Djammandi djammandi
Eftir vinnu á miðvikudaginn vildi ég djamma. Því var haldið til Söndru þar sem hvítvín, bjór og ostar voru borin á borð. Anna Pála, Vigga og Dagga voru líka í ostaveislunni ásamt Sigga hennar Söndru og mömmu hennar og litla bróður. Næst var haldið niður í bæ og fyrsta stopp gert á Kaffibrennslunni. Það var stutt. Síðan var haldið upp Bankastrætið og hljóp ég inná mína heittelskuðu Lækjarbrekku til að skrifa á mig annan gullvökva (lesist bjór). Yfirþjóninum mínum leist svo rosalega vel á þennan stúlkaskara sem stóð í portinu og beið eftir mér að hann heimtaði að þær myndi koma inn og bauð öllum bjór og epplasnafs. Þá var ég öfunduð af góðum vinnustað, hahaha! Allavega, Anna Pála var, sökum amors litla, alveg sjúk í að fara inn á Ara í Ögri. Hinar þrjár stungu af á Dillon án okkar vitundar og sat ég ein eftir með Önnu Pálu og amornum hennar. Ég átti því ekki annan kost en að leika mér í reiknivélinni minni ásamt því að tala illa um IB við Kristófer hin hálfbreska sem er líka á IB. Ég heimtaði brottför þegar úthaldið var á enda og þá var haldið á Glaumbar. Eftir eitt J-T lag fór ég. Anna Pála var upptekin af öðru. Ferðinni var heitið á Vegamót en þar átti Yngvi víst að vera. Hann reyndst þó vera á Sólon. Á leiðinni til baka hitti ég tvo pilta sem voru að baksa við að binda bindishnút. Þeir voru báðir drukknir og greip ég á það ráð að binda hnútinn fyrir þá, við mikinn fögnuð nærstaddra. Ég dró þá af stað með mér á Sólon, því að ég nennti ekki að labba ein, og kom þá í ljós að þeir þekktust ekkert og höfðu aldrei sést áður. Á Sólon keypti Yngvi bjór handa mér og fór svo, þannig að ég var eftir með belgíska Michelin kokknum, Pieter. Eftir dans í smá tíma héldum við af stað á Boomkikkers. Ég komst reyndar ekki þangað því að ég hitti dreng sem hafði stolið plaststólpa í Bankastrætinu og var hann svo ánægður að löggann hefði ekki stoppað hann að hann ákvað að kalla stólpann friðartáknið sitt. Við röltum upp á Vesturgötu þar sem ég fékk að pissa í mjög fallegri kommúnu. Síðan fórum ég og friðardrengurinn í göngutúr um gamla kirkjugarðinn og svo labbaði ég heim. Megnið af leiðinni var býfluga samferða mér en hún vildi ekki tala við mig. Þegar ég kom heim, um 7.00 þá uppgötvaði ég að ég var læst úti. Ég vildi ekki vekja foreldra mína að svo stöddu svo að ég lagið mig bara í sólinni í hallargarðinum mínum (lesist: fyrir utan útidyrahurðina). Vaknaði svo kl. 9.30 við vekjaraklukkuna inni hjá mér, ég var þó ennþá úti og kl 10.00 bankaði ég á klósettgluggann og bað um að mér yrði hleypt inn. Og þar með endar djammsagan.
Ég hef verið útnefnd upplýsingamálaráðherra fjölskyldunnar og þarf því að svara fyrirspurnum og símtölum varðandi ófædda drenginn. Einnig þarf ég að hringja í alla fjölskylduna þegar hann loksins fæðist og tilkynna um fæðingartíma, stærð, þyngd og heilbrigði. Þetta er einflaldega vegna þess að móðir mín og faðir eru að fara af landi brott í viku og getur því enginn annar sinnt starfinu. Í nótt vonaði ég heitt og innilega að hann væri að fæðast, reyndi m.a.s. að tala systur mína inná að að hlaupa 20 sinnum upp og niður stigann hér fyrir utan.. það gekk ekki.
Hundrað milljón þúsund skrilljón billjón rokkstig fær Björgin mín eina fyrir bestu og flottustu gjöf í heimi og geimi. Brosið er ennþá á, kjólinn passar og þessi magnaði maríuhænuhattur! I love you! P.S. er búin að plögga kaffi hjá Mumma þegar þú kemur heim.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli