sunnudagur, maí 25, 2003

Af Hot'n'Sweet og fleiru

Blogger er í fríi, ég get allavega ekki breytt niðurteljaranum svo að staðan er svona:
Tvítugsafmæli: Í DAG!
Von á systursyninum: 2 dagar
Harry Potter: 26 dagar.

Ég bið alla þá sem þurftu að þola drykkjuæsing og annað leiðinlegt frá mér í gær innilegrar velvirðingar. Ég kenni Hot'n'Sweet staupunum í efnafræðiglösunum um. Ég verð alveg óþolandi eftir drykkju þessara efna. Þó aðallega verð ég að biðja tvo afsökunar.
Alli frændi: Rauðvínið var mér að kenna og ég er búin að fyrirgefa þér þetta með heita pottinn, fyrir löngu m.a.s. Skammast mín niður í tær og skil ef þú vilt neita öllum fjölskyldutengslum okkar á milli.
Siggi skeggjaði: Ég biðst aftur afsökunar varðandi bjórinn, ég skulda þér enn einn.
Ég held reyndar að hvorugur viti af tilvist þessa bloggs og lesi það því ekki, þannig að þið komið þessu til skila ef að ég er ekki búin að hitta þá. Takk fyrir.

Gudda lofaði víst að birta útgáfur af ljóðinu utan hringsins eftir Stein Steinarr. Í eftirfarandi ljóðum bregður Gudda sér í líki ýmissa manna. Hér kemur upphaflega útgáfan:

Ég geng í hring
í kringum allt sem er
og innan þess hrings
er veröld þín


Minn skuggi féll um stund
á gluggans gler


Ég geng í hring
í kringum allt sem er
og utan þessa hrigns
er veröld mín


Nú hér má sjá órómantíska og orðóheppna manninn yrkja:
Ég geng í kringum þetta allt
og þú ert inni í hringum


Minn skuggi féll
á þennan glugga


Ég geng í kringum allt
og ég er fyrir utan hringinn


Og að lokum Pakistaninn sem kann ekki góða íslensku:
Ég vera ganga kríngúm
og ég detda gegnúm glúgga
og nú þú véra inní
og ég véra útí


Jæja, ég er farin að halda áfram að vera tvítugt. Já hey, þið eruð öll ömurleg nema Karól og Andri Ó. en enn gefst ykkur tækifæri til þess að bæta ráð ykkar, Ég á afmæli í einn og hálfan tíma í viðbót, ef tekið er mið af degi en fimm og hálfan tíma ef tekið er mið af fæðingartíma þannig að enn er tekið við hamingjuóskum.

0 ummæli: