miðvikudagur, mars 30, 2005

Nýjar myndir!

Er búin ad setja inn 3 ný albúm. Tau eru reyndar adallega frá partýum hérna heima og sídan frá sídustu helgi tegar ég fór í smá ferdaleg med vinum mínum. [1], [2] og [3]. Have fun..

mánudagur, mars 28, 2005

Lífid í Brasilíu - 3. kafli
Af nofnum

Sídan ég kom til Brasilíu er ég búin ad endurtaka nafnid mitt a.m.k. 75.386 sinnum. Tad er svo sem skiljanlegt, tví eins og ég hef ádur sagt, tá er tad óframberanlegt fyrir hvern tann sem ekki talar íslensku. Ég nenni ekki einu sinni ad stafa tad ef ég kemst hjá tví. Ég geng t.d. undir nafninu Ada Tyler á snyrtistofunni minni hér í Rio. En Ragnheidur Sturludóttir er meikar allavega sens sem íslenskt nafn. Annad má segja um nofnin hér. Tau eru stundum alveg óborganleg. Oftast eru tau tekin beint upp úr ensku og borinn fram med portúgolskum hreim.

Michael: "Ég sagdi mommu minni frá tér"
Ragnheidur: "En gaman"
Michael: "Ég sýndi henni nafnid titt. Hún er mjog hrifin af odruvísi nofnum. Ég heiti t.d. Michael Douglas"
Ragnheidur: "Ha? Eins og leikarinn?"
Michael: "Já einmitt. Og systir mín heitir Sionara"
Ragnheidur: "Eins og bless a japonsku?"
Michael: "Já, einmitt"

Michael Douglas er einn af strákunum sem ég kenni. Enn fremur kenni ég Michael Allen (já einmitt, eins og hinn leikarinn), Robinson, Jeffreyson, Edinson, Walter, Suellen, Rosymary (borid from Hosímerí), Junior, Fortunado, sem vill láta kalla sig Fortune, Rossevelt og Americo. Ég kenni m.a.s. stelpu sem heitir Pamela Anderson, en hún notar eingongu Pamela. Ég kenni líka einum strák sem er hommi og svarar eingonu nafninu Honey (ég á enn eftir ad sjá hvort hann notar stráka- eda stelpuklósettid). Og fyrir utan tau sem ég kenni tá hef ég einnig hitt Washinton, Disney og Walt Disney.

Og forseti Brasilíu er kalladur Lula af heimamonnum. Sem týdir smokkfiskur!

Tannig ad ef ég sest ad hér í Brasilíu tá hef ég ákvedid ad skíra krakkana mína e.t.v. Iceland, Fjórtán, Foxpictures, Behave (tá tarf madur ekki ad segja John behave, bara behave), Ègerbest, Frans Ferdinand eda hvad annad sem mér dettur í hug. Allt virdist jú haegt!

miðvikudagur, mars 23, 2005

Lifid i Brasiliu - 2. kafli
Vinnan min

Ég vinn sem sjálfbodalidi hér í Rio. Ég vinn fyrir samtok sem kallast Iko Poran. Vid erum alls 15 sjálfbodalidar núna. Tetta virkar tannig ad Iko Poran sér um ad fá sjálfbodalida, en er svo med a.m.k. 20 tengls vid ýmsar stofnanir og hópa. Tannig ad flest allir sjálfbodalidarnir eru ad vinna á mismunandi stad. Tegar madur saekir um tá segir madur frá tví sem madur hefur laert og gert og út frá tví er fundinn vinna fyrir mann. Tannig ad allir eru ad vinna vid eitthvad sem hentar teim, og flest allir vid eitthvad skapandi. Hér er stelpa frá Englandi sem er af Indverskum uppruna og kennir indverskan dans i danskóla. Fyrr i mánudnum var týskur ljósmyndari hér med stutt worskshop fyrir krakka, hér er stelpa sem kennir vefhonnun, strákur sem vann sem kokkur i nokkur ar og kennir litlum krokkum ad elda o.s.frv.
Ég er ad vinna í skóla sem kallast Espetaculu. Vid erum tvo sem vinnum tarna en vid vinnum vid sitt hvorn hlutinn svo ad vid vinnum ekki saman í rauninni. Espetaculu er hálfgerdur listaskóli fyrir krakka úr fátaekrarhverfunum. Krakkarnir eru á aldrinum 15 til 22 ára úr misfátaekum hverfum en teim er bodid í skólann. Tarna eru krakkar t.d. frá Rochina (staerstu favelunni í Rio), Ciudade de Deus (sem samnefnd mynd, City of Gods, fjallar um) og favelunum í nágrenni vid mig. À morgnana kallast skólinn Kabuum. Krakkarnir í Kabuum laera grafíska honnun, kvikmyndagerd, ljósmyndun, heimasídugerd o.s.frv. Í eftirmiddaginn kallast skólinn Espetaculu og tar er kennd leiklist, ljósahonnun, búningagerd, svidshonnun og annad sem tengist leikhúsi. Og tarna kenni ég ensku.

Af ollum skólanum, eitthvad um 120 nemendur, eru 4 sem tala einhverju ensku. Adrir kunna tolurnar, ef tá tad. Tannig ad ég er ad rembast vid ad kenna ensku.. á portugolsku. Enskukennslan mín er afskaplega hagnýt. Allir kunna t.d. ad segja "Wassup!" "beer", "party" og "I am cool". Reyndar bannadi ég teim ad segja "I am cool" eftir ad ég komst ad tví ad tad týddi "Èg er rassgat" á portugolsku. Stadreynd sem ég komst ad eftir ad allir hofdu laert ad segja "I am cool".. eda "ég er rassgat".

Nemendurinn kalla mig aldrei neitt annad en professora, teacher eda profa. Sama hversu oft ég bid tau um ad kalla mig Ada (Ragnheidur er algerlega út úr myndinni og Adda hefur tróast ut i Ada. Èg skil ekkert í mommu og pabba skíra mig svona óframberanlegu nafni!). En trátt fyrir tad tá kom tau ekki fram vid mig eins og kennara. Tau kyssa mig alltaf hae og bae, ég sit med teim í matarhléum og tau segja mér frá slúdrinu í skólanum. Í tímunum erum vid adallega ad tala saman um daginn og veginn. Èg kenni teim hlutina a ensku og tau kenna mér hlutina a portúgolsku. Tau segja mér frá bestu stodunum i Rio og ég segi teim frá Ìslandi. Teim finnst skemmtilegast tegar ég segi teim frá túristahlutum sem koma fyrir mig hér i Rio. Og ég verd nú bara ad segja eins og er ad mér finnst tetta frábaert. Tó ad krakkarnir búi flest oll vid fátaekar adstaedur tá eru tau roslega lífsglod. Tau hlaejga meira en edlilegt er og tegar einhverjum tekst ad segja eitthvad mjog vel á ensku tá klappa tau oll og hrópa. Og um daginn hrópudu tau oll "Professora é muinto legal" (kennarinn er mjog kúl) og kloppudu fyrir mér. Tad verudr ad segjast ad tad hlýjadi mér um hjartaraeturnar.

þriðjudagur, mars 22, 2005

Innskot

Ef Lenny Kravitz mun gefa ut DVD diskinn "Lenny Kravitz - Live on Copacabana" ta get jeg sagt "Tarna var jeg"...

(Tonleikarnir voru af einhverjum furdulegum astaedum i bodi borgarstjornar Rio De Janeiro svo ad allir sem bua i Rio voru a svaedinu. Tonleikarnir voru alls ekki med teim bestu sem jeg hef sjed, sjerstaklega i ljosi tess ad jeg hef aldrei haldid uppa Lenny Kravitz. En skemmtileg stadreynd engu ad sidur)

miðvikudagur, mars 16, 2005

Lifid i Brasiliu - 1. kafli
Af tima og stundvisi

Jeg hef stundum velt tvi fyrir mjer afhverju sumir gotusalarnir hjerna selja ur. Tad virdist vera tilgangslaust ad ganga um med ur. Straeto gengur ekki a neinum akvednum tima, hann kemur bara tegar hann kemur. Sama ma segja um metroid. "Jeg kem eftir 5 minutur" getur tytt allt fra 1 minutu upp i 50 minutur. A gotum i alfaraleid er stor auglysingaskilti sem gefa upp tima og hita. Klukkurnar a tessum skiltum segja hins vegar oftast ekki tad sama. Fyrsta segir 13.23, su naesta 13.31 og su naesta 13.19. Skolinn sem jeg vinn i er ekki einu sinni med bjollu sem hringir inn i tima, krakkarnir fara bara i tima tegar teir vilja, sem er venjulega 15 til 20 minutum eftir ad timinn a ad byrja. Sums stadar er tetta jafnvel svo afslappad ad ef madur spyr einhvern hvad klukkan er ta litur sa hinn sami bara upp i loft og segir "Tunglid er komid svo ad jeg hugsa ad hun sje svona um tiu".

