föstudagur, júlí 30, 2004
Björg og Ragnheiður í Trivial Persuit
Spurning eitt
Ragnheiður: "Hvað eru sæhestar með marga fætur"
Björg: "Tvo"
Ragnheiður: "Enga. Þeir eru sko með svona vængi"
Björg: "Vængi?"
Ragnheiður: "Já sem þeir synda með"
Spurning tvö
Ragnheiður: "Hvaða fiskur syndir hægast?"
Björg: "Allavega ekki sæhestur því að hann hefur sko tvöfalt forskot, bæði með vængi og fætur. Getur hlaupið og flogið"
Æ við erum svo fyndnar. Og Björg er svo yndisleg. Björg, best í heimi!
Spurning eitt
Ragnheiður: "Hvað eru sæhestar með marga fætur"
Björg: "Tvo"
Ragnheiður: "Enga. Þeir eru sko með svona vængi"
Björg: "Vængi?"
Ragnheiður: "Já sem þeir synda með"
Spurning tvö
Ragnheiður: "Hvaða fiskur syndir hægast?"
Björg: "Allavega ekki sæhestur því að hann hefur sko tvöfalt forskot, bæði með vængi og fætur. Getur hlaupið og flogið"
Æ við erum svo fyndnar. Og Björg er svo yndisleg. Björg, best í heimi!
fimmtudagur, júlí 29, 2004
Eitt lítið væmnisblogg
Mér finnst gaman að
... verða blaut í rigningu
... eiga marga kjóla og vera dömuleg
... drekka kaffi
... hlusta á rokk og dansa með
... fara í leikhús og á tónleika
... skoða ljósmyndabækur
... hlægja svo mikið að ég fæ tár í augun
... fá símtöl á nóttunni
... fá alvöru bréf
... gefa pakka
... fá komment á síðuna mína
Bless
Mér finnst gaman að
... verða blaut í rigningu
... eiga marga kjóla og vera dömuleg
... drekka kaffi
... hlusta á rokk og dansa með
... fara í leikhús og á tónleika
... skoða ljósmyndabækur
... hlægja svo mikið að ég fæ tár í augun
... fá símtöl á nóttunni
... fá alvöru bréf
... gefa pakka
... fá komment á síðuna mína
Bless
mánudagur, júlí 26, 2004
Smá um Heiðar
En ef ég væri karlmaður þá héti ég Heiðar Páll Sturluson og væri örugglega hommi.
Ég verð ekki hissa ef ég breytist í karlmann eftir þennan mánuð. T in the Park var að sjálfsögðu mikil karlmannssprauta. Ég gerði reyndar einu sinni heiðarlega tilraun til þess að taka til tómu bjórdósirnar en úr varð bjórdósakastskeppni. Þegar strákarnir voru farnir að spyrja mig út í hvaða klósett væri best til þess að kúka í þá vissi ég að ég væri ein(n) af þeim. Það var nánast gert grín að mér þegar ég fór í pils og setti á mig hálsmen. Og núna eru allar konurnar í vinnunni í sumarfríi og ég er ein með 7 karlmönnum, allan daginn. Ég er orðin vön því að tala um fótbolta, sætar stelpur og óþægilegar karlmannsnærbuxur. Ég veit alltaf hvar Bleikt og Blátt blaðið er og hef vit á því að nota ekki staffaklósettið því enginn þeirra getur pissað beint í klósettið né tekið upp setuna. Ég er orðin ónæm á alla tá- sem og svitafýlu og efast um að mér finnist grófasti klámbrandarinn slæmur. Mér finnst ég hægt og smátt vera að breytast í karlmann en mér finnst bara miklu betra að vera kona. Ætli það séu til lyf við þessu? Kannski læknast þetta ef ég kaupi mér fleiri skó.
P.S. Þakkir helgarinnar fá Atli Viðar, Gummi Hola og Dúllí fyrir krezí parte. Atli Jesú fyrir skutlið. Villi fyrir öll trúnóinn. Högni og Andri E fyrir fyndnasta slag sem ég hef séð. Andri E fyrir að vera fyndin ("Hneppa hvaða skyrtu að hverju Högni??"). Tyrfingur fyrir allar ástarjátningarnar. Atli Már fyrir að dansa hálfnakinn um götuna. Og mest af öllu Karól mín sæt og fín fyrir að leyfa mér að búa hjá sér alla helgina. Og til að toppa væmnina þá allir hinir líka...
En ef ég væri karlmaður þá héti ég Heiðar Páll Sturluson og væri örugglega hommi.
Ég verð ekki hissa ef ég breytist í karlmann eftir þennan mánuð. T in the Park var að sjálfsögðu mikil karlmannssprauta. Ég gerði reyndar einu sinni heiðarlega tilraun til þess að taka til tómu bjórdósirnar en úr varð bjórdósakastskeppni. Þegar strákarnir voru farnir að spyrja mig út í hvaða klósett væri best til þess að kúka í þá vissi ég að ég væri ein(n) af þeim. Það var nánast gert grín að mér þegar ég fór í pils og setti á mig hálsmen. Og núna eru allar konurnar í vinnunni í sumarfríi og ég er ein með 7 karlmönnum, allan daginn. Ég er orðin vön því að tala um fótbolta, sætar stelpur og óþægilegar karlmannsnærbuxur. Ég veit alltaf hvar Bleikt og Blátt blaðið er og hef vit á því að nota ekki staffaklósettið því enginn þeirra getur pissað beint í klósettið né tekið upp setuna. Ég er orðin ónæm á alla tá- sem og svitafýlu og efast um að mér finnist grófasti klámbrandarinn slæmur. Mér finnst ég hægt og smátt vera að breytast í karlmann en mér finnst bara miklu betra að vera kona. Ætli það séu til lyf við þessu? Kannski læknast þetta ef ég kaupi mér fleiri skó.
P.S. Þakkir helgarinnar fá Atli Viðar, Gummi Hola og Dúllí fyrir krezí parte. Atli Jesú fyrir skutlið. Villi fyrir öll trúnóinn. Högni og Andri E fyrir fyndnasta slag sem ég hef séð. Andri E fyrir að vera fyndin ("Hneppa hvaða skyrtu að hverju Högni??"). Tyrfingur fyrir allar ástarjátningarnar. Atli Már fyrir að dansa hálfnakinn um götuna. Og mest af öllu Karól mín sæt og fín fyrir að leyfa mér að búa hjá sér alla helgina. Og til að toppa væmnina þá allir hinir líka...
sunnudagur, júlí 25, 2004
Misskilningur
Í gær fékk ég að heyra það í líklegast fimmtugastaogannað skiptið að ég líkist Scarlett Johansson. Þetta er að sjálfsögu ekki rétt. Stúlkan er meira en árinu yngri en ég og það er því hún sem líkist mér, en ekki öfugt. Það er því ég sem upphaflega ber af mér þennan gríðarlega kynþokka og leiklistarhæfileika, auk þess sem það er upphaflega ég sem er svona ákaflega falleg. Já, ekki leiðum að líkjast fyrir hana!
Og fyrir Björgu og Ragnheiði Eitt þá ætla ég að blogga aftur í kvöld. Þá hafa þær eitthvað að gera í vinnunni á morgun.
Í gær fékk ég að heyra það í líklegast fimmtugastaogannað skiptið að ég líkist Scarlett Johansson. Þetta er að sjálfsögu ekki rétt. Stúlkan er meira en árinu yngri en ég og það er því hún sem líkist mér, en ekki öfugt. Það er því ég sem upphaflega ber af mér þennan gríðarlega kynþokka og leiklistarhæfileika, auk þess sem það er upphaflega ég sem er svona ákaflega falleg. Já, ekki leiðum að líkjast fyrir hana!
Og fyrir Björgu og Ragnheiði Eitt þá ætla ég að blogga aftur í kvöld. Þá hafa þær eitthvað að gera í vinnunni á morgun.
laugardagur, júlí 24, 2004
Ég er hálfnakin
Hér sit ég heima hjá Karól á nærfötunum. Hún er að fara í grillveislu en ég ætla að hanga heima hjá henni og horfa á Futurama þangað til að hún sækir mig. Þá ætlum við að fara í partý. Ég er búin að gera mig að fífli í vinnunni tvisvar. Hér kemur frásögnin
Umræðan snýst um húðflúr sem einn drengurinn vill fá sér
Ragnheiður bjálfi: "Æ já, það er samt halló, svona eins og að fá sér fiðrildi"
Anný yndislega: hlær og segir svo "Já einmitt, svona eins og ég er með?"
Ragnheiður bjálfi: "Ha.. ööö nei ég.. sko.. ég get ekki talað mig út úr þessu.."
