föstudagur, febrúar 28, 2003

Á barmi heimsfrægðar..

Ég var að syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands í gær. Reyndar ekki ein heldur voru hann, hún, hann, hún, hann og 156 aðrir í viðbót líka að syngja með.
Það var gaman, mjög mjög gaman og við fengum mjög góða dóma. Tjékkið bara á Mogganum og DV í dag. Eftir tónleikana var skálað og svo eyddum við restinni af kvöldinu að syngja fyrir stjórnandann. Ég hef ákveðið að draga orð mín til baka um það að hann sé ekki myndarlegur. Ekki það að ég hafi skipt um skoðun heldur vil ég ekki verða fyrir aðkasti frá eldri kórkonum sem hafa víst legið slefandi síðustu ár og slefuðu einnig í gær. Aumingja maðurinn hefur örugglega þurft að senda fötin sín í skyndihreinsun í gærkvöldi.

fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Nú skal leggjast í bækur..

Ég er að búa mig undir að lesa yfir mig eins og stúdentinn í Englum Alheimsins sem var lokaður inni og beit í sundur tunguna í sér. Fram undan er að lesa allt námsefni síðustu 3 ára aftur, a.m.k. tvisvar, fyrir byrjun maí. Hver bók er svo stór og þykk að allir IB nemendur þekkjast á því að axlirnar á þeim nema við mjaðmir vegna þunga bókanna. Einnig á ég að skila ritgerðum sem að skipta hundruðum (mér finnst það allavega þó að þær séu bara 7 til 10). Að því tilefni fór ég í Hagkaup og keypti allt sem að mig langaði að kaupa fyrir 1000 kr, nema Smámál því að það var ekki til. Ég keypti mér baguette og bakarinn hljóp á eftir mér, reif af mér brauðið og afhenti mér nýtt "Hélt að þú vildir kannski frekar nýbakað og sjóðheitt brauð". Svona getur fólk verið yndælt.

Ég get alveg verið sammála Hildigunni, stjórnandinn er æði en hann er þó ekki myndarlegur. Ása hafði heyrt frá Hildigunni að hann væri fjallmyndarlegur. Svo var nú ei því að hann minnir helst á galdrakall, sérstaklega þegar hann er að sveifla stjórnendasprotanum hingað og þangað. Það vantar bara acrabadabra... annars megið þið dæma um það sjálf. Hann er þessi með gleraugun. Svo er hárið á honum mjög skrýtið (reyndar ekki á myndinni). Það er eins og hann sé með horn. En það er bara miklu skemmtilegra. Samt hefði kvennpeningurinn ekki neitað að fá ungan, stæltan og myndarlegan mann (eins og Hildigunnur hélt) en þá hefðum við örugglega ekki haft mikla einbeitingu.

Jæja, ég er farin að gera kaffi handa móður minni sem er nánast farin að grenja yfir kaffileysi. Uss, þessir foreldrar..

þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Ég skil ekki...

... afhverju það eru 5 heilsíðu eða opnu auglýsingar fyrir hrukkukrem í nýjasta tölublaðinu af Nýju Lífi. Þar af eru 4 af þessum auglýsingum á fyrstu 5 opnunum. Allar konurnar í auglýsingunum eru hinsvegar eins og barnarass í framan og þurfa jafnmikið að nota hrukkukrem og Dr. Gunni þarf að nota sjampó.
Svava Jakobsdóttir (rithöfundur fyrir hina fáfróðu) sagði að hún hefði orðið mjög glöð þegar hún fékk fyrstu hrukkuna. Ég heiti hér með að gera slíkt hið og býð ykkur öllum til veislu þar sem haldið verður upp á fyrstu hrukkuna. Ykkur er öllum velkomið að fylgjast með húð minni eldast og megið skoða hvort einhverjar séu farnar að segja til sín.
Já ég hlakka svo mikið til að halda hrukkuveisluna mína að ég er farin að skælbrosa til þess að flýta fyrir.
Hauslaus var það ei heillinn

Ja hérna og jæja. Hausinn situr pikkfastur á og engar tilraunir voru gerða til að gera mig höfðinu styttri!

Rokkfélagið hf. (Rokkið a.k.a. Anna Pála og Rokkgyðjan a.k.a. moi) og lærlingurinn litli (Yngvi a.k.a. Yngvi) höfum ákveðið, í tilefni þess að húsið mitt mun standa autt í bráð, að efla til dýrindismálsverðar. Það sem búið er að ákveða er að það verður grillaður (eða steiktur) ferskur túnfiskur í aðalrétt með suður-amerískri sósu. E.t.v. verður Kir Royal í fordrykk (kannski, ef að ég get plöggað líkjörnum), mozzarella salat eða melónusalat í forrétt, eða einhverjir sjávarréttir, ólífu- og ostabrauð, einhverskonar súkkulaðimúss eða súkkulaðifrauð og illy kaffi á eftir. Eruð þið farin að slefa? Ég er allavega farin að ná í pappír til þess að þurrka af lyklaborðinu..

sunnudagur, febrúar 23, 2003

Plögg og meira plögg

Þá er þetta loksins búið. Loksins get ég farið að læra... eða þið megið halda það. Eftir síðustu sýningu lögðust allir á sviðið, þökkuðu næsta manni fyrir allt og svo grenjuðum við saman í kór (..eða ekki). Síðan var haldið í lokapartý til Helga hins frækna í Kópavogi. PJ-ölla og DJ-Banani ásamt smá innskotum frá DJ-beikon héldu uppi dansfjörinu við mjög svo góðar undirtektir. Að gleðskapnum loknum keyrði ég fullan bíl af ofurölva ungmennum þvers og kruss út um allan bæ. Fyrst var þó komið við í 10-11 til að snæða nesti. Þar var málfar ungmenna og innreið amerískrar menningar rædd af miklum eldhug við öryggisvörð.. svo fóru allir heim.

Þrátt fyrir bláedrúmennsku mína í gærkveldi vaknaði ég með þann mesta hausverk sem herjað hefur á mig síðan ég var 8 mánaða og lá við dauðans dyr á gjörgæslu með heilahimnbólgu (ekki að ég muni eftir því en ég býst við því að ég hafi verið með hausverk). Ég gat hvorki hreyft legg né lið án mikillar pínu og virtist um stund sem hausinn ætlaði af að fjúka. Ekki dugðu pillur ef neinni tegund og er skemmst frá því að segja að ég var rúmliggjandi á meðan kórarnir tveir héldu absalút æfingu í Háskólabíói. Eftir mikinn svefn og pilluát virðist verkurinn eitthvað vera að dvína og er ég göngufær á ný. Nú kvíð ég einstaklega mikið fyrir næstu kóræfingu. Er ég leið að hausinn hafi ekki fokið af í hausapínunni í morgunn því ég býst við því að verða höfðinu styttri eftir þá æfingu...

Ég þakka gott samstarf á liðnum árum, lifið heil og hamingjusöm til æviloka

Ragnheiður - við dauðans dyr

laugardagur, febrúar 22, 2003

Síðasta sýning í kvöld!

Ætlar þú að láta þetta fram hjá þér fara?
Sjáðu hvað Skördí, Jökull hjá Heilabúi, Sigga Sveppur, Nexus.is, Eyþór og þessi maður hafa um málið að segja!

Það er aðeins ein sýning eftir, ekki missa af þessu, láttu örlögin ráða...

Plöggi Plögg Plöggsson þakkar fyrir sig
Ja hérna

Ef maður er stolur af því að vera MH-ingur þá er það eftir síðustu þrjá daga. Magnaðir lagningardagar, loksins loksins get ég reiknað eitthvað almennilegt á grafísku reiknivélina mína og veit allt um kaffi. Árshátíðin var mögnuð; maturinn geðveikur (slef self slef) og ballið frábært (fyrir utan pjölluskap karlmanna).
En aðallega er maður stoltu eftir ótrúlegan sigur á Versló í Gettu Betur á fimmtudaginn. Annað eins hefur ekki sést í langan tíma. Ég nagaði af mér neglurnar að óþörfu og darling you are my hero! Ef einhver missti af þessu þá er sá hinn sami afar óheppinn (nema ef hann er Verslingur).

