laugardagur, maí 28, 2005

Grófur tilhlökkunarlisti fyrir komandi mánuði
Fyrsti hluti

- Átta til fimm vinna í sumar
- Franz Ferdinand (ef þeir koma)
- Búa til portfolio
- Að eiga tilbúin portfolio.. loksins
- Verða stór og fara að þvo mitt eigið klósett
- Gus Gus tónleikarnir sem ég ætla að fara á (og Kára Smára er boðið með)
- Og auðvitað Iceland Airwaves 2005
- Ágúst, þegar ég verð orðin sjúkleg gella
- Skartgripaverksmiðjan sem ég ætla að stofna og reka alein
- Að smána mig með Tyrfingi í Kanada
- Kjúklingaklúbburinn og heilsugönguklúbburinn
- Þegar Karól kemur heim
- Þegar Ragnheiður B kemur heim (og sá sem fylgir henni..)
- Öll skópörin sem bíða þess að ég kaupi þau

miðvikudagur, maí 25, 2005

250505

Ég: "Klapp klapp klapp. Til hamingju"
Ég: "Já takk takk"

Fyrir nokkrum árum var mér tjáð að 25. maí, þessi merkisdagur í mannkynssögunni, væri hinn alþjóðlegi Hanson dagur (eins og dyggir lesendur þessa bloggs vita, sérstaklega hún). Og jafnvel þó að ég geti ekki fundið neinar haldbærar sannanir fyrir því að það sé satt og rétt mun ég halda áfram að halda uppá Þö innternasjónal Hansondei sem og afmælið mitt þann 25. maí. Það er líka mun auðveldara að halda uppá Hansonsdaginn heldur en þessa viku sem byrjar í dag og heitir alltof löngu og flóknu nafni. Markiðslisti fyrir 250505-250506 er í vinnslu.

þriðjudagur, maí 24, 2005

Sjúklega tryllt blogg..

Mér finnst ennþá óþægilegt að geta ekki talið tærnar á fólki hér í Evrópu og vita því ekki með vissu hvort að fólk sé yfir höfuð með tíu tær eins og eðlilegt er. Ég bið alla því vinsamlegast um að fara að ganga í sandölum (já og gefa bara skít í kvefið..) svo að ég geti haldið þessum undarlega vana mínum áfram.

Þó að ég eigi einungis eftir einn dag í tuttuguogtveggja ára afmælisdaginn minn (og ég er algerlega sjúr á því að allir séu með það á hreinu að ég á afmæli 25. maí takk fyrir) þá hef ég vanið mig á að segja sjúklega og tryllt í öðru hverju orði. Sjúklega gelgjuleg orð sko! Mér finnst þau samt ekki töff.

og takk fyrir bless

föstudagur, maí 20, 2005

Nokkrir púnktar

- Ég sé fram á að þetta verði virkilega gott sumar. Ég sé ekki bara fram á það, heldur hef ég tekið meðvitaða ákvörðun um að þetta verði gott sumar.
- Menntaskólaböll eru skondin.
- Allt brasilíska súkkulaðið mitt er búið.
- Ég elska fólk sem er skrítið eða klikkað. Ég vona að ég geti þjálfað sjálfan mig í að vera líka skrítin eða klikkuð.
- Júsóvisjón.. öö nei, engin púnktur.
- Ég veit alveg að þetta eru leifar af þróun karla og kvenna og allt það.. en ég get bara ekki skilið hvers vegna í ósköpunum karlmenn eru með gerivörtur. Afhverju?

miðvikudagur, maí 18, 2005

Afskaplega..

... er sólarlagið fallegt út um gluggann minn, sérstaklega þegar milljón fuglar fljúga út um allt á himninum (þetta er alveg rétt íslenska)
... þykir mér ég vera með mikið gelluhár núna.
... þykir mér bloggið mitt fallegt núna.
... þykir mér erfitt að skilja hvernig ég á að setja kómentinn inn aftur
... yrði ég hamingjusöm ef að einhver myndi hjálpa mér (ragnheidurs@hn.is)

sunnudagur, maí 15, 2005

Topp tíu listi
-Að koma heim til Íslands-

10. Að geta farið reglulega í ræktina (plebbalegt en satt engu að síður)
9. Að vera brúnni en flestir, þó svo en flestum finnist ég ekkert brún (bara svo að þið vitið það þá er brúnkan núna í sögulegu hámarki..)
8. Að heyra international hittara á skemmtistöðum sem maður fílar ekki bara lélegt píkupopp (ekki misskilja, það er að sjálfsögðu fátt sem jafnast á við live samba í Rio De Janeiro..)
7. Mömmumatur
6. Miðnætursólin
5. Að endurheimta iPodinn minn sem var í pössun hjá Karól. Ég á nú bókaðan tíma hjá lækni sem ætlar að græða hann við mjöðmina á mér.
4. Loksins, alvöru latte og góður í þokkabót (ekki veit ég hver sagði að kaffi í Brasilíu væri gott.. sá hafði allavega mjög rangt fyrir sér)
3. Íslenska vatnið, hallelúja
2. Sumarfílingurinn í öllu fólkinu
1. Allir fallegu og góðu vinir mínir og familía

miðvikudagur, maí 11, 2005

Köttur úti í mýri..

Og þá hef ég yfirgefið Brasilíu. Í flugvélinni frá Rio De Janeriro til Parísar varð ég algerlega rugluð í öllum þessum tungumálum og hóf að tala dönsku við franska flugfreyju eftir að hafa reynt að tala við hana á portúgölsku. Ég áttaði mig á því að ég vaeri komin til Evrópu vegna þess að allir lyktuðu af ilmvatni og rakspíra en ekki sápu. Ég hafði einnig þróað með mér þann furðulega vana þegar ég var í Brasilíu að telja tærnar á fólki. Hins vegar eru allir í Evrópu í lokuðum skóm svo að ég veit ekkert hvort að fólk í París, London né Köben séu yfirleitt með 10 tær.
Nú tekur við örlítið meira af hinu sæta lífi af í Köben í þrjá daga hjá elskulegu Karól minni áður en haldið verður heim á Klakann. Þ.e.a.s. ef ég dey ekki úr kulda.

mánudagur, maí 02, 2005

Hvad á barnid ad heita?

Tetta nafnabrjálaedi hérna aetlar engan enda ad taka. Brasilíubúar verda mjog hissa tegar ég segi teim ad á Íslandi turfi madur ad fá leyfi til ad skíra bornin sín odruvísi nofnum. Ég er mjog hissa ad í Brasilíu sé ekki svoleidis listi

Ragnheidur: "Og hvad heitir tú?"
Madur: "Ég heiti Batman"
Ragnheidur: "Batman... er tad gaelunafnid titt?"
Madur: "Nei nei, tad er nafnid mitt, sjádu" Dregur upp persónuskilríki
Ragnheidur: "Já já.. en... gaman.."

Og fyrir nokkrum dogum gisti ég hjá fólki í litlum stranbar vid Amazonánna. Tau áttu trjú born

Mamman: "Og tetta eru bornin okkar; Immanuel, Faboni og Mylady"
Ragnheidur: "Já.. Ha? Mylady?"
Mamman: "Já, týdir tad ekki frúin mín á ensku?"
Ragnheidur: "Jú einmitt.. en.. fallegt!"
Mamman: "Já, okkur finnst tad"

Núna er ég stodd í bae í nordaustur Brasilíu sem heitir Natal. Á adalgotunni eru vitringarnir trír, risastórir og upplýstir. En hérna er sólin í Brasilíu og hér aetla ég ad ná mér í smá brúnku ádur en ég held heim á Klakann..