laugardagur, september 30, 2006

Áður en lengra er haldið vil ég byrja á að tilkynna um nafnabreytingu sem fram hefur farið hér á Howitzvej 65, 4. hæð til hægri (sem, að venju, svífur um á bleiku skýi). Katrín verður hér eftir Kakó Feiti (eins og áður hefur komið fram), Kakó eða Keikó, Sigríður verður Lóla Eir, Lóla eða Siggi litli og sjálf er ég Maísól.

Og nú liggur leið okkar Kakó og Lólu í súkkulaðibúð þar sem fæst súkkulaði sem er betra en nokkur matur eða nokkuð sem ég hef nokkru sinni smakkað. Væntanlega súkkulaðið sem maður fær í svona "Welcome to the Community" gjöf frá Lykla-Pétri þegar maður kemur til Himnaríkis. Vaaaaa...

föstudagur, september 22, 2006

Það er langt síðan ég hef gert lista. Styttra síðan ég hef röflað yfir því að það sé langt síðan ég hafi gert lista. Hér er listi.

Mér finnst...

... gríngleraugun fjögur, sem ég keypti í dag, stórkostleg
... gaman að enduruppgötva Grease. Djí hvað Danny Zuko er heitur!
... avókadó og fetaostur í salati og bakaðar kartöflur fáránlega gott
... Flugdrekahlauparinn ótrúleg. Ég grét en samt er hún undursamlega falleg
... West Side Story stórkostlega léleg, fyrir utan kóreógrafíuna
... diskókúlan okkar í eldhúsinu geðveik. Eldhúspartý?
... að bráðlega sé komin tími á að ég fái mér eitt nýtt skópar
... gaman að syngja keðjusöng með Siggu á meðan ég hjóla
... gott að ég sé hætt að vera lasin (eftirköst megatryllings-helgarinnar?)
... Erlend Øye voðalega kynþokkafullur. Hann crowd-surfar og er með gríngleraugu on daily-basis
... meðleigjendur mínir fáránlega skemmtilegir og að fólk eigi því að gera sér ferð á þessi tvö blogg: Kakó Feiti og Siggi litli

miðvikudagur, september 13, 2006

Would you go along with someone like me?

Þetta blogg tók margar tilraunir að skrifa. Það er langt, sentimental og mikil upptalning. En það er skemmtilegt

Að einhverjum laug ég þegar ég hélt því fram að hið daglega líf á Howitsvej væri hafið. Það mun væntanlega aldrei hefjast því hér er ekkert hversdagslegt við hina daglegu rútínu.

Ég þarf að festa þakið aftur á húsið okkar. Það rifnaði af um helgina. Í bókstaflegri merkingu. Íbúðin var einfaldlega fyllt svo mikilli gleði og hamingju að ég held að hér hafi verið slegið heimsmet. Við Þremenningasambandið á Howitsvej fengum stórkostlega gesti. Upphaflega komu í heimsókn og gistingu annað undursamlegt Þremenningasamband sem samanstóð af Stony the Pony, Honest Jon og Sigga-San. Tveir síðari voru að ljúka 13 mánaða för um heiminn og flugu því um á öðru skýi en við hin. Í hópinn bættust líka Karól, Valli og ein kæró, Einar, Vera og tvær danskar stelpur. Allt í allt var þetta væntanlega eitt besta kombó á gjörvöllum Norðurlöndunum. Helgin (sem voru reyndar fjórir dagar) var stórkostleg. Hér var etið, drukkið, eldað og hlegið, dansað, sungið og spilað á öll húshljóðfærin, reykt vatnspípa, flogið um á töfrateppi, kúrað, gillað, svitnað, grátið og svo margt margt fleira. Helgin verður aldrei toppuð. Á tímabili vorum við Þremenningasambandið m.a.s. búnar að ákveða að fá aldrei aðra vini í heimsókn því að þetta væri svo stórkostlegt. Það ber að taka fram að sú hugmynd var ekki samþykkt. Allir eru velkomnir. Ég er knúin til að segja ykkur frá jafnvel þó að það sé langt. Ég segi þó eingöngu frá því helsta.

Föstudagur
Ég stóð á brautarpallinnum og beið eftir strákunum, svona eins og í skáldsögu. Yfir ævintýralegum frásögnum heimsfarana var sötraður bjór. Tónlistin var sett á fóninn og Steini talaði eins og í útvarpinu. Ég og Sigga sýndum fimleika. Fyrsta sýning af mörgum. Bjórinn kláraðist. Steini fór í húsbuxurnar, WoodWood peysuna mína, setti á sig perlufesti og við fórum út í búð. Misstum tvo bjóra. Kjötinu var skellt á pönnuna og á alla eldavélina og gólfið. Ég steig á vatnspípukol, öðrum til mikillar gleði. Strákarnir fóru allir í kjóla og Jón varð ástfanginn að lopahúfunni hennar Kötu. Við vöxuðum á honum lappirnar í staðinn. Hjóluðum í bæinn og Sigga slóg met í að reiða. Steini look-aði manna best á Playmo hjólinu hennar Karólar. Fórum á bar á hóptrúnó. Hamingja. Hjóluðum heim en Steini og Valli hjóluðu aðra leið en við sem var s-laga og löng. Fengum okkur vatnspípu á töfrateppinu.

Laugardagur
Enginn vaknaði þunnur, allir vöknuðu glaðir. Steini vaknaði fyrstur. Stóð á röndóttum nærbuxum á stofugólfinu og dansaði trylltan dans við helgarlagið "Young Folks" með Peter Bjorn & John. Ég hugsaði með mér að þetta væri lífið. Strákarnir fóru beint í bjórinn. Svo í pylsu og 12 tóna. Einar bættist í hópinn. Hjóluðum heim, fylltum á bjórinn og matinn. Bjuggum til góðan mat og fylltum borðstofuna af matargestum. Kúruðum til að melta matinn. Dönsuðum eins og hetjur í stofunni og sungum eins og englar í eldhúsinu. Flugufrelsarinn var fluttur ef hjartans einlægni og stúlkurnar urðu klökkar. Tókum ljótar myndir af fallegu fólki. Allir voru metnaðarfullir fyrir því að komast í sleik, enda sleikdagur. Hjóluðum í bæinn og fórum í saunu á Moose. Skiptum um stað. Spiluðum Yatzi og Mæju. Allir töpuðu nema ég. Hjóluðum í Kristjaníu til að syngja við varðeld. Fundum trampolín. Einhverjir slógu hæðarmet í sleik uppi í tréi. Aðrir pissuðu í lyftara og duttu á brenninetlur. Áttum fallegasta andartak helgarinnar við varðeldinn þar sem allir sungu saman. "When the world is sick, can someone be well? But I dreamt we were so beautiful and strong" Sumir draumar rætast. Það er gott. Allir fóru heima að kúra, enda kúrudagur.

Sunnudagur
Ég og Sigríður fórum í búðarferð enda báðar manna hressastar. Elduðum trylltan blinner (breakfast, lunch and dinner) með pylsum, beikoni, brauði, scramble, jógúrti, pålegg, amerískum pönnukökum og öðru stórkostlegu. Blinnerinn var eldaður á nærfötunum, enda of heitt í eldhúsinu til að vera í fötum. Of mikið búið að dansa við eldamennskuna. Naked chef. Um miðjan dag var kúrupása og gillipása. Við stelpurnar héldum partý í eldhúsinu, sungum eins og aldrei fyrr, spiluðum á eldhúsáhöld, hlógum og dönsuðum á brjóstunum á meðan strákarnir lögðu sig. Piff. Siggi og Steini voru á nærbuxunum allan daginn og neituðu að fara út. Drukku bara bjór. Það var gott. Ég grét af hamingju, enda ástæða til. Jón fór aftur í kjól. Allir fóru í búning, nema Einar (og Siggi og Steini). Fórum að leita að ís. Jón fór einn í göngutúr í kjól. Enduðum í hópkúri aldarinnar við undirspil Sigurrósar. Vorum sammála um að þetta hefði verið þeirra bestu tónleikar hingað til.

Mánudagur
Ég og Sigga fórum í skólann í leikfimitíma. Ég hjólaði heim til að kúra. Íbúðin var tóm sem og allar bjórflöskurnar. Hitti drengina í bænum. Steini leitaði að brúnum Kawasaki skóm. Keypti sér peysu til heiðurs Ástralíu. Keyptum kassa af bjór og settumst í Kongens Have. Náðum í pizzu. Vorum skemmtileg, líkt og ávallt. Hundarnir voru sjúkir í okkur. Sigga datt af hjólinu. Það var stórkostlegt og viljandi. Jón Bjarki lærði kúnstir hjá okkur Siggu. Færðum partýið úr garðinum og heim. Tókum tvær danskar stelpur með. Eldhúspartýið var stórkostleg. Allir sögðu sögur, drauma, þrár og voru glaðir. Kúruðum og gilluðum.

