laugardagur, desember 31, 2005

If nature didn't, Warner's willÞessi mynd er óborganleg.

Stóð í gær í pissuröð á Kaffibarnum. Tvær gellur, sem höfðu líklegast verið svo drukknar að þær héldu að þær væru á Hverfisbarnum (kaffiBARINN, hverfisBARINN.. ekkert erfitt að rugla þessu saman), voru af miklum ákafa að reyna að sneika sér í röðina. Þær höfðu upprunalega sneikað sér fram fyrir okkur í röðinni úti. Við hinar, sem vorum í röð, vorum búnar að bíða ansi lengi því að þrjár selebstelpur þurftu að mála sig og ræða heimsmálin inni á klósetti. Stelpan á undan mér fer inn.

Gella eitt: "Ég er sko næst"
Ragnheiður: "Nei elskan mín, ég er næst. Þannig virkar röðin"
Gella eitt: "Þegiðu, ég er víst næst"
Ragnheiður: "Hey, þú sneikaðir þér fyrir framan mig í röðinni úti og ég er næst. Þú ert ekki á undan mér, þú ert að sneika þér í röðina" Sný mér að stelpunni fyrir aftan mig og held áfram að ræða við hana
Gella eitt: "Hey, ég er sko að tala við þig! Kanntu ekki að tala?"
Ragnheiður: (engan vegin game í eitthvað chick-fight) "Jú ég var að tala við þig rétt áðan"
Gella eitt: "Oh, OK, þú kannt ekki að tala! OK, kannt ekki að tala. Díses, hún kann ekki að tala. Ógeðslega glötuð, kann ekki að tala!"
Gella tvö: "Oh my god, bara ógessla halló gella sem kann ekki að tala!"

Mér fannt ég allt í einu vera í fimm ára bekk. Eða í klósettröðinni á Hverfisbarnum. Næsta þegar ég fór á klósettið vildu tvær systur endilega að ég kæmi með þeim. Sú eldri heimtaði síðan að ég fengi varalit hjá henni. Fyrst eyddi hún ca. tveimur min. í að setja á mig lip-liner. Svo setti hún á mig varalit. Þegar ég ætlaði að opna og fara fram dró hún bleik glimmer barbígloss uppúr töskunni og sagði mér að hún væri sko ekki búin. Og þá leið mér eins og ég væri að leika mér við litla fimm ára frænku og ég hefði leyft henni að mála mig.

Og nú bíð ég nýja ársins með eftirvæntingu. Og klára ársannálinn. Og bý til grímu.

sunnudagur, desember 25, 2005

Svona eru jólin

Gleðileg jól elsku lesendur!

Þessi jól hafa verið með undarlegasta móti. Í fyrstu ætlaði mamma alls ekki að kaupa jólatré og þessari ákvörðun hennar virtist alls ekki haggað. Um stund hugsaði ég að það myndi e.t.v. virka að láta eins og lítið barn. Grenja, stappa niður fótunum, leggjast í gólfið og svo fram eftir götunum, þar til hún myndi láta undan og kaupa tréið. Það virðist allavega virka þegar litli frændi minn gerir það, þá er allt látið undan honum. Nei, bíddu. Hann er lítið barn.
En engu að síður hringir mamma í mig á sunnudagseftirmiðdegi og spyr hvort að við eigum nú ekki að skella okkur að kaupa jólatré. Ég var öll upp með mér og af stað héldum við í jólatrésleiðangur. Ég áttaði mig fljótlega á því að mamma var eingöngu að kaupa tréið til þess að ég hætti að röfla um að það yrði ekkert jólatré og að þetta yrðu þess vegna ömurleg jól. Jólatrésalinn byrjaði á að sýna okkur ljótasta tréið á svæðinu. Það var ca. 120 cm., toppurinn þar af um 60 cm. og greinarnar mislangar, styttri eftir því sem að neðar var litið á tréið. Ég er viss um að það var veðmál í gangi um það hver gæti selt tréið, þar var svo ljótt. Mér brá því heldur í brún þegar að mamma sagði: "Já, flott. Eigum við bara ekki að taka þetta tré?". Augun í sölumanninum lýstust öll upp af gleði þegar hann ímyndaði sér andartakið þegar að hann tæki við jólatrésverðlaununum árið 2005. Ég var fljót að drepa þær vonir. Hann sýndi okkur þónokkuð mörg ljót tré í viðbót sem mamma vildi ólm kaupa, til að drífa þetta bara af og ég myndi hætta að röfla. Að lokum fundum við lítið og sætt tré og drifum okkur heim. Ekki tók betra við því að jólatréstandurinn okkar virðist vera nokkurs konar gestaþraut og eftir rúman hálftíma vorum við ekki enn búnar að ná að festa tréið almennilega í standinum. Það stóð í ca. 50 gráðu halla, afskaplega skakkt og asnalegt. Mamma lítur og mig og segir "Æji, eigum við bara ekki að hafa þetta svona?". Jólatrésáhuginn var að drepa hana. Ég gafst upp, hringdi á aðstoð og tréið stendur nú beint, sætt og alskreytt í stofunni.

Og annað sem var undarlegt við þessu jól var að þau voru haldin í Grafarholtinu hjá systur minni, kærasta og snarbiluðu barni. Já snarbiluðu segi ég, því að hann gekk um og át skrautið af pökkunum, þá sérstaklega bjöllur og borða, og eintóman kalkúnakraft. Svo settist hann á pakkana og gekk um í hælaskónum hennar mömmu allt kvöldið. Til að spara tíma var á borðum Ammrískur tilbúin kalkún. Hann var alveg ágætur, en engu líkur hinum íslenska. Og þar sem systir mín og kærasti eru ekki vön að elda sunnudagsteikur og því um líkt var ýmislegt sem vantaði í matargerðina. Engar rauðbeður í Waldorfsalatinu, ósamstæð hnífapör, engin spariglös og svo fram eftir götunum. Skemmtilegast af öllu var þó að ekki var til neinn sósulitur í eldhúsinu. Það var því tekinn fram matarlitur og í anda rauðra jóla var kalkúnasósan lituð rauð (sem fór bleika hormónakalkúninum einstaklega vel).

En þó að jólin hafi verið undarleg voru þau samt voðalega ljúf og skemmtileg. Múmínálfarnir hafa skemmt hér fram eftir degi (fyrst að snarbilaða barnið vill bara horfa á Bubba og Bangsímon, sama hvað ég reyni, verð ég víst að horfa á ævintýri í Múmíndal án krakka), súkkulaði og jólaöl etið af bestu lyst o.s.frv. Ég er því alls ekki að kvarta. Mér finnst bara skemmtilegt að við hefðum getað haft ljótasta jólatréið í Reykjavík, í 50 gráðu halla ásamt rauðri jólasósu og ósamstæðum hnífapörum (og barni að borða kalkúnakraft og jólabjöllur).

Jes jes, merrí kristmas dír pípúl. Æ lof jú oll!

þriðjudagur, desember 20, 2005

Síðustu forvör til að panta hin sívinsælu, heimatilbúnu Ragnheiðarjólakort! Skildu eftir nafn og heimilisfang og ég skal senda þér jólakort. Og þetta er ekki grín!

fimmtudagur, desember 15, 2005Ég er tilnefnd. Mér finnst það gaman og vona innilega að það verði haldið partý.

Ég og Tobbi eyðum nú öllum tíma og pening í að fara á stórfenglega tónleika sem hlýja sálinni í skammdegismyrkrinu. Í gær var það hinn unaðslegi Daníel Ágúst og undurfagra Mr. Silla. Bæði voru svo ótrúleg að við röltum út í óútskýranlegri vímu sem entist allt kvöldið yfir rauðvíni, bjór og gleði. Á morgun verður það Jólagrautur meistara Mugison, Trabant og Hjálma. Og að sjáfsögðu Gusgus á laugardaginn. Ég þarf ekkert að útskýra þau neitt nánar. Þið vitið að ég elska þau. Þetta er allt meira en gott og blessað og svíf ég um á bleiku tónleikaskýi. Tobbi er bestur í heimi og Karól sem kemur heim á þriðjudaginn. Ójá, hamingjan er ekki leiðinleg.

Annars var ég að hugsa það í gær hvað mér finnst merkilegt hvað konum er mikið í mun um að enginn heyri í sér pissa. Gefum okkur að það séu fimm básar inni á klósetti og nokkrar konur séu að bíða eftir að komast á klósettið. Samt heyrist enginn pissa. Nú er ég enginn pissuperri sem verður óstórnlega æstur við pissuhljóð og ligg ekki á hleri á klósettum en samt finnst mér þetta svo merkilegt. Afhverju er okkur svona mikið í mun um að láta engann heyra að við séum að pissa? Eins og hinar sem standa frammi í röð viti ekki að það sé verið að pissa í klósettið? Ekki erum við að fara þarna inn til þess að klóra okkur í rassinum (kannski sumir) eða skrifa jólakort. Og af því að við erum að vanda okkur svo mikið að láta engann heyra að við séum að pissa en erum samt alveg í spreng, erum við helmingi lengri á klósettinu fyrir vikið (sérstaklega þær sem að þurfa líka á klóra sér í rassinum). Já, ég segi bara að allir pissi eins og þeir pissa. Og ekkert vesen.

miðvikudagur, desember 14, 2005

Ég elska..