Sigurgeir finnur ekki takkan á kassanum fyrir Koníak X.O. Ég er með fullar hendur og get ekki bent honum á takkan
Ragnheiður bjálfi: "Nei, ofar og til hægri"
Sigurgeir:: "Hérna, nei þetta er Martini Bianco"
Ragnheiður bjálfi: "Sigurgeir, þetta er til vinstri! Til hægri, aðeins lengra"
Sigurgeir "Þessi takki er ekkert hérna. Díses!"
Ragnheiður bjálfi: "Aðeins ofar, vá ertu lesblindur eða?"
Sigurgeir: "Já eiginlega"
Ragnheiður bjálfi: "Öö.. sorrý ég hérna.. fokk.. ömmm"
Síðan hef ég síðustu daga bara verið full og haldið áfram að gera mig að fífli. Skemmtilegt það.
Annars vil ég lýsa því yfir að ég elska svo marga stráka að ég á aldrei eftir að geta gifst þeim öllum, nema ég fari á þing og fái fjölkvæni leyft..
Og til þess að gera þetta að ennþá meiri bland í poka færslu þá vil ég endilega að þið sjáið hvað ég er sæt og með fallega fótleggi. Gjöriði svo vel
Hér sit ég heima hjá Karól á nærfötunum. Hún er að fara í grillveislu en ég ætla að hanga heima hjá henni og horfa á Futurama þangað til að hún sækir mig. Þá ætlum við að fara í partý. Ég er búin að gera mig að fífli í vinnunni tvisvar. Hér kemur frásögnin
Umræðan snýst um húðflúr sem einn drengurinn vill fá sér
Ragnheiður bjálfi: "Æ já, það er samt halló, svona eins og að fá sér fiðrildi"
Anný yndislega: hlær og segir svo "Já einmitt, svona eins og ég er með?"
Ragnheiður bjálfi: "Ha.. ööö nei ég.. sko.. ég get ekki talað mig út úr þessu.."
Sigurgeir finnur ekki takkan á kassanum fyrir Koníak X.O. Ég er með fullar hendur og get ekki bent honum á takkan
Ragnheiður bjálfi: "Nei, ofar og til hægri"
Sigurgeir:: "Hérna, nei þetta er Martini Bianco"
Ragnheiður bjálfi: "Sigurgeir, þetta er til vinstri! Til hægri, aðeins lengra"
Sigurgeir "Þessi takki er ekkert hérna. Díses!"
Ragnheiður bjálfi: "Aðeins ofar, vá ertu lesblindur eða?"
Sigurgeir: "Já eiginlega"
Ragnheiður bjálfi: "Öö.. sorrý ég hérna.. fokk.. ömmm"
Síðan hef ég síðustu daga bara verið full og haldið áfram að gera mig að fífli. Skemmtilegt það.
Annars vil ég lýsa því yfir að ég elska svo marga stráka að ég á aldrei eftir að geta gifst þeim öllum, nema ég fari á þing og fái fjölkvæni leyft..
Og til þess að gera þetta að ennþá meiri bland í poka færslu þá vil ég endilega að þið sjáið hvað ég er sæt og með fallega fótleggi. Gjöriði svo vel
föstudagur, júlí 23, 2004
mánudagur, júlí 19, 2004
fimmtudagur, júlí 15, 2004
Ferðasaga
Ég hef ákveðið að gera ekki plús og mínus lista í þetta skiptið þar sem ansi fáir myndu skilja listann. Hins vegar ætla ég mér að gera líkt og Mummi og rita ferðasöguna frá T in the Park. Ferðasagan verður þó ekki eins stórfengleg og ferðasaga Mumma. Plúsar í ferðinni verða þó feitletraðir, mínusar verða skáletraðir. Ef einhver nær að lesa í gegnum alla söguna þá er hann beðinn um að kommenta. Takk fyrir.
