mánudagur, maí 29, 2006

Puna mena marja

Ég átti afmæli á fimmtudaginn. Skellti mér að því til Finnlands með allskonar fólki frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Fékk mér einn öl í Stokkhólmi í tilefni dagsins og fór svo í saunu og sjósund í Finnlandi um kvöldið. Nice nice. Annars var ágætt í Finnlandi. Var mikið í saunu, það var frábært. Og líka á allskonar fundum sem var gaman en ekki jafn frábært. Finnarnir voru æstir í að við fengjum okkur vodka og berðum hvort annað með trjágreinum. Svo hlupu þeir allir um naktir og voru hissa yfir því að enginn annar vildi fækka klæðum. Mikll tími fór í að rakka niður Eurovisionlög allra landana og upphefja Lordi. Það ríkir svo mikil hamingja yfir þessu í Þúsundvatnalandinu að það á að slá sérstaka mynt til heiðurs Lordi. Hvert einasta finnska dagblað er uppfullt að myndum og greinum og a.m.k. einu sinni á hverri opnu er fjallað um Lordi. Ég lofa, ég taldi. Svo var haldin svakaleg heimkomuhátíð í Helsinki þar sem afar og ömmur, börn, unglingar og rónar söfnuðust saman og slógu met í karókí fjöldasöng. Metið var víst 50.000 manns fyrir en alls 80.000 manns sungu Hard Rock Halleluja á götum Helsinki. Hell yeah, rock and roll angels!

Nú er mestum tíma varið í að kemba danskar húsnæðisauglýsingar á internetinu. Og leitað að bleiku hjóli. Þetta verður þönder. Þönder baby!

þriðjudagur, maí 23, 2006

Það eru 2 dagar í alþjóðlega Hansondaginn gott fólk! Eruð þið ekki örugglega byrjuð að plana hátíðarhöld?

þriðjudagur, maí 16, 2006

Hér sit ég og skæli af gleði, enda ástæða til sem aldrei fyrr. Handan við hornið bíður þessi mín og hefur mér því tekist að sigra heiminn á vissan hátt og draumur síðustu fimm ára við það að rætast. Ég neita því ekki, þetta er langt frá því að vera leiðinlegt í sólinni.

miðvikudagur, maí 10, 2006

Þönderlisti

Það er að hellast yfir mig einhver tryllt þönder. Hér er það sem að ég hef afrekað í dag (langt síðan að ég hef gert lista):

- hitti mikilvæga konu í morgun og fékk mikilvægt skjal til þess að sigra heiminn
- hitti aðra mikilvæga konu, Önnu Pálu, yfir kaffi, beyglu og opinberum sumardrykk Ragnheiðar 2006
- keypti mér kjól og skó
- sótti barn á leikskóla uppi í sveit
- labbaði út í búð og keypi í matinn, með barnið í bandi
- söng "Afi minn og amma mín" ca. 325 sinnum
- fór á mikilvægan fund
- þreif vinnubílinn hátt og lágt, hann hefur aldrei verið þrifinn frá því að hann var framleiddur árið 1996
- fór tvisvar heim og skipti um föt
- bakaði pizzu fyrir mig og samstarfsmann minn
- komst á snoðir um ýmislegt með því að spjalla
- vann tvo billiardleiki
- fór með hersingu í ísbíltúr og gerði góðverk
- kynnti þrjá fyrir Sufjan Stevens
- fór út að hjóla og pumpaði í dekkin
- þeytti kellingum á leyniströnd sem að ég uppgötaði í hjólatúrnum
- held að ég geti nú tékkað við annað boxið á Heimssigurslistanum

Og.. mikilvægast af öllu. Áðan tókst mér loksins, eftir 18 ára tilraunir, að hjóla án þess að nota hendurnar, og það í lengri tíma! Nýtt sport er hafið!

sunnudagur, maí 07, 2006

Vorboðinn ljúfi

Ég verð alltaf jafn hissa hvað sólin og birtan gera lítil kalin hjörtu Íslendinga (hver finnur tilvitnun í Valgeir Guðjóns? Æ nei djók, það var kramið hjarta) glöð og heit og rjóð. Ég er ein af þessum Íslendingum. Þegar dagarnir eru dimmastir og rokið hvað hvassast, þá finnst mér allt alveg glatað og leiðinlegt og langar helst að strjúka, og einhvern vegin virðist það alltaf vera Brasilía sem er fyrirheitna landið. En svo þegar vorið kemur þá verð ég svo óskaplega glöð, finnst litla landið mitt alveg frábært og átta mig á því hvað ég á undursamlega vini.

Þetta vænmisröfl er einmitt inngangurinn að því hvað lífið er frábært. Þó að ég hafi rotað sjálfan mig á síður en svo penan hátt á fimmtudaginn þarsíðasta, þá var síðasta helgi hreint frábær (mikið af síð- í þessari setningu). Björg og Binni buðu mér í mangókjúkling og beljuhvítvín, Tobbi kom og við spiluðu nýjar óbarnvænarútgáfur af Hæ Gosi! og Lygi. Liðveislan í Stigahlíðinni hélt stórfenglega sumarhátíð með grilli og tilheyrandi daginn eftir og Binni reyndi að feta í fótspor mín og rota sjálfan sig á svölunum (bara svona að taka það fram, þá tókst honum það ekki). Ég fór í Hagkaup og keypti gourmet. Svo var raðað í Bördí af mikilli list og keyrt heim. Það hefur væntanlega verið ansi kostugleg sjón því að ég rásaði ansi mikið með tvo innkaupapoka sitthvorumegin á stýrinu, sem voru í þokkabót misþungir svo að vespan hallaði á aðra hliðina. Einnig var ég í pilsi sem stóð uppí vindinn, í hvítum loðnum lúffum og bara frekar töff. Um kvöldið var svo mikill gleðskapur þar sem var drukkið, etið og hlegið (eins og fram kemur í sunnudagsfærslunni hér að neðan). Hersinginn hélt svo öll á KB þar sem dönsk hjólaljós og hvít melluderhúfa héldu uppi fjörinu. Morguninn eftir var öllum sem vildu boðið í brunch og kool-aid og við tvíburarnir úr dalnum héldum svo seint og síðar meir, eftir að hafa rætt heimsmálin, á Kjúklingastaðinn í Suðurveri, þar sem matarboði kvöldsins áður lauk formlega.
Mamma og pabbi snéru svo heim frá London og ég var eins og lítið barn á jólunum með nýjan síma, iTrip og heyrnatól. Vikan hefur verið frábær, ég er orðin yfirkona sem er undarlegt. Þessi helgi hefur verið nýtt til fullnustu. Á föstudaginn fór ég í Bláa Lónið til að passa 13 ára börn, því næst í billiard og eldaði pizzu (og náði í leið að sinna uppeldi barnanna). Ég er búin að baða mig fyrir árið og er einmitt á leið í sund í þessum skrifuðu orðum. Enn fremur eru tveir stórir hlutir á listanum Stórfenglegt leyniplan mitt til þess að sigra heiminn u.þ.b. að fá tékk í kassann.

Já já, lífið er bara ekkert svo slæmt á vorin. Það vantar kannski bara kirsuberjatré í blóma.

miðvikudagur, maí 03, 2006

Sjitt! Ég er svo töff og sæt að það er bara grín!

P.S. Vil aðeins breyta færslunni hérna að neðan. Á hinum fullkomna sunnudegi er ekki gengið til náða snemma heldur haldið út og tjúttað í góðu game þar til birtir. Meira um slíkt síðar.