Pabbi minn er innanhúsarkitekt og mamma mín er vefari (ekki heimsíðugerðarkona heldur svona listrænn teppatilbúari). Þetta gat verið alveg ágætt þegar ég var yngri. Ég lærði snemma að Arne Jacobsen var góður hönnuður þó að það væri stundum ansi pirrandi að týna pabba í skólanum því að hann þurfti endilega að skoða skrúfurnar í stólunum. Þegar mamma fór að heimsækja vinkonur sínar kom það oftar en ekki fyrir að mér var stillt upp fyrir framan trönur með pensil úr svínahárum í annari og platta með olíumálningu í hinni til þess að ég myndi nú þegja á meðan konurnar kjöftuðu. Svo virðist sem mér hafi betur líkað talið en teikningin því ég geri víst meira af því fyrra í dag. Í kvöld fórum við móðir mín og faðir í leikhús og eftir sýninguna fengum við okkur ís. Þá uppdagaði ég að ég hef ekki hugmynd um hvernig venjulegir sunnudagsbíltúrar fara fram. Þegar ég var yngri fórum við í ísbúð þar sem ég og systir mín fengum vænan ís og síðan fórum við að keyra um. Við skoðuðum ljót hús, falleg hús, ljóta garða, kjánalega garða, bjánalegar innkeyrslur, illa hannaða lýsingu, ósmekkleg gluggatjöld, asnalega málingu o.s.frv. Ekki veit ég út á hvað sunnudagsbíltúrar hjá öðrum fjölskyldum ganga en ef að þær hafa einnig stúderað Breiðholtið, Garðabæinn, Grafavoginn, Kópavoginn, Árbæinn, Reykjavík, Seltjarnarnes og fleiri bæjarfélög út frá smekklegri hönnun þá er mér létt.
Egóbústið
Mig langar í...
- ... fullkomna spænskukunnáttu
... snúru í gettóblasterinn minn
... disk með Yeah Yeah Yeahs
... báða Harry Potter myndirnar á DVD
... son sem er ekki jafn vanþakklátur og sá gamli var
... gamal auglýsingar úr járni
0 ummæli:
Skrifa ummæli