Laugardagur, 9. júlí
Fátt merkilegt er um fyrri part dagsins að segja. Við tókum flugvél til útlanda. Þegar til útlanda var komið tókum við strætó á rútustöðina sem sá um flutninga á ungmennum og öðrum á tónlistarhátíðina T in the Park. Við Ingi ákváðum að skoða okkur eilítið um í miðbænum. Þar gerðist einnig fátt merkilegt, ég keypti mér regnjakka og Ingi varð reiður út í glæpamann Íslands sem var ekki búin að borga honum neinn pening. Því næst tók við tveggja tíma biðröð í rúturnar. Fyrir framan okkur var ákfalega hresst lið af Skotum sem drakk væntanlega þrjá kassa af bjór í röðinni, blés í þokulúðurinn sinn allan tímann, reykti hass og tók línur auk þess sem þau sungu misskemmtileg skotalög. T.d. "Here we, here we, here we fucking go!" Þar að auki spiluðu þau Scooter lög úr litlu ljótu ferðatæki. Þetta gerðu þau einnig í tveggja tíma rútuferðinni á hátíðarsvæðið. Ég og Ingi vorum svo hljóðlát alla ferðina að þau spurðu okkur hvort við værum löggur. Ég hef sjaldan verið jafn fegin og þegar ég steig út úr rútunni, vitandi að ég þyrfti væntanlega ekkert að hitta þetta fólk aftur. Það reyndist rétt. Eftir þetta fundum við tvo Íslendinga sem höfðu tekið frá tjaldstæði fyrir okkur og þrjá Dalvíkinga sem komu seinna um kvöldið. Staðurinn var sá besti, rétt hjá pissugrindverki fyrir strákana, klósetti fyrir mig og síðast en ekki síst Express Burger sem seldi hina vinsælu kjúllaborgara. Mest allur bjórinn kláraðist fyrsta kvöldið sem og sígaretturnar. Að sjálfsögðu voru bæði nauðsynleg en rándýr á svæðinu. Ég lýsti því hátíðlega yfir að mig langaði mest af öllu í Stimulatorinn (átti að vera simulator eins og var alltaf fyrir utan Kringluna). Einnig hélt ég því fram að Aberdeen væri líklega í norðsuður Skotlandi. Eftir eina ferð í klessubílana komumst við Inga að því að tjaldið okkar lak. Það skipti reyndar ekki máli þar sem það ringdi bara fyrstu nóttina.
Laugardagur, 10 júlí
Dagurinn hófst með biðröð inn á svæðið. Biðraðir virðast vera í tísku í Skotlandi. Það er reyndar líka í tísku að vera með plömmer. Og nei, ég er ekki að grínast. Við hættum að telja þegar við áttuðum okkur á því að 95% allra skoskra kvennmanna voru með plömmer viljandi. Næsta biðröð var eftir bjórmiðum og því næst fórum við í biðröð eftir bjór. Köldum bjór af krana. Reyndar verður að segjast eins og er að Tennent's er ekki í miklu uppáhaldi. Ég og Ingi höfum m.a.s. ákveðið að nota Tennent's núna sem blótsyrði. Bjórinn er eingöngu 4.1%, kemur í 440 ml. dósum og maður þarf rúmlega kassa til þess að vera hress. Dagurinn var nokkurn vegin svona: Kasabian, bjór, The Beta Band, bjór, Black Eyed Peas, bjór og pissa, Pink, bjór, Faithless, Keane, bjór og pissa, Starsailor, bjór, Katie Melua, bjór og pissa, The Darkness. Það er að sjálfsögðu óþarfi að taka fram að dagurinn var snilld. Ég ætla samt að gera það. Þetta var snilld. Black Eyed Peas komu mikið á óvart, Pink var reyndar ekkert spes, Jimmy Starsailor var sætur, Keane geðveikir og The Darkness crazy.
Eftir tónleikana upphófst mikil leit að bjór, þar sem allur bjórinn sem við höfum tekið með var búin. Þegar búið var að redda því upphófust einkatónleikar Íslendingana þar sem 57% Íslendingana spiluðu á gítar (ef frá er talið eina lagið sem ég kann að spila og eina gripið sem Himmi kunni). Allt var spilað frá Proclaimers, Bob Dylan, Britney Spears yfir í íslensk sveitballalög og Sigurrós. Ofurölvi og skakki drengurinn í næsta tjaldi var svo hræður að ég er viss um að hann felldi nokkur tár. Frekar gott sessjón
Sunnudagur, 11. júlí
Ég vildi að ég gæti fjórfeitletrað þennan dag. Reyndar var ekki gaman að uppgöta að hraðbankarnir tóku ekki við íslenskum kortum. Sérstaklega var það leiðinlegt í ljósi þess að Haffi og Nonni stóðu í biðröð í einn og hálfan tíma og við fjögur nú peningalaus. Reyndar redduðu Dalvíkingarnir því. Dalvíkslúja! En að tónleikum dagsins. Scissor Sisters voru frábær, sérstaklega borðklúturinn sem Jake Shears var í. Ansi skemmtilegt þegar hann fór úr honum. Franz Ferdinand voru guðdómlegir og ef ég á að segja eins og er þá held ég að Take Me Out hafi verið eitt besta móment hátíðarinnar. (Ég hringdi reyndar í bloggið mitt í því lagi en það virðist hafa klikkað. Leiðinlegt það). The Thrills voru ágætir, The Rapture skemmtilegir, sömuleiðis Golfrapp, Kings of Leon og Badly Drawn Boy. Við náðum akkúrat She Wants to Move með N*E*R*D. Og já, Pharrell er myndalegur. Pixies voru góðir og magnað þegar gítarleikarinn lét gítarinn sinn taka sóló aleinan. The Strokes voru að sjálfsögðu snilldin ein. Reyndar er merkilegt að Casablancas hafi komist í gegnum tónleikana án nokkuru vandræða ef ástandið á honum var líkt og það leit úr fyrir að vera. En svona er rokkið. Ég sé reyndar eftir því að hafa ekki klínt mig utan í Dalvíkingana því þeir rákust víst á Franz Ferdinand. En oh jæja, maður fær ekki allt. Ég þarf væntanlega ekki að taka fram öll pissustoppinn og bjórferðirnar inn á milli tónleika. Allt í allt var þessi dagur bara rugl og alger snilld. Sökum bjórleysis og almennrar þreytu tjilluðum við bara og fórum snemma að sofa.
Mánudagur, 12. júlí
Við drifum okkur með næstu rútu til Glasgow. Það voru engir útúrdópaðir háværir skotar í rútinu og var það gott. Allir fóru á sitt hótel og ég fullyrði að það hafi ég farið í bestu sturtu lífs míns. Strákarnir lögðu sig víst og ég fór að versla. Um kvöldið fengum við okkur alvöru bjór og alvöru mat. Allt klink sem við áttum endaði í Who wants to be a Millionaire spilakassanum. Við röltum á milli bara og sötruðum bjór ásamt því að fara í Hangman (þar sem ég skrifaði femimisti) og fokkings klappleikinn. Drykkjan varð e.t.v. heldur meiri en hún átti að vera. Ég kenni hópþrýsting um. Það er stundum erfitt að vera eina stelpan á svæðinu. Kvöldið var þó frábært í alla staði, e.t.v. þó fyrir utan ætlun Nonna að lemja Dj-inn. Það gekk þó ekki eftir. Engu að síður, frekar góður endir á geðveikri helgi.
Þriðjudagur, 13. júlí
Nonni og Haffi flugu heim, Ingi svaf til 15.30, Dalvíkingarnir horfðu á sjónvarp í fimm klukkutíma og ég verslaði. Allir voru í þynnri kanntinum og rifjuðu upp það heismkulega sem hinir höfðu gert (aðallega ég víst). Hraðbankavesenið hélt áfram og við fengum okkur pizzu á Pizza Hut. Held að ég verðir titluð aumingi pizzunnar eftir að hafa gefist upp eftir tvær sneiðar af hvítlauksbrauði og eina pizzusneið. Síðan kíktum við í bíó á Shrek 2. Magnað það.. Síðan kom loksins rigning og við fórum heim að pakka.
Miðvikudagur, 14, júlí
Við flugum heim. Púnktur.
Ég hef ákveðið að gera ekki plús og mínus lista í þetta skiptið þar sem ansi fáir myndu skilja listann. Hins vegar ætla ég mér að gera líkt og Mummi og rita ferðasöguna frá T in the Park. Ferðasagan verður þó ekki eins stórfengleg og ferðasaga Mumma. Plúsar í ferðinni verða þó feitletraðir, mínusar verða skáletraðir. Ef einhver nær að lesa í gegnum alla söguna þá er hann beðinn um að kommenta. Takk fyrir.
Laugardagur, 9. júlí
Fátt merkilegt er um fyrri part dagsins að segja. Við tókum flugvél til útlanda. Þegar til útlanda var komið tókum við strætó á rútustöðina sem sá um flutninga á ungmennum og öðrum á tónlistarhátíðina T in the Park. Við Ingi ákváðum að skoða okkur eilítið um í miðbænum. Þar gerðist einnig fátt merkilegt, ég keypti mér regnjakka og Ingi varð reiður út í glæpamann Íslands sem var ekki búin að borga honum neinn pening. Því næst tók við tveggja tíma biðröð í rúturnar. Fyrir framan okkur var ákfalega hresst lið af Skotum sem drakk væntanlega þrjá kassa af bjór í röðinni, blés í þokulúðurinn sinn allan tímann, reykti hass og tók línur auk þess sem þau sungu misskemmtileg skotalög. T.d. "Here we, here we, here we fucking go!" Þar að auki spiluðu þau Scooter lög úr litlu ljótu ferðatæki. Þetta gerðu þau einnig í tveggja tíma rútuferðinni á hátíðarsvæðið. Ég og Ingi vorum svo hljóðlát alla ferðina að þau spurðu okkur hvort við værum löggur. Ég hef sjaldan verið jafn fegin og þegar ég steig út úr rútunni, vitandi að ég þyrfti væntanlega ekkert að hitta þetta fólk aftur. Það reyndist rétt. Eftir þetta fundum við tvo Íslendinga sem höfðu tekið frá tjaldstæði fyrir okkur og þrjá Dalvíkinga sem komu seinna um kvöldið. Staðurinn var sá besti, rétt hjá pissugrindverki fyrir strákana, klósetti fyrir mig og síðast en ekki síst Express Burger sem seldi hina vinsælu kjúllaborgara. Mest allur bjórinn kláraðist fyrsta kvöldið sem og sígaretturnar. Að sjálfsögðu voru bæði nauðsynleg en rándýr á svæðinu. Ég lýsti því hátíðlega yfir að mig langaði mest af öllu í Stimulatorinn (átti að vera simulator eins og var alltaf fyrir utan Kringluna). Einnig hélt ég því fram að Aberdeen væri líklega í norðsuður Skotlandi. Eftir eina ferð í klessubílana komumst við Inga að því að tjaldið okkar lak. Það skipti reyndar ekki máli þar sem það ringdi bara fyrstu nóttina.
Laugardagur, 10 júlí
Dagurinn hófst með biðröð inn á svæðið. Biðraðir virðast vera í tísku í Skotlandi. Það er reyndar líka í tísku að vera með plömmer. Og nei, ég er ekki að grínast. Við hættum að telja þegar við áttuðum okkur á því að 95% allra skoskra kvennmanna voru með plömmer viljandi. Næsta biðröð var eftir bjórmiðum og því næst fórum við í biðröð eftir bjór. Köldum bjór af krana. Reyndar verður að segjast eins og er að Tennent's er ekki í miklu uppáhaldi. Ég og Ingi höfum m.a.s. ákveðið að nota Tennent's núna sem blótsyrði. Bjórinn er eingöngu 4.1%, kemur í 440 ml. dósum og maður þarf rúmlega kassa til þess að vera hress. Dagurinn var nokkurn vegin svona: Kasabian, bjór, The Beta Band, bjór, Black Eyed Peas, bjór og pissa, Pink, bjór, Faithless, Keane, bjór og pissa, Starsailor, bjór, Katie Melua, bjór og pissa, The Darkness. Það er að sjálfsögðu óþarfi að taka fram að dagurinn var snilld. Ég ætla samt að gera það. Þetta var snilld. Black Eyed Peas komu mikið á óvart, Pink var reyndar ekkert spes, Jimmy Starsailor var sætur, Keane geðveikir og The Darkness crazy.
