þriðjudagur, maí 27, 2003

Bílnum okkar var stolið í vetur. Ég og mamma settum sófann, alla borðstofustóla og hægindarstóla (þó að þeir séu nú engir rosalegir hægindarstólar) inn í forstofu því að á stolnu lyklakippunni var ekki einungis bíllykill heldur einnig húslykill. Ég ákvað líka að láta fat með hnífapörum halda jafnvægi á hálfopinni hurð svo að ef hurðinn yrði hreyfð þá myndi allt húsið vakna við barmlið í hnífapörunum. Þegar bílinn fannst (nánast tómur að innan, ruplararnir tóku m.a.s. sundskýluna hans pabba!) ákváðum við að fá okkur öryggiskerfi. Það var sett upp í dag af tveimur mönnum sem tóku andköf þegar þeir sáu köttinn minn og flautuðu svo á hann, við afar dræmar undirtektir Mola, sem er kötturinn, og hélt hann móðgaður á brott. Ég er nokkuð viss um að hann hugsaði "Ég er ekki hundur". Þessir kallar nú ekkert rosalega merkilegir fyrir utan það að þeir tóku símann þrisvar úr sambandi á meðan ég átti í langlínusamræðum við Björgu í Brussel. Aumingja maðurinn varð alveg miður sín þegar ég kallaði utan af palli (því að þeir voru líka að bora í veggi svo að það reyndist erfitt að tala í símann) "Aftur, dísös kræst, ég er að tala til Belgíu!".
Kerfið er hinsvegar alveg hreint snilldarlegt því að það talar við mann, þokkafull tölvukonurödd sem tilkynnir að nú sé kerfið "Ready to arm" og svo er líka hægt að taka upp skilaboð til annara fjölskyldumeðlima "Fór í sund, kem heim kl 18.00" þó ég efist nú um að mamma mín muni nokkur tíman læra á þessa skilaboðaskjóðu.

Áðan var ég næstum því búin að keyra á fugl sem ákvað skyldilega að steypa sér fyrir bíl. Þá fór ég að hugsa, ætli fuglar geti líka fengið hjartaáfall? Og ætli þeir geti fengið taugaáfall? Ég meina. það hlýtur að vera nokkuð stressandi að vera fugl. "Oh sjitt, ég þarf að safna prikum og grasi, búa til hreiður, safna ormum til að éta og fljúga suður á bóginn, sem eru nokkur þúsund kílómetrar"

Krílið litla hefur ekki látið á sér kræla, það ríkir mikil spenna á heimilinu

0 ummæli: