fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Áður en lengra er haldið þykri mér rétt að nokkuð komi fram. Fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan byrjaði ég í íslenska kammerkórnum Stöku. Kórinn er skemmtilegur og það er gaman. Hér með vil ég þó opinberlega tilkynna að ég syng í altinum. Takk fyrir.

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Af sunnudeginum 26. nóvember 2006, þegar Lóla átti afmæli

Hver kannast ekki við að byrja daginn á blinner og ratleik í boði Kakó hf., halda síðan í óvænt ekta danskt afmælisboð með eplaskífum og keitu kakói (þó ekki eins og í manneskjunni Kakó) í íbúð í anda Parísar, ca. 1950, sem tilheyrir trúð að nafninu Kurt? Kurt sem er um sextugs aldurinn, í alltof stórum, glansandi grænum hlaupaskóm, svitahlýrabol, jakkafatajakka, hlaupabuxum, með þverslaufu og hvítvínsglas hvert sem hann fer og fær sér köku á disk, ekki til að borða, bara til að horfa á. Æ þið vitið, þessum Kurt sem að hangir á hvolfi í trapísunni sinni (ég meina, hver á ekki trapísu í stofunni?) og drekkur Diet Kók. Og hver kannast ekki við að læðast upp á þak til þess að sjá stjörnunar og Kóngsins í öllu sínu veldi og líða svona eins og í bíómynd? Svo kemur að sjálfsögðu jólasveininn, sem er 3 metrar á hæð eins og alltaf og lætur alla syngja "Merry Christmas to You" fyrir Lólu, af því að hún er jú einu sinni tvítug í dag. Og það kannast nú allir við þetta klassíska vandamál að vera með ristóra rauða helíumblöðru bundna fasta við hjólið sitt. Og þessi blessaða blaðra, sem er samt svo stórkostlega skemmtileg, krefst töluverðrar athygli, því fyrir utan það að vera mjög áberandi rauð þá kemst hún ekki inn um allar hurðar. Og þið vitið, maður þarf að binda hana fasta við handriðið á stiganginum svo að hún svífi nú ekki burt og vonar bara að Henning eigi ekki eftir að bregða mikið þegar hann sér hana í fyrramálið. Æi svona alveg týpískur sunnudagur, ekki satt?

föstudagur, nóvember 24, 2006

Tilvitnun vikunnar:

"No, nothing you will learn here will be intellectual. Please do not expect to learn any of that sort. And hopefully, at the end of the first year, you will all be a bunch of happy idiots. If all goes according to my plan"

- Ole Brekke

mánudagur, nóvember 20, 2006

Uppáhaldssetningin mín síðustu daga er í boði Austfjarða.

"Varstu búin að heyra að Þráinn Prentari skaut köttinn hans Kidda Píku á vídjóleigunni?"

Kiddi Píka er stundum kallaður Kiddi Fluga af því að hann á Vídjófluguna. Hann birti fréttatilkynningu í einu af fréttablöðunum á Austfjörðum um það að hann hafi fengið sér nýjan kött og væri búin að jafna sig. Aumingja Kiddi, sem var að missa mömmu sína. Og Þráinn Prentari er auvitað bara klikk. Hann var einmitt að fljúga heim til Egilstaða í morgunsárið. Ég er hægt og smátt að breytast í Austfirðing, sem er gott og blessað.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Topp 5 listi líðandi stundar

5. Sufjan Stevens yfir grímugerð í skólanum
4. Sufjan Stevens geisladiskarnir mínir
3. Sufjan Stevens í iPóðanum þegar verið er að hjóla
2. Sufjan Stevens á tónleikum síðasta sunnudag - ólýsanlegt (þið sem farið á komandi dögum eigið stórkostlega hluti í vændum. Takið með snýtuklúta fyrir himneska hrifningu)
1. Sufjan Stevens

laugardagur, nóvember 11, 2006

Í morgunsárið..

.. er oft mjög gaman þegar Kakó er að vakna. Eða öllu heldur ekki að vakna.

Lóla: "Kókós, klukkan er átta"
Kakó: (Sofandi, en engu að síður mjög ákveðin) "Já, ég er mjög meðvituð um það, takk fyrir!"

------

Maísól: "Kakó, klukkan er rúmlega átta"
Kakó: (Metnaðarfull) "Já, ég er sko að gera tilraun. Ég er athuga hvað ég get sofið lengi og farið seint út, en mætt samt á réttum tíma í skólann"

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Skólinn minn er stórkostlegur. Um daginn sagði kennarinn minn: "This is suppose to be stupid. If you don't feel stupid, you're definitely not doing it right!" Það líkaði mér vel.