fimmtudagur, mars 12, 2009

Ég var mjög ánægð með frammistöðu DJ Nonna og Manna um helgina. Barbara byrjar vel og við verðum þar aftur næstu þrjá laugardaga í það minnsta.

Fyrst og fremst náði ég þó að afsanna kenningu mína um það að nú væri ég orðin gömul. Undanfarnar vikur hef ég nefnilega veirð sjúk í að prjóna, líkt og margur íslendingurinn. En þar að auki hef ég uppgötað hljóðbækur á internetinu. Ég sat því eitt kvöld mað kisu mér til vinstri og te til hægri, prjónandi og að hlusta á hljóðbók. Þá datt mér nú í hug að hringja bara niður á elliheimili og athuga hvort að það væri ekki laus ein íbúð handa mér.

fimmtudagur, mars 05, 2009

Smá plögg fyrir mögulega þessa tvo sem enn kíkja við hér á síðuna mína.

Ef þér finnst gaman að dansa, grína, hlægja, brosa, drekka og ekki drekka, elskar glimmer, gleði, hamingju eða einfaldlega vilt gott partý, þá mæli ég með þessu..