Annars mælti Mummi með þessari síðu. Ég geri slíkt hið sama..

fimmtudagur, febrúar 20, 2003

Ég bætti Stóra bróður Skúla hins inn á linklistann, bara af góðmennsku. Hann er ágætasta grey en talar oft mjög mjög mikið um körfubolta..
Linkalisti

Ég er búin að beturumbæta linkalistann.. ég kynni hér með nýja meðlimi til leiks

Albert er þykjustunni skyldur Braga. Hann er með eindæmum fyndinn, e.t.v. fyndnasti hommi á Íslandi
Bragi Snagi er skyldur Braga. Hann getur líka verið fyndinn. Þrátt fyrir það er röflið í honum hið ágætasta.
Dagga er pólitísk og telur sig vera rokk (hún er samt mjúk undir niðri samanber litunum á síðunni hennar).
Dr.Sindri er litli bróðir Önnu Pálu. Dágóður drengur
Skördí þarf vart að kynna. Hún talar um eiginmannalistann okkar í nýlegu bloggi. Allt satt og rétt!
Magga MR Maack er æskuvinkona og MRingur í húð og hár.
Marta Smarta er rokksópran númer 2. Í blogginu má m.a. finna eitthvað um kúkavél og fleira.
Skúli hinn hefði verið númer 1 á eiginmannalista Hildigunnar og Ragnheiðar ef hann væri ekki hættur í MH. Í staðinn set ég hann hér
Stóri bróðir Skúlafs er stóri bróðir Skúlafs. Eftir að hann varð frægur í Júró þá bara varð ég að setja hann inn!

Allir hinir eru hið ágætasta fólk sem hafa þegar náð langt í metorðastiga bloggsins...

Brennda augað snýr aftur

Ég vil þakka Bárði innilega fyrir að bjarga deginum óafvitandi. Ég get eiginlega ekki útskýrt hvað hann var að gera.. dansa.. nei. Breika... nei. Skíða.. nei. Bara eitthvað sem var harðsperrur-í-magann fyndið.

Leikritið gengur vel og aðeins ein sýning eftir (kaupa miða, kaupa miða!). Við erum búin að fá dóma frá DV og á Nexus.is og báðir voru mjög góðir.

Hver hefur ekki séð þennan þátt? Sá hinn sami skal skammast sín mikið. Mig langar allaveg í þennan bol. Þið vitið það kannski ekki, en ég á í raun afmæli 25. febrúar.. í alvöru.

Gúdd næt

sunnudagur, febrúar 16, 2003

Pjölluverðlaun ársins 2003
(gildir líka um 2002)

Væmnasti maður allra tíma
Phil Collins - alltaf sígildur, alltaf væmin

Furðulegasti kynnir ársins
Gísli Marteinn Baldursson

Ömurlegasta framkoma við útlending
Íslenska ríkið við Falun Gong meðlimi

Plott ársins
Í skóm drekans -Ég held að aðstandendur Ungfrú Ísland.is og Hrönn hafi verið að vinna í þessu saman, þegar myndin var loksins sýnd var hún orðin svo umtöluð að allir fóru að sjá hana. Síðan fengu aðstandendru Ungfrú ísland.is einhverjar % og báðir græða!

Selebinn með enga hæfileika
Beta Rokk

Asnalegasta keppni ársins
Músíktilraunir -bara þetta ár vegna asnalegra úrslita (að mínu mati)

Prump aldarinnar
Birgitta Haukdal að fara í Júróvisjón -sama hvað hún hefði sungið, hún hefði alltaf unnið. Hversu margir sem kusu hana voru 12 ára og yngri?



laugardagur, febrúar 15, 2003

Brennt auga og rispað brjóst

Í gær var frumsýning á voru ástkæra leikriti. Hún gekk mjög vel og allir voru mjög ánægðir, leikendur, áhorfendur o.s.frv. Lesið bara ummælin hjá Hildigunni sem er busi í bloggheiminum og á nfmh.is sem Jökull skrifaði

Við fórum í sund og urðum að alvöru Íslendingum því að það kom svo mikið haglél að það var eins og þetta væru nálar en ekki högl. Ég er samt útbarin eftir gærdaginn. Í einni senunni rann ég eftir gólfinu og fékk brunasár á ristina. Það var nú ekkert rosalegt en blæddi samt þónokkuð. Sagan drefiðist eins og eldur í sinu og breyttist mjög skemmtilega

"Ragnheiður meiddi sig á ristinni"
"Ragnheiður skar sig á ristinni"
"Ragnheiður skar sig á ristlinum" (Íris velti mikið fyrir sér hvernig það væri hægt og ákvað að lokum að ég væri með einhvern sjúkdóm)
"Ragnheiður skar sig á púls"
"Jóhanna skar sig á púls"

Í einni senunni datt Tinna Trausta á mig og til að forðast það að detta í gólfið greip hún í mig.. eða réttara sagt reyndi að rífa af mér brjóstið. Það er núna útklórað.
Svo í partýinu var Danni að faðma mig og rak óvart sígarettu í augnlokið á mér, ég er mjög fegin að augað var lokað. Ég gekk um með klaka það sem eftir lifði kvöldsins. (Danni honey, it´s OK) Svo sló ég líka mann

Ekki bara er Skördí farin að blogga, heldur hefur Marta Smarta líka hafið skriftir. Ég býð ykkur velkomnar stúlkur.

Fyrir þá sem vilja er enn hægt að panta miða á sunnudagssýningu í síma 562 4904
Breast-, writs- and eyebeated woman

þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Heimasíðan er tilbúin!

Þá er heimasíða Örlagasystra komin upp. Það vantar bara oggu pínu pons á hana en ekkert sem háir neinum við skoðun enda alveg mögnuð síða. Leikritið gengur vel í æfingum og þið getið komið á eftirfarandi dögum að sjá það í Austurbæ við Snorrabraut:
14. febrúar kl 20.00
16. febrúar kl. 20.00
17. febrúar kl. 20.00
19. febrúar kl. 20.00
22. febrúar kl. 20.00

Það kostar einungis 1000 kr. inn en 800 kr. fyrir meðlimi í NFMH og grunnskólanema! Pantið ykkur miða í síma 562 4904

Plöggi Plögg Plöggsson þakkar fyrir sig

sunnudagur, febrúar 09, 2003

bloggleysi og netpróf

Ég ætlaði að taka eitthvað tilgangslaust próf en fannst ekkert þeirra nógu tilgangsmikið til þess að setja útkomu hingað inn. Í staðin komst ég að því að minn innri Ítali tjáir umhyggju með saklausum kossum. Ítalinn á ekki heima í helvíti samkvæmt áreiðanlegum heimildum netsins, einnig er mitt leyndasta leyndarmál það að ég fór í brjóstastækkun. Greinilega eitthvað í anda Mikjáls Jónssonar (þýða á ensku), sem segist bara hafa farið í 2 lýtaaðgerðir, í hin skiptin var örugglega eitrað fyrir honum og aðgerðirnar framkvæmdar án hans samþykkis. Brjóstastækkunin hlýtur að hafa verið álíka (Ingi, stendur þú fyrir því?).

Annars mega lesendur fara að fylgjast spenntir með því innan nokkura tíma opnar alveg hreint mögnuð heimasíða LFMH, Örlagasystur, en samnefnt leikrit verður einmitt frumsýnt eftir 5 daga (*hljóð frá skjálfi í beinum*). Eyþór, a.k.a. Eron design hannar hana og hún er mjög flott.. miklu betri en þessi :)

En ég verð að setja sönnun fyrir þessu hingað inn, buona notte le belle persone!

You are Italian
You are an Italian.


What's your Inner European?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

hvernig lykt ætli sé uppi í nefi? maður getur auðveldlega fundið hvernig bragð er uppi í (annars manns) munni en hvernig í ósköpunum tli maður geti komist að því hvernig lykt er uppi í nefi?
Svona lítur þá taugaáfallsbarmurinn út..

Ég vil benda á að staða nuddarans er enn laus. Borist hafa fjölda margar umsóknir og því fer hver að verða síðastur að sækja um. Starfið felst aðallega í því að fylgja mér um og nudda mig og hughreysta. Þó má gjarnan gera líkt og Hjörtur er búin að gera mikið í kvöld, bera mig um.

Umsónir óskast sendar á nuddari@ragnheidur.s en einnig er tekið á móti þeim í síma 1-800-NUDDARI

sunnudagur, febrúar 02, 2003

Sunday, sunday

Ég hef verið að velta því fyrir mér.. nú er ég ansi lík mömmu minni í flesta staði, er reyndar ekki alveg jafn grönn og hún en allt annað við okkur virðist vera mjög líkt. Við höfum alltaf áhyggjur af því að gestunum okkar sé kalt, bjóðum alltaf allt sem til er í ísskápnum, báðar jafnréttissinnar, ákveðnar, blóðheitar og svo mætti lengi telja. Hins vegar get ég ekki framreitt jafngóðan mat og hún mútta gerir.. sama hvað ég reyni. Þó að ég noti t.d. nákvæmlega sömu uppskrift að súkkulaðiköku og hún (og reyni að gera allt nákvæmlega eins) þá verður kakan aldrei jafngóð og hjá henni! Mér finnst að þetta ætti að vera í genunum!

En allavega, ég er að búa til playlista og óska eftir tillögum á listann í formum komments...
takk fyrir
over and out