fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Í dag er ár liðið frá því að Ragnheiður kom sem hlýr vorblær um miðjan vetur inn í líf lesandans. Það er nokkuð augljóst að fögur fyrirheit mín um að mitt daglega mas myndi minnka með tilkomu þessa bloggs hafa ekki staðist. Ef eitthvað er þá held ég að mitt daglega mas hafi aukist eilítið.

En, ég á allavega platafmæli í dag svo að nú mega allir kyssa tölvuskjáinn bloggsíðunni til heiðurs.

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Að panta pítsu

Ef maður á heima í blokk og pantar pítsu, hvort lætur maður þá pítsasendilinn hlaupa upp með pítsuna eða hleypur niður og sækir pítsuna?

mánudagur, nóvember 24, 2003

Víkend

Helgin er búin að vera nokkuð skrautleg. Ég lenti í því, í þriðja skitpið á jafn mörgum mánuðum, að keyra í bíl með sprungnu dekki. Reyndar var þetta ekki minn bíll eins og í hin tvö skiptin (og ber að taka fram að í fyrra skiptið þá skipti ég á dekkinu á meðan Andrarnir tveir horfðu á.. þeir hjálpuðu bara ofurlítið til). Bíllinn var í eigu yfirþjónsins míns sem var að skutla mér heim. Ekkert var vandamálið þar sem við vorum báðar þrautþjálfar í að skipta um dekk. Okkur var hrósað mikið af nokkrum leigubílstjórum sem söguðst núna trúa á konur og yfirþjónninn hótaði þreumur fullum unglingum með felgulykli því að þeir ætluðu sér inn í bílinn. Allavega kom smá babb í bátinn, bílinn nýr, dekkinn fest á á verkstæði og dekkið vildi ekki af. Voða læti, löggann kom og við vorum litar vitlausar stúlkukindur í þeirra augum.

Á laugardaginn var hið margumtalaða kórpartý. Allt byrjaði vel og skemmtunin var mikil. Ég var ákaflega hress. Svo hress að ég var heldur leiðinleg við alt og alta. Þær áttu nú atriðið alveg skilið en ég missti mig svolítið mikið eftir aðtriðið (Skördí, friðurinn sem við unnum svo hart að í fyrra var brotinn í fyrsta kórpartý vetrarins, því miður af þínum röddum). En núna held ég að við séum kvittar og ég gef öltum skotleyfi á mig í næsta partýi. Ég verð glöð ef atriðið fjallar bara um mig. Núna er ég að vinna í "The Black list of alcohol". Þar eru efstir drykkirnir Sambvuca (skamm Skúli, ég versla bara bjór fyrir þig héðan í frá), freyðivín og hot'n'sweet.

Það var ákaflega lítið að gera á Brekkunni í gær svo að starfsmennirnir eyddu kvöldinu í að grína. Ógeðsdrykkurinn "Kúkablesi" var búin til handa öllum starfsmönnum, Baileys-Amarettokakó, kokkarnir voru sendir fram með mat handa viðskiptavinunum, yfirkokkurinn bjó til karakterinn Hreggvið, sem var með plömmer, rangeyður og smámæltur og reyndi við alla starfsmennina. Skemmtilegast þótti okkur stelpunum þó sæti Ameríkaninn og ég verð hissa ef drengurinn var ekki ánægður með þjónustuna. Húns snérist nefnilega eingönu um hann á tímabili. Eftir vaktina fengum við okkur öll sjeik og súkkulaðiköku (sem ég mæli einstaklega með, því hefur jafnvel verið haldið fram að hún sé betri en kynlíf) og sönnuðu þar með kokkarnir hjartagæsku sína.

Þá er þessi færsla búin, hún var heldur lúinn, enda helgin afar snúinn...

föstudagur, nóvember 21, 2003

Að verða fullorðinn

Síðustu tvo morgna hef ég verið að passa litla strákinn á efri hæðinni. Hann er sjö ára og við erum búin að leika okkur mjög mikið. Mér finnst mjög gaman að leika mér og er í raun ekkert góð barnapía því að ég svindla þegar við erum að spila og við fáum okkur stundum nammi áður en við borðum mat. Í morgun gerðist samt nokkuð merkilegt þar sem ég sat og las Morgunblaðið.

"Ragnheiður, lestu oft Morgunblaðið?"
"Já, eiginlega alla morgna sko"
"Horfirðu á fréttirnar líka?"
"Já stundum"
"En drekkurðu kaffi?"
"Já ég drekk kaffi"
"Oj ömurlegt. Aumingja þú."
"Nú, afhverju?"
"Afþví að þú ert orðin fullorðinn"

Það liggur afar myrk framtíð fyrir mér ef marka má svipinn á drengnum og tóninn í röddinni. Ömurlegt líf fyrir mig.

mánudagur, nóvember 17, 2003

ahbú í bili

föstudagur, nóvember 14, 2003

Af líffræði og æðri endunum

Ég er búin í 2/3 af líffræðiprófinu. Restin er á mánudagsmorguninn. Það er svosem ekkert merkilegt um það að segja, gekk ágætlega (og þá er það bara Mörtu og DerX að þakka, þau kommentuðu, þið hin eruð bara ömurlegt pakk).