Eftir tónleikana upphófst mikil leit að bjór, þar sem allur bjórinn sem við höfum tekið með var búin. Þegar búið var að redda því upphófust einkatónleikar Íslendingana þar sem 57% Íslendingana spiluðu á gítar (ef frá er talið eina lagið sem ég kann að spila og eina gripið sem Himmi kunni). Allt var spilað frá Proclaimers, Bob Dylan, Britney Spears yfir í íslensk sveitballalög og Sigurrós. Ofurölvi og skakki drengurinn í næsta tjaldi var svo hræður að ég er viss um að hann felldi nokkur tár. Frekar gott sessjón
Sunnudagur, 11. júlí
Ég vildi að ég gæti fjórfeitletrað þennan dag. Reyndar var ekki gaman að uppgöta að hraðbankarnir tóku ekki við íslenskum kortum. Sérstaklega var það leiðinlegt í ljósi þess að Haffi og Nonni stóðu í biðröð í einn og hálfan tíma og við fjögur nú peningalaus. Reyndar redduðu Dalvíkingarnir því. Dalvíkslúja! En að tónleikum dagsins. Scissor Sisters voru frábær, sérstaklega borðklúturinn sem Jake Shears var í. Ansi skemmtilegt þegar hann fór úr honum. Franz Ferdinand voru guðdómlegir og ef ég á að segja eins og er þá held ég að Take Me Out hafi verið eitt besta móment hátíðarinnar. (Ég hringdi reyndar í bloggið mitt í því lagi en það virðist hafa klikkað. Leiðinlegt það). The Thrills voru ágætir, The Rapture skemmtilegir, sömuleiðis Golfrapp, Kings of Leon og Badly Drawn Boy. Við náðum akkúrat She Wants to Move með N*E*R*D. Og já, Pharrell er myndalegur. Pixies voru góðir og magnað þegar gítarleikarinn lét gítarinn sinn taka sóló aleinan. The Strokes voru að sjálfsögðu snilldin ein. Reyndar er merkilegt að Casablancas hafi komist í gegnum tónleikana án nokkuru vandræða ef ástandið á honum var líkt og það leit úr fyrir að vera. En svona er rokkið. Ég sé reyndar eftir því að hafa ekki klínt mig utan í Dalvíkingana því þeir rákust víst á Franz Ferdinand. En oh jæja, maður fær ekki allt. Ég þarf væntanlega ekki að taka fram öll pissustoppinn og bjórferðirnar inn á milli tónleika. Allt í allt var þessi dagur bara rugl og alger snilld. Sökum bjórleysis og almennrar þreytu tjilluðum við bara og fórum snemma að sofa.
Mánudagur, 12. júlí
Við drifum okkur með næstu rútu til Glasgow. Það voru engir útúrdópaðir háværir skotar í rútinu og var það gott. Allir fóru á sitt hótel og ég fullyrði að það hafi ég farið í bestu sturtu lífs míns. Strákarnir lögðu sig víst og ég fór að versla. Um kvöldið fengum við okkur alvöru bjór og alvöru mat. Allt klink sem við áttum endaði í Who wants to be a Millionaire spilakassanum. Við röltum á milli bara og sötruðum bjór ásamt því að fara í Hangman (þar sem ég skrifaði femimisti) og fokkings klappleikinn. Drykkjan varð e.t.v. heldur meiri en hún átti að vera. Ég kenni hópþrýsting um. Það er stundum erfitt að vera eina stelpan á svæðinu. Kvöldið var þó frábært í alla staði, e.t.v. þó fyrir utan ætlun Nonna að lemja Dj-inn. Það gekk þó ekki eftir. Engu að síður, frekar góður endir á geðveikri helgi.
Þriðjudagur, 13. júlí
Nonni og Haffi flugu heim, Ingi svaf til 15.30, Dalvíkingarnir horfðu á sjónvarp í fimm klukkutíma og ég verslaði. Allir voru í þynnri kanntinum og rifjuðu upp það heismkulega sem hinir höfðu gert (aðallega ég víst). Hraðbankavesenið hélt áfram og við fengum okkur pizzu á Pizza Hut. Held að ég verðir titluð aumingi pizzunnar eftir að hafa gefist upp eftir tvær sneiðar af hvítlauksbrauði og eina pizzusneið. Síðan kíktum við í bíó á Shrek 2. Magnað það.. Síðan kom loksins rigning og við fórum heim að pakka.
Miðvikudagur, 14, júlí
Við flugum heim. Púnktur.
miðvikudagur, júlí 14, 2004
sunnudagur, júlí 11, 2004
laugardagur, júlí 10, 2004
föstudagur, júlí 09, 2004
Sumt fólk er svo yndislegt í ömurleika sínum. Já, ég segi ekki meir.
Engu að síður. Ég ætlaði mér eingöngu að blogga en festist svo í Ferðasögu Mumma sem er afskaplega góð (og löng) lesning. Mæli með því. Mummi þú ert yndislegur. Skemmtilegt líka að lesa allr ferðasögurnar á netinu. Ég verð að sega að ég fyllist bara söknuði. Ferðasagan hans Tyrfings er þó með öllu röng, en ákaflega skemmtileg.
Æ, Ísland er eitthvað svo asnalegt þessa dagana. Ég nenni bara ekki að vera hérna. Er að pæla í að skella mér bara á T in the Park. Já kannski bara eftir svona sex tíma. Já mér lýst bara andskoti vel á það.
Bless, heyrumst bara fremst á Franz