Þriðjudagur
Aktróbatíktími kl. 9.00. Stóð á haus og hélt á fólki, þrátt fyrir afrek síðustu daga. Fékk hetjuorðu frá sjálfri mér fyrir frábæra frammistöðu. Komum heim. Íbúðin tóm og enginn strákur að dansa á nærbuxunum í stofunni. Undarleg karlmannaslykt í íbúðinni. Fallegur miði á eldhúshurðinni. Þrifum á nærfötunum til að halda í hefðina. Söknuðum strákanna og vorum glaðar.

Til að toppa gleðina höfum við undanfarna daga farið í leikhús, í sirkús og séð geitur, kameldýr, fíla, ótrúlegan jögglara, hunda, trapeze listamenn og fimleikafólk og farið á geðveika Hot Chip tónleika. Í dag er stefnan tekin á loppemarkað til að kaupa gríngleraugu enda eru þau það eina sem vantar í íbúðina. Á sunnudaginn er það svo Whitest Boy Alive.

Lífið er stórkostlegt. Ég get varla beðið eftir næstu viku.

fimmtudagur, september 07, 2006

Up-side-down

Hið daglega líf er hafið hér á Howitsvej 65 4. sal t.h.(og örugglega á flestum öðrum stöðum á Howitsvej). Ég vakna kl. 7.00 snooze-a til 7.50, fæ mér latte, múslí og jógúrt, smyr nesti og hjóla í skólann. Þá tekur við kennsla af ýmissi sort. Nú, t.d. að standa á haus á milli læranna á Siggu á meðan hún hallar sér örlítið afturábak, hoppa upp á bak hjá öðrum og lenda jafnfætis og standandi, æfa að fara í kollhnýs (hvernig er þetta orð skrifað?) bæði hratt og hægt, standa á haus á annara manna baki, standa á haus og höndum á gólfi, jafnvægisæfingar ýmisskonar, rýmisæfingar ýmisskonar o.fl. Þetta get ég allt. Svo er hjólað heim, stoppað á kaffihúsi og einn kaffi í götumáli tekin með, lært heima (sem felst oftast í ýmiskonar rannsókn á nánasta umhverfi og fólki), farið í sund í Frederiksbergsvömmehalle og í 105 metra vatnsrennibrautina þar á bæ, eldaður dýrindis kvöldmatur og svo afslappesli fram að háttatíma. Allt mjög yndislegt.

Hér er líka mikil gestagangur, sem er gaman, enda er íbúðin okkar sú fegursta í Kóngsins. Védís bjó hér í tæpa viku, Karól í aðra viku og kemur reglulega til að muna hvernig sjónvarp lítur út, Inga og hin slóvenska Lenka (ef mér skjálast ekki) tjölduðu í stofunni í tvær nætur og Tinna Dan koma og hélt fyrirlestur um hægðir í gærkvöldi. Um helgina kemur svo annað Þremmenningasamband, þó karlkyns, hingað í gleðina.
Haustboðinn ljúfi, ég bið að heilsa, þó sérstaklega manninum, með hvíta andlitið og rauða nefið, sem stendur á haus og jögglar.

sunnudagur, september 03, 2006

Og svo tekur alvaran við..

Síðustu dagar hafa verið viðburðaríkir. Skokk í morgunsárið á laugardaginn fram hjá höllinni í Frederiksberghave, táknmálstúlkur í karókí á fimmtudagskvöldið, spjall við pólverja í rigningunni, tequila skrall hjá Þremenningasambandinu, brunch með góðum flokki vespna nokkrum ágætum stúlkum til lítillra gleði (en mér hins vegar til mikillar gleði að fylgjast með viðbrögðunum), partý við undirspil heillrar sinfóníuhljómsveitar, hjólatúrar um alla Kóngsins, Dýragarðspasta og mikið af feta, heimatilbúnar útgáfur af Actionary, kjólamátun, kjólakaup, semi-fatlaða barnið og fleira. En ég fer ekki nánar út í það að svo stöddu (dramatískt fiðluspil hefst hér). Skólinn byrjar á morgun. Ég hef ekki leyft mér að hugsa mikið um það síðustu daga, enda frekar stressuð. Sérstaklega í ljósi þess að ég veit ekki hvað tekur við. Skrýtið að nú sé þetta að ske, eftir að hafa hugsað um það í mörg ár. Ég held þó að ég hlakki mest til. Og nú ætla ég að gera heiðarlega tilraun til þess að sofa.. Eða allavega reyna.