þriðjudagur, september 18, 2007

Kínamjúsík

The White Stripes - China Pig

"I don't wanna kill
my china pig
I don't wanna kill
my china pig"


Xi Shuashua - The Flowers

疼 啊 疼 嗯 哼 啊 哼 我 的 心 哦 等 啊 我


On a Slow Boat to China - Bette Midler

"I'm gonna get you
on a slow boat to China,
all to myself alone."


Devendra Banhart - Chinese Children

"f I lived in China I'd have some Chinese children
If I lived in China I'd have some Chinese children
Well out of my toes my little black baby grows
And that's my fact"


Living in China - Men Without Hats

"The solution is revolution
For all the little people that are living in China
They got ping pong egg foo yung
All the little people that are living in China"


Jimmy Buffett - Somewhere Over China

"They're all somewhere over China
Shanghai or old Peking
On a plane or a boat in an envelope
Real adventure has its ring"


Björk - I've Seen It All

"What about China? Have you seen the Great Wall?
All walls are great, if the roof doesn't fall!"


The Little Chinese Bells - Nogu Svelo

Lagið er ljótt og textinn er á rússnesku, en hljómsveitin heitir skemmtilegu Kínaskotnu nafni


Janet Jackson - China Love

"So come lay with me
China love
How pleasant life will be
China love
As the sun retires
Our love will transpire
Make love to me
China love"


Phil Collins - Like China
Ég veit að hann er að tala um postlín, það væri bara svo fyndið ef hann væri að tala um Kína!

"I'll be so careful I'll hold you like china
I'll promise not to hurt you I'll hold you like china
You won't feel nothing, I'll hold you like china
'Cos I know it's your first time"

Bless, ég er farin til Kína!

föstudagur, september 14, 2007

Samtöl síðustu daga

Í pylsuvagninum

Afi: "Já, við ætlum að fá eins pylsu með túmat"
Barnabarn: fer að skæla "Mig langar ekki í tómar afi! Mig langar í tómatsósu!"

****************


Í dúkabúð
Fyrir þá sem elska Tvíhöfða og Suðu-Sigfús

Ragnheiður skoðar teppi og dúka með litlum sem engum áhuga. Hlustar frekar á sölumanninn sem er í símanum

Sölumaður: "Já já, við reddum þessu. Ha? Þetta er auðvitað svona linoleum. Nei nei. En hvað segiru Sigfús minn, vantar þig einhverja suðu á þetta?"

****************


Á kennaraskrifstofunni hjá mömmu

Mamma mín: "Sjáðu Ragnheiður, mig langar í svona peysu eins og hún Anna er í. Ég á æfmæli bráðum. Ha?"
Ragnheiður: "Já, flott peysa. Hvað segiru Anna, hvar fékkstu hana?"
Anna: "Já æ þetta er nú bara frá honum Sævari Karli"
Ragnheiður: "Jaaaáá.. ég hef nú kannski ekki alveg efni á því núna mamma mín. Ég get kannski athugað hvort að ég geti selt í mér nýrað"
Mamma mín: "Nei, geturu ekki bara selt úr þér egg? Maður fær a.m.k. alveg 50.000 krónur fyrir eggin. Bara ekki segja mér hvernig þú fjármagnaðir peysuna."
Ragnheiður: "Uuu.. tjah.."

mánudagur, september 10, 2007

Af tímaeyðslu, mikilvægri og ómikilvægri

Ég eyði tíma á kóræfingum. Það er gott því á þriðjudaginn förum við til Kína. Klósettpappír? Einhver? Matreiðslubók? Dagatal?

Ég eyði tíma í að innrétta Leif í huganum og nú styttist í að við förum að leika (sem, fyrir ykkur allmörgu sem ekki vitið, verður setning vetrarins "Að leika við Leif"). Þar af leiðandi eyði ég líka tíma í að lesa mér til um hvernig á að ná veggfóðri af veggjum, gólfidúki af gólfi, eldhúsinnréttingu úr eldhúsi, rífa niður veggi og annað í þeim dúr.

Ég eyði tíma í Góða Hirðinum, gólfefnabúðum og að skoða rúm. Annað hvort það eða Leifur verður ansi illa dressaður í vetur.

Ég eyði tíma í röðinni á Kaffibarnum sem er væntanlega það heimskulegasta sem hægt er að eyða tíma í. Hnuss!

Ég eyði tíma í að grína í elskulegum unglingunum, dusta af billiardhæfileikunum sem eru óðum að snúa til mín aftur, suða um að einhver leiki við mig í SingStar, vinna Twister, taka til, búa til auglýsingar, ganga í bekki, kenna á græjur og annað sem fylgir vinnunni minni.

Ég eyði tíma í að segja "Sjálfsagt!" aftur og aftur á Humarhúsinu.

Ég eyði tíma í að ná í lög í hinum mikla undraheimi veraldarvefsins. Svo hjóla ég um og hlusta á lögin og syng eða dansa með. Stundum hlusta ég líka á gríntónlist eins og Cosmonaut af Russendisko og hlæ mjög mikið.

Ég eyði tíma í að lesa Harry Potter með hnút í maganum og dreyma aftur og aftur að einhver segi mér hvernig bókin endar. Og nú ætla ég einmitt að fara að eyða tíma með Harry Potter og tei.

fimmtudagur, september 06, 2007

Ég ætlaði að skrifa hér blogg en hætti við. Í staðinn fær þessu partýstuð stelpa að stíga villtan dans..
P.S. Stundum dansar hún í takt við Mmmmpop.
P.P.S. Partýstuð er svo gott orð.