.. heimskt fólk
.. skrýtið fólk
.. fólk í asnalegum fötum
.. fólk sem talar er að tala við sjálfan sig og heldur að enginn sjái til
.. fólk sem er sannfært um að það sé best, fallegast, hugmyndaríkast etc.
.. útúr "jólastressað" fólk (nema þegar ég hata það)
.. fólk sem syngur með tónlistinni, úti á götu
.. furðulegt fólk

Og GusGus, en af öðrum ástæðum.

fimmtudagur, desember 08, 2005

Af jólum
Please notice, illa skrifuð færsla

Þegar ég var yngri var ég rosalegt jólabarn. Ég man t.d. að í 9. bekk tók ég mig til í október og skreytti skólatöskuna mína, saumaði einhvern ógðeslegan rauðan hlírabol með hvítum loðkannti og bjöllum og hengdu upp alltof mikið af marglitum jólaseríum í litla herbergið mitt. Undanfarin jól hafa svo alltaf verið haldin í flýti. Ég hef verið í prófum, að vinna á Brekkunni eða í fjórum vinnum eins og síðustu jól. Jólagjöfunum hefur verið hent í bónuspoka, bundin saman með garni, jólaseríurnar eru enn að safna ryki frá því um árið og ég hef alvarlega íhugað að senda út öll jólakortin sem að ég skrifaði árið 2000 og fór aldrei með út á pósthús.

Í ár er ég hins vegar aftur orðin einlægt jólabarn. Ég hugsa m.a.s. að ég hafi tekið þetta skrefinu of langt. Ég er búin að kaupa meiri hluta jólagjafanna. Um daginn fór ég inn í Pennann og bað um jólapappír, alveg eins og þann sem að ég hafði keypt í fyrra. Í gær kláraði ég að búa til meiri hluta jólagjafanna og ég missti mig gjörsamlega og pakkaði þeim inn. Það er 8. desember. Og ég er búin að pakka inn jólagjöfunum.

Það eina sem vantar í alla þessa geðveiki er besti jóladiskur í öllum heiminum, Kósý Jól. Hann er týndur svo að ef að einhver á hann og vill deila honum með mér þá verð ég hamingjusamt jólabarn.

Reyndar er ég að búa til jólakort. Mér finnst þau alveg sjúklega fyndin. Ef að einhver vill jólakort skiljið þá eftir nafn og heimilisfang hér að neðan og skal senda ykkur huglæga jólakveðju með ósk um farsælt komandi ár og blóm í haga (ég er ekki að grínast).

laugardagur, desember 03, 2005

Overload?

Síðasta vinnuvika hefur verið hrein geðveiki. Ég vann eitthvað um 70 tíma og var veik fyrri hluta vikunnar, þó að ég hafi mætt í vinnuna. Einn morguninn skildi ég engan vegin hvers vegna kaffið var ekki svart, ekki fyrr en ég áttaði mig á því að ég hafði ekki sett neitt kaffi í kaffikönnuna. Eftir að hafa hellt uppá alvöru kaffi ætlaði ég að fara í vinnuna og gekk út úr húsi, skólaus. Ég fór inn og í skó og út í bílskúr að sækja hjólið. Var að reyna að átta mig á því hvað væri svona furðulegt við hjólið og fattaði loksins að það var ekkert stýri á hjólinu.

Á fimmtudaginn misstum ég og samstafsmaður minn (ójá, ég er svo ógurlega formleg) það gjörsamlega. Við stóðum ein í félagsheimili Seltjarnarness með harmonikku/samkvæmitónlist í botni og sungum hástöfum í tvo hljóðnema. Textinn var búinn til á staðnum og var með öllu bjúrífúl. Hann verður þó ekki hafður eftir hér. Seinna, seint um nóttina, lékum við okkur við gínu sem var hrókur alls fagnaðar. Hún missti sí og æ hendurnar, handleggina og hárkolluna. Að auki var hún látin standa í ótengdu klósetti, káfa á sjálfri sér og öðrum og leika hinar ýmsu listir sem gínur einar geta.

Helgin fer einungis í afslöppun. Átti hin besta dag í faðmi litlu fallegu fjölskyldunnar á Hrísateignum, rölti Laugaveginn og bjó til jólagjafir. Glorious! Bjúrífúl!