föstudagur, janúar 30, 2004

Gagnslaust

Mig langar ofboðslega mikið að læra það gagnlausasta í heiminum. Það væri alveg magnað að geta sagt við fólk að ég væri sérfræðingur í einhverju sem skipti bara alls engu máli. Og þess vegna var ég að velta fyrir mér hvað væri eiginlega gagnslausast í heimi. Ég held að það sé t.d.:

- að vita prósentur fólks í hverju landi í heiminum sem notar hina svokölluðu "réttu fingrasetningu" (það er þá "asdf ælkj") þegar notast er við lyklaborð.
- að eyða fjórum til átta árum í hönnunarskóla og hanna svo hið hefðbundna geisladiskahulstur sem er svo mikið drasl (brotnar alltaf, opnast oft svo að diskarnir detta út o.s.frv.)
- íslenskt strætókerfi.
- að hafa stúderað til fullnustu hvar í heiminum eru seldir pastellitaðar skirfstofuvörur, aðallega heftarar.
- að þróa exi sem er með ótrúlega oddhvössu blaði þegar það er nú þegar búið að finna upp vélsög.

Auðvitað getur eitthvað af þessu verið gagnlegt fyrir einhverjum en mér finnst þetta allt svona frekar gagnslaust. Og nú ætla ég að fara að sofa og finna fleiri gagnslausa hluti. Bless

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Það er bara svona!

Honum fannst hugmyndirnar mínar að hljóðverkum bara ekkert skemmtilegar. Honum fannst hins vegar að konur að öskra við fæðingu, til þess að leggja áherslu á hvað það væri vont, væri mjög góð hugmynd. Og mér finnst það bara ekkert því að ég á (vonandi) eftir að eignast barn og ég vil ekkert heyra hvað það er vont! Mér fannst hins vegar ein hugmynd skemmtilegust. Þið megið bara halda að það hafi verið mín hugmynd. Í heila viku, einu sinni á dag, tekur maður upp veðurfréttirnar. Svo getur maður bara alltaf átt þær á geisladisk því að þær skipta hvort sem er engu máli!

Á morgun klukkan 20.00 mun ég verða fræg. Ferill minn sem ljósmyndari mun vaxa og verða stærsti í alheiminum... ég held allavega að það sé klukkan 20.00. Fylgist með á bestu sjónvarpstöð Íslendinga.

Snillingur fjögur
Það eru allir frekar andlausir þessa dagana. Engir bloggar um neitt merkilegt, nema Andri sem bloggaði snilldina eina undir nafninu Ryk hlífir húsgögnunum. Og Andri bloggar alltaf skemmtilega. Og Andri er alltaf skemmtilegur og góður. Og Andri verður snillingur í mínum augum ævilangt.

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Mistök dagsins

Ég eyddi deginum í myrkrinu og nú ilma ég öll af framkallara og fixer. Við vorum tvær saman og vorum búnar að hafa það náðugt og leyfðum heittelskuðum Miles Davis að skapa stemmningu. Um kvöldmatarleytið ákváðum við að fara og fá okkur að borða, kjúlingasataysalat á Vegamótum sem er besta máltíð sem finnst í Reykjavík, sérstaklega ef beðið er um ost á hvítlauksbrauðið. Við snérum aftur í myrkraherbergið með kaffi í hönd og gleði í hjarta. Þegar við nálguðumst dyrnar heyrðum við eitthvað óma í fjarlægð, eitthvað sem boðaði ekki gott. Og þegar við opnuðum dyrnar barst á móti okkur hljómur liðinna tíma. Hljómur verri tíma. Fleetwood Mac í allri sinni "dýrð". Og við áttum ekki annars kosta völ en að hlusta á. Þau sem valið höfðu tónlistina fannst Miles Davis leiðinlegur. Næst þegar ég fer í mat, þá ætla ég að setja miða á geislaspilarann þar sem á stendur "Ragnheiður var hér fyrst, hún ræður". Þá getur ekki verið að þessi mistök eigi sér stað aftur.

Annars finnst mér þetta fyndið.

föstudagur, janúar 23, 2004

The return of the Plogger on the Blogger

Þessi vika hefur verið merkileg. Mig hefur t.d. dreymt mjög furðulega drauma. Mig dreymdi fyrst að Birgitta Haukdal væri fáklædd framan á kvennréttindablaðinu Vera. Sem hluthafi í blaðinu, bæði í alvöru og í draumnum, varð ég alveg brjáluð og öskraði eitthvað rugl það sem eftirlifði draumsins. Síðan dreymdi mig að ég væri á Hawaii. Ég var á leiðinni á dansnámskeið með Andra E þegar hann hóf viðreynslu við mig sem var ákaflega fyndin. Andri vildi eftirá meina að þetta væru freudískar þrár hjá mér. Og í nótt dreymdi mig að ónefndur kórfélagi hefði fitnað svo rosalega að hann var á við fjóra feita Ameríkana. Hann komst ekki í gegnum dyr. Draumurinn snérist um það að kærastan hans vissi ekki hvernig hún ætti að segja honum upp. Þetta var allt frekar súrt satt að segja. Og í kvöld sá ég einmitt sýruna Lísa í Undralandi í uppsetningu LFMH. Magnað leikrit en aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að sjá Halla í spandexgalla. Ja hérna, þetta er alveg!

Nú eru liðnir tæpir 23 dagar af þessu nýja ári og ég hef ekki ritað svo mikið sem einn lista. Þeir eru víst í tísku samkvæmt Bollasyni og Beikoni. Það er einmitt skemmtilegt frá því að segja að ég lít alltaf á þá drengi sem bloggtvífara. Ég var m.a.s. á tímabili farin að íhuga alvarlega að breyta linkunum þeirra í Atla Beikon og Pétur Bollason. Svo fannst mér það bara ekkert fyndið. En ég vil vera í tísku og ég ætla að semja einn lista. Í vikunni sem leið fengum við gestakennara. Hann heitir Spessi, er mjög spes og setti okkur fyrir það verkefni að gera hljóðverk. Og listinn fjallar einmitt um það.

Topp fjögur hljóðverkin mín

1. Prumpusinfónían (skýrir sig nú sjálft, ekki satt?)
2. Hin mikilfenglega mannsrödd (hér þyrfti ég að fá fullt af fólki til þess að gera allskonar asnaleg búkhljóð og mixa þau síðan saman)
3. Píkupoppsveit Íslands (ég myndi gera görlband og görlbandlag í anda Sugarbabes, Atomic Kitten og Destiny's Child. Síðan myndi ég helst senda það á FM og gera myndband með viftu og senda það á PoppTíví)
4. Ragnheiðar-rapsody (hér myndi ég stela einhverju klassíksu kvartett- eða kvinntettverki , fá strengjafólk í lið með mér til þess að spila það en í staðinn fyrir að spila það fallega þá myndi ég láta alla sarga á hljóðfærin. Það yrði án efa vinsælt hjá klassískum tónlistarmönnum landsins)

Síðan var ég bara með leiðinlegar hugmyndir. Og nú er þessi færsla að vera leiðinleg. Bless

P.S. Takk Silla fyrir áhugann. Þið hin eruð bara ömurleg

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Bless. Ég er farin í vikupásu.

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Árshátíð Lækjarbrekku eftir 2 tíma. Ég mun syngja "I Want It That Way" með Backstreet Boys í Idolkeppninni. Má í raun segja að ég muni tileinka þetta lag Filipsseyjum og flippinu.

mánudagur, janúar 12, 2004

Mitt versta ofbeldisverk

Ég sá loksins Kill Bill, Vol. 1 og hún var alveg mögnuð. Og ég fór að hugsa hvert mitt versta ofbeldisverk væri. Ég hef nú svo sem aldrei verið ofbeldishneigð en ég á þó eitt frekar gróft ofbeldisverk að baki (fyrir utan nokkra verðskuldaða löðrunga sem nokkrir drengir hafa hlotið). Það eina sem ég man eftir.

Þegar ég var tæplega fjögura ára bað mamma mín þrjár stelpur að passa mig. Þær voru nú ekki svo gamlar sjálfar, öruggleg á milli tíu og tólf ára. Ég man ekki hvað mamma mín var að fara að gera sem var merkilegra en ég, en ég man að þessar þrjár stelpur voru alls ekki leiðinlegar. Eftir einhvern tíma ákváðu þær að fara í sund, án mín. Sú ákvörðun reyndist algerlega röng í ljósi þess að þær áttu að vera að passa mig, ég vildi alls ekki vera ein og var frekar ákveðin (lesist frek) ung stelpa. Og þess vegna reyndist þessi ákvörðun líka mjög afdrifarík. Ég grenjaði heil ósköp. Ég grátbað þær um að fara ekki eða taka mig með í sund. En þær vildu hvorugt. Og þar sem ég var ákveðin, úrræðalaus og í hvítum klossum, þá greip ég á það ráð að sparka af mér öðrum klossanum. Ekki vildi betur til en svo að hann lenti framan í einni, allharkalega. Þannig að þær fóru og skildu mig eftir hágrenjandi, nánast farin að öskra og ein þeirra grenjandi ef sársauka. Eftir sat ég og grenjaði úr mér augun. Litli púkinn inni í mér var þó ánægður því, let's face it, þær áttu þetta skilið.

laugardagur, janúar 10, 2004

Þetta er ótrúlegasti húðlitur sem ég hef séð í langan tíma. Sjá nánar hér.
Forvarnir

Ég hef komist að því, eftir röð tilviljanna og vísindarlegar rannsóknir, að bíllinn minn heittelskaði og Andrarnir tveir eiga ekki saman. Í sumar sprakk á dekkinu þegar ég var að sækja þá. Í dag var bílinn minn rafmagnslaus á Grettisgötunni. Andri E hafði keyrt okkur að bílnum og Andri Ó ætlaði að fá far með mér. Ég hef þess vegna ákveðið að héðan í frá mun ég ekki leyfa þeim að vera báðum í einu í rúmlega eins metra radíus frá bílnum mínum. Allur er varinn góður!

Annars er ég afskaplega glöð að sjá að ég prýði atlividar.com. Ég er víst þessi nakta þarna til hliðar, eða svo er sagt.

föstudagur, janúar 09, 2004

Textagetraunin

Talandi um lélega íslenska dægurlagatexta. Þessi er ekkert skárri á íslensku..

Ó barnið barnið,
hvernig átti ég að vita
að eitthvað væri að hérna

Ó barnið barnið,
ég hefði ekki átt að sleppa þér
og núna ertu úr augsýn.

Sýndu mér, hvernig þetta á að vera
Segðu mér barnið, því ég verð að vita það
Af því bara!

Einmanleikinn er að drepa mig
og ég
ég verð að játa að ég trúi enn
ég trúi enn!

Þegar þú er ekki með mér
ég týni huganum
gefðu mér skilti
og berðu mig, barnið, einu sinni enn

fimmtudagur, janúar 08, 2004

Ugludagur, Beikon og væmni

Ég neita því ekki, þetta hlýjaði mér um hjartarætur og innst inni fannst mér ég oggupínu mikilvæg. Allavega einn fílar mig! Takk elsku Pétur Beikon. Jú ar vonderfúl.

Í dag fer Ugla Rugla til Malasíu . Ég ætla þess vegna að gera eins og Anna Tryggva benti öllum á að gera og tileinka þessum degi (hjá mér er ennþá 8. janúar) Uglu. Mér fannst tilvalið að segja ykkur gubbusögu en ákvað svo að hún væri ekki nógu merkilegt. Þess vegna ætla ég bara að senda Uglu skilaboð.

Elsku Ugla!
Fyrirgefðu hvað ég hef stundum verið vond við þig. Ég vona að þú hafir það gott í Malasíu. Ég lofa að skrifa til þín bréf við fyrsta tækifæri. Er heimilisfangið ekki Ugla Egilsdóttir, Malasía? Það er auðvitað bara ein Ugla í Malasíu!
Þú ert nú alveg, stelpa!
Koss og knús
Ragnheiður

miðvikudagur, janúar 07, 2004



Ég er komin heim. Þó að ég hafi stoppað stutt þá var ég búin að gleyma því hvað Íslendingar eru geðveikir, kaupasjúkir, óþolinmóðir og dónalegir. En það er allt gott og blessað. Ef einhver er á leiðinni til Svíþjóðar þá skal hafa eftirfarandi tvo hluti í huga:

... það er í tísku hjá stelpunum að vera í loðnum Moonboots
... allir eiga töff úlpur með loðkraga. Þær kosta tæpan 30.000 kall

Annars dansaði ég ekki uppi á þartilgerðu borði á skemmtistaðnum Atli minn en manaði hinsvegar vínkonur mínar til þess á meðan ég skrapp á barinn. Þær hefðu getað valið úr strákafjöldanum sem safnaðist saman í kringum þær.

Er farin að borða Pízzu, bless
Ragnheiður

mánudagur, janúar 05, 2004

Lungt!

Varud fyrir tha sem eru vidkvaemir fyrir stafsetningavillum. Thetta er oyfirfarinn postur.

Og enn a ny koma heitustu frjettir hjedan fra nagronnum okkar. Tho frekar althjodlegar frjettir. Thessa sidustu 9 daga hef jeg laert ymislegt nytt. Lithaenar halda t.d. ad thad sje haegt ad keyra fra Islandi til Svithjodar og fyrst thad er ekki haegt tha er nu allavega haegt ad taka lestina. Finnar laera i skolabokum sinum ad a Islandi eigi allir tvo bila ut af eldgosunum. Ef thad byrjar ad gjosa tha er madur fljotari ad koma sjer i burtu. Og Kanadamenn halda ad thad sjeu ekki til pizzur a Islandi.

Jeg er buin ad fara og fa mjer bjor, vondan saenskan bjor. Fyrst for jeg a stad sem jeg kys ad kalla "Ripp Off Sirkus" vegna thess ad hann leit ut alveg eins og Sirkur en innandyra voru engir hasshausar og tonlistin var algerlega andstaed vid Sirkus. A laugardaginn for jeg svo a alveg hreint frabaeran pjollustad og hitti thar fyrir mann sem dansadi alveg eins og Mikjall Jonsson. Thar sa jeg lika alla breiddina i nyjustu tisku Svithjodar, t.d. perlubindi, butasaumsbuxur og plastpokapils. Einnig uppgotvadi jeg a i Svithjod er kul ad dansa uppi a svidum og eru thar til gerd svid stadsett ut um allt. Med thvi ad dansa uppi a svidinu er nanast gerenterad ad thu hosslir. Gaerdagurinn var magnadur. Fyrst forum vid a alternative kaffihus. Dj sofnadi i sma stund. Sidan forum vid i billjard og that naest forum vid a bar sem heitir Pub Anchor (eda akkerisbarinn) og var Hard Core stadur. Nema thetta kvold. Tha var hann Hard Core Kareoke stadur. Mjog svo merkilegt thad!

Nuna aetla jeg ad drifa mig a versla.
Hejdå

Ragnheidur

föstudagur, janúar 02, 2004

Hejsan!

Hjer sit jeg i Sviaveldi. Hjer er stundum akaflega kalt og stundum thaegilega kalt. Jeg er buin ad laera a nedanjardarlestina hofum vid stulkukindurnar tekid upp vidurnefnid Andamamma og ungarnir thar sem jeg fer oftast fyrir hopnum og thaer koma i halarofu a eftir. Thad er sidan helst ad frjetta ad jeg hef, undanfarnadaga..

... horft a bada flugeldana sem ad Sviar skjota upp a aramotunum.
... farid i alvoru finnska saunu hjer i Svithjod og velt mjer nakinn upp ur snjonum a eftir. Jeg var tho sidprud og var med handklaedi utan um i saununni og einungis stulkur veltu sjer upp ur snjonum.
... braett hestaskeifu, hellt henni i vatn og lesid ut ur henni hvad nyja arid ber i skauti sjer.
... keypt mjer allskonar fallega doppotta hluti.
... og margt margt fleira..

Ha det bra!