurningunni og mistökunum) "Well, we have heated gardens"

Saga tvö
Húsið er fullt en eins og venjulega hefur verið tekið á það ráð að dæla þeim útlendingum sem ekki geta fengið sæti inni á Brekku úr í hið margarómaða fiskihlaðborð. Fjórir frakkar standa í hurðinni og yfirþjóninn reynir af miklum mætti að útskýra fyrir þeim hvað fiskihlaðborðið er.

Yfirþjónn: "We have a fish buffet"
Frakkarnir sem skilja ekki ensku: "?"
Yfirþjónn: "It´s a table with a lot of fish on it"
Frakkarnir sem skilja ekki ensku: "?"
Yfirþjónn: "Fish buffet, you can eat as much as you can. Buffet, fish buffet, food buffet"

Ekki virðist útskýringin ganga vel. Fyrir aftan yfirþjóninn stendur annar þjónn. Hann hallar sér að yfirþjóninum og hvíslar "Phoebe Buffay"

Yfirþjónn: "Yes, Phoebe Buffay!"

Hér áttar yfirþjóninn sig á því að hún hefur verið göbbuð

fimmtudagur, júní 03, 2004

Meira bland í poka

Litli strákurinn á efri hæðinni á hlaupahjól. Hann notar það aldrei og ég hef þess vegna tekið það í mínar hendur. Ég er nánast búin að eyðileggja sólann á einum skónum mínum vegna þessa. Það er samt frekar fínt að vera á svona hlaupahjóli sko. Væri alveg til í að eiga svona rautt með hvítum hjólum. Svo finnst mér ég bara eitthvað svo kúl á hlaupahjólin. Annars er ég bara kúl yfir höfuð sko.

Konan við hliðin á mér hefur þann vana að setjast út í garð þegar sólin skín. Það er svo sem ekkert merkilegt fyrir utan það að hún sest alltaf í garðinn fyrir framan húsið sitt eða bara eifaldlega út í stiga. Sem er heldur svo sem ekkert merkilegt fyrir utan það að hún er oftast á brjósthaldaranum og stundum án hans. Sem væri allt í lagi ef hún væri ekki komin langt á níræðisaldurinn og með stærri brjóst en ég (nei Atli, ég er ekki að grínast!). Það er samt frekar fyndið. Maður er orðinn vanur að heilsa henni hálfnaktri. Enda er hún ákfalega brún.

En talandi um brjóst. Ég tók einmitt nokkrar brjóstamyndir á kóramótinu. Og er einmit búinn að skella þeim á netið hér ásamt fleiri myndum. Mér finnst þær alveg frekar skemmtilegar. Nú er svona keppni. Allar myndirnar af okkur lýsa ákveðinni tilfinningu eða gjörðum. Þannig að þið kommentið á myndirnar hvaða tilfinning myndin lýsir. Svo skal ég segja ykkur hvað er hin eiginlega tilfinning.

Takk fyrir bless.

miðvikudagur, júní 02, 2004

Helgin

Hef ákveðið að gera hana að plús og mínus lista sem virðist vera að breytast í hefð hjá mér.

Plúsar
+ Opnunin á útskriftarsýningunni okkar (stendur til 7. júní á Laugavegi 25, 3. hæð, opið frá 14-20 alla daga)
+ Tapasbarinn eftir opnunina, hressa fólkið þar, sérstaklega þau sem kláruðu hvítvínið uppi í stúdíói.
+ Að sofa út á laugardeginum
+ Kórpartýið hjá Jónasi. Hann er án efa besti tenór sem kórinn hefur átt.
+ Eiginmannalistinn
+ Saumaklúbburinn okkar Bjargar, Salóme og Valdísar. Afskaplega stundvís
+ Sundferðin okkar Bjargar og reddingardagurinn
+ Allt hitt með Björgu
+ Brjóstakeppninn, eingöngu sýnileg keppendum
+ Bitchfightið, fyrir þá sem horfðu á og höfðu gaman af
+ Þegar Marta festi sig í kofanum í bakgarðinum hjá Jónasi. Það var mjöööög fyndið.
+ Trúnóið
+ Ég í gyminu á mánudagsmorgunin í tvo tíma, síðan í sund á eftir
+ Brúnkan sem er að láta sjá sig
+ Susanna Baca. Hef aldrei vitað að fólk geti hreyft sig í slow motion í alvöru, þá án þess að leika
+ Rupert að vinna Survivor. Ég vissi það fyrir en felldi engu að síður nokkur tár.. nei ég er ekki að djóka!

Mínusar
- Augljóslega hræðilegu fréttirnar
- Tæknimennirnir á Susanna Baca sem fokkuðu einhverju upp
- Kokkurinn í vinnunni sem virðist vera að byrja á túr
- Allt hitt fólkið í vinnunni sem virðist líka vera á túr
- Sandkassinn á róluvellinum sem ég virðist hafa hirt með mér í skónum og sokkunum
- Fólk sem skilur ekki OC

Eitt að lokum. Við Jóhannes erum frekar hress á því eitt og tvö
Klukkan er rúmlega 5.30, við erum nýkomnar úr kórpartýi. Björg er að segja mér sögu af vinkonu sinni, algerlega óskild kórnum, rækjum, Þorgerði, strákum og kremi. Ég er full og þreytt

Björg: "Þannig að ég skil bara ekki afhverju hann sagði mér þetta ekki!"
Ragnheiður: "En Björg, Þorgerður hringdi í hann og sagðist bara alls ekki geta tekið fleiri rækjupoka"
Björg: "Ha?"
Ragnheiður: "Já, kannski ættu strákarnir bara að fara inn á bað að bera á sig krem"