Og tar sem nanast enginn gengur med um med ur gefur ad skilja ad timi og stundvisi er ekki mjog mikilvaegur hlutur hjer i Rio. Tad tekur allt langan tima. Jeg keypti sima, sem tok klukkutima. Jafnvel to ad jeg hefdi bara bent a simann og borgad. Tegar jeg for til ad fa numerid til ad afblokka simann beid jeg i trja tima og tad var ekkert ad gera svo ad jeg gekk beint inn ad afgreidslubordinu. A medan jeg beid ta hreinskrifadi jeg innkaupalistann minn, skrifadi hann aftur i stafrofsrod og flokkadi svo listann nidur i flokka eftir tvi hvar hver hlutur vaeri stadsettur i budinni. Jeg grandskodadi neglurnar a mjer og handlegginn og aefdi mig einnig i tvi ad bua til allskonar daesihljod og tromma med noglunum. A medan jeg gerdi tetta ta hringdi madurinn, sem atti ad vera ad afgreida mig, i mommu sina, turrkadi rykid ur glugganum, afgreiddi tvo adra og leysti rifrildi a milli maedgna sem voru stadsettar i budinni. Tegar jeg bad hann um ad klara ad afgreida mig ta leit hann a tolvuskjainn og sagdi ad tolvan vaeri ad saekja numerid.

En svona er tetta bara. Lifid er svo miklu afslappadra. Og sjalfkrafa kemst madur inn i tetta brasiliska mynstur. Madur getur eytt heilum degi i ad fara med fotin sin i tvott og kaupa banana. Eda, jafnvel betra, eytt heilum degi i ad fara i vax og hand- og fotsnyrtingu (fyrir taepar 900 kr.) eda ad liggja i hengirumi eda a strond og lesa bok Og tar sem jeg mun aldrei hljota titilinn "Stundvisasta kona Islands" ta finnst mjer tetta bara frekar fint.
Nu tarf jeg bara ad finna ut hvernig jeg get komid upp alika kerfi heima a Islandi..

mánudagur, mars 07, 2005

Furduleg moment

Jeg og trir strakar. Tad virdist vera tofrasamsetningin i minu lifi. Jeg for einmitt um daginn ut ur Rio yfir helgi med tremur strakum sem eg by med. Upphaflegga aetludum vid bara ad hafa tad rolegt og liggja a strondinni og sola okkur. En i stadinn synti jeg naestum samfleytt i tolf tima. Vid keyptum okkur snorklgraejur og jeg var algerlega hugfangin. Vid syntum innan um skjaldbokur og allskonar litrika koralfiska. Og tarna i sjonum upplifdi jeg eitt magnadasta atvik lifs mins. Vid erum oll ad snorkla, hver i sinu lagi. Skyldilega var jeg umvafin af morg tusund litlum koralfiskum sem glitrudu eins og kristalar fra solargeislunum. Teir voru ekkert hraeddir vid mig heldur syntu bara hring eftir hring eftir hring i kringum mig. Og tarna, i midri koralfiskitorfu, er mer skyndilega hugsad til tess tegar jeg er 7 ara.
Fjolskyldan var stodd i Danmorku i sumarfrii. Mamma og pabbi vildu ad sjalfsogdu vera ekta donsk og leigdu hjol. Jeg var of litil til ad fa mitt eigid (sem ad mjer totti virkilega fult ta) en fekk stundum ad hjola ut a rolo beint fyrir aftan hotelid okkar. I eitt skiptid er jeg ad rola mjer (i haestu rolum sem jeg hef sjed, orugglega meira en 5 m.) tegar einhver italskur krakkagemsi kemur og tekur hjolid mitt. Og jeg hleyp a eftir honum og reyni ad rifa af honum hjolid. En gaurinn vill ekki lata mig fa hjolid mitt svo ad upp blossar undarlegt rifrildi tar sem jeg oskra a hann a islensku en hann a mig a itolsku, vid baedi stodd i Danmorku. Og svo fer Italinn ad verda frekar agressivur og jeg veit ekki alveg hvad jeg a ad gera. Svo ad jeg kyli hann bara og hjola burt!
Og afhverju mer er hugsad til tessa atviks i midri fiskitorfunni skil jeg ekki. En tetta fiskitorfumoment var alveg magnad.

Annars er jeg vonsvikinn ad enginn segi neitt um myndirnar minar. Tid um tad. Naest, lifid i Rio og vinnan min (sem er frekar kul).