Það er hinsvegar gaman að segja frá því að í líffræðibókinni minni er setning sem hljóðar svo, sé hún beinþýdd "Þvag er aðalútflutningvara mannslíkamans". Ég er að hugsa um að stofa litla búð í Englandi sem heitir "First Class Urine" og svo undir skiltinu stendur "Produce with the finest water around, pure Icelandic water, and clean fresh air".
Í prófinu sjálfu, sem fór fram úti í skúr í MH, ákvað prófdómarinn (sem var nafnlaus eldri latínukennar) aðeins að ganga fram. Hann gerði sér hinsvegar ekki grein fyrir því að það bergmálaði um allan skúrinn þegar hann prumpaði, hátt og sjallt, þrisvar sinnum. Æ já barnalegt en fyndið engu að síður.

Bless

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Ég er búin að vera alveg ótrúlega dugleg að öllu, nema læra. Bara í dag er ég t.d. búin að klára að skanna inn 118 myndir frá Filippseyjum, setja þær allar inn á netið, raða þeim í rétta röð og skíra þær allar. Er ég ekki dugleg? Endilega segiði mér hvað ykkur finnst um myndirnar. Það mun hjálpa mér í gegnum líffræðiprófið, ég er viss um það!

laugardagur, nóvember 08, 2003

Til Sindra

Ég tek áskoruninni aðeins gegn því að þú semjir fyrstu tvær línurnar uppá nýtt og hafir nú stuðla og höfuðstafi (sjá t.d. ljóðasíðu Skúlafs). Þá skal ég svo sannarlega taka mér lærdómspásu og yrkja aðeins fyrir þig!

Annars vil ég lýsa yfir ánægju minni með árangur verðandi eiginmanns míns á MTV verðlaununum í gær. Einnig var þetta alveg frábært með Sigurrós.

Takk fyrir og góða nótt

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Ágæti lesandi

Frá og með deginum i dag er ég farin í bloggpásu fram til 17. nóvember. Eitthvað gæti birst hér á síðunni en það verður þá eins þurrt og leiðinlegt og síðustu færslur.

Góðar stundir
Ragnheiður

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Alhliða ráðgjöf - vandamálalausnir tvö

Kæra Ragnheiður!
Ég held ég sé farinn að sjá illa. Það er alltaf erfiðara og erfiðara að lesa af tölvuskjánum, og bara lesa yfirhöfuð. Ég sofna oftast yfir bíómyndum og bókum og grunar að það stafi af verri sjón en fyrr. Hvað leggurðu til ráða?!
Ungur maður á þrítugsaldri


Kæri ungi maður á þrítugsaldri

ó jú, þetta er algengt vandamál. Þannig er það nú að sjónin á oft til með að versna þegar aldurinn færist yfir mann. Ég hef rannsakað bakgrunn þinn rækilega og komist að því að þú þarft engar áhyggjur að hafa. Þú ert í raun ekki á þrítugsaldri. Þú ert vel kominn á sextugsaldurinn (staðreynd sem foreldrar þínir hafa haldið frá þér allt frá ættleiðingu). Þess vegna þarftu engar áhyggjur að hafa af því að sjónin versnandi fer. Farðu bara til augnlæknis og fáðu þér gleraugu.

Gangi þér vel!
Ragnheiður
Þetta er alveg merkilegt. Í kvöld var maður sem kallaði mig "alvöru hörku kvennsu" og "rokkkonu af besta klassa" vegna þess að ég er ekki í viðskiptafræði né lögfræði. Það er þó allavega betra en humarsamlíkingin (þó að ég hafi alls ekkert á móti stelpum í viðskiptafræði eða lögfræði).

Af endajöxlunum er flest hið sama að frétta. Ég held reyndar að ég sé eitthvað undarleg vegna þess að fólk tekur andköf þegar ég segi að þeir hafi allir verið fjarlægðir í einu, verður hissa þegar ég segi að það hafi ekki verið vont og það hafi ekki bólgnað mikið (ég leit bara út eins og ég hefði bætt á mig smá kílóum og heldur mér því frá nammi og kóki) og trúir mér ekki þegar ég segi að það hafti tekið 5 min. Annars hef ég það bara fínt. Fæ reyndar pínu harðsperrur í munninn ef ég tala of mikið og er þess vegna alltaf með pínu harðsperrur. Það hlaut reyndar að koma að því einhvern daginn að ég fengi harðsperrur (er þetta skrifað svona?) í munnin af tali.

amajor
A major - you love to live life to the full. You
have a vibrant social life and are not afraid
to take life as it comes. You are content,
bright and often spontaneous.


what key signature are you?
brought to you by Quizilla


Já, ég er bara eins og flest allir aðrir.

mánudagur, nóvember 03, 2003

Í kvöld var maður sem gaf mér undir fótinn með því að líkja mér við humar. Ekki veit ég hvernig honum datt í hug að það myndi hrífa mig (kannski var það vegna rauðvínsflöskunnar sem hann var búinn með) en það er allavega nokkuð ljóst að hrósið virkaði ekki sem skildi. Mér finnst humar ekki "exteremly beautiful".

Annars er það helst að frétta að ég er minni manneskja en áður. Ég er fjórum tönnum fátækari og á nú einungis 28 tennur í stað 32. Reyndar kom tannlæknirinn fram með endajaxlana í litlu glæru boxi og spurði hvort að ég vildi eiga þá. Ég vildi það ekki.