Þegar ég verð stór...
...þá ætla ég að flytja til Frakklands, Ítalíu eða Spánar og opna ávaxta- og súkkulaðibúð. Aðalviðskiptavinir mínir verða gömul kona með lítill hund sem heitir Sweetie og ungur maður sem er leynilega ástfanginn af mér. Gamla konan mun miðla allri sinni visku til mín, svo kann hún líka að galdra smá. Ég ætla bara að vera í fivtís fötum og ég mun eiga ein 200 skópör. Þegar ég eignast kærasta þá verður það eins og í Amélie og allir litir í heiminum verða mjög bjartir og skýrir. Hurðin inní húsið mitt verður eldrauð og hurðarhúnninn verður staðsettur á henni miðri. Stiginn verður hvítur og bjartur með mósaíkmunstri og hurðinn inn í íbúðina mín verður græn. Ég mun eiga lítinn hvítann kött sem heitir Mia og þvotturinn minn verður hengdur á snúru sem nær yfir í næsta hús. Pestó, baguette, súkkulaði, ávextir, gott kaffi, rauðvín og ostar verður alltaf til í eldhúsinu mínu og ég verð alltaf syngjandi. Þá verður gott að lifa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli