fimmtudagur, maí 08, 2003

Af fjölmiðlum

Ég skil ekki auglýsingar frá búðum sem selja föt í stórum stærðum. Í auglýsingunum frá þeim þá er alltaf mjög venjulegt, grannt fólk sem er í fötunum. Útkoman er því eins og ungabarn í fötum af mömmu sinni. Svo er eins og fólk haldi að allar konur í yfirstærð séu hippar sem vilja bara ganga í náttúrulituðum hörefnum. Ef að ég væri aðeins yfir meðallagi (hvað er það nú í dag?) þá myndi ég sko ekki versla í þessum búðum!
Í dag fékk ég bréfið frá Dabba og blað með frá xD. Í blaðinu er t.d. mynd af Ungfrú Já, Herra Í Svörtum Fötum og dóttur þeirra og höfðu þau hent öllu dóti hnátunnar mjög snyrtilega fram í stofu. Þetta var til þess að minna fólk á að D-ið ætlar víst að hækka barnabætur. Það sem ég skildi ekki var að það var kveikt á sjónvarpinu og þar var stillt á PoppTíví. Hvaða foreldrar leyfa 3-4 ára barni að horfa á Popptíví? Ja Fussumsvei!
Mamma mín hló heilan helling þegar Davíð var spurður að því um daginn hvort að skattalækkanir ættu bara að koma ríka fólkinu vel. Þá segir Davið "Já þú mátt nú ekki taka þetta út úr samhengi því að við ætlum líka að lækka virðisaukaskatt á matvörum" Þá varð mamma mín hugsi, hló svo og spurði hvort að ríka fólkið þyrfti s.s. ekkert að borða. Í blaðinu mínu nýja er mynd af einhverju fólki sem er búið að týna til allan matinn í húsinu og setja hann á eitt borð til þess að leggja áherslu á lækkun matarskattsins. Nú spyr ég, er eðlilegt að 4 manna fjölskylda eigi sjö lítra af mjólk? Á mínu heimili er alltaf til einn! Og í Fréttablaðinu fær xB hrósið fyrir skemmtilegar sjónvarpsauglýsingar. Og ný spyr ég, hvaða skemmtilegu auglýsingar? Ég hef nú bara séð niðurlægjandi auglýsingar fyrir okkur ungviðið. Halda því fram að við kunnum ekki á bensíndælu! Ja, fussumsvei!

Annars er það að frétta að ég keypti mér skó á 738 kr. í gær. Þeir eru hvítir úr plasti og alveg gríðarlega flottir. Og þar hafið þið það.

Egóbústið
Mig langar í...
    ... kokkabók sem heitir "The Soprano Family Cook Book" eða eitthvað svoleiðis.
    ... risastóra ljósmyndabók sem heitir Art Of Photography.. eða eitthvað svoleiðis.
    ... nýja myndavél, manual, með flassi og a.m.k. fjórum góðum linsum.
    ... myrkraherbergi með öllum græjum.
    ... óendanlega inneign í plötuverslunum og bókabúðum landsins


Bragi þetta er sko afmælisleikur hér á síðunni en ekki í tísku. Hermikráka

0 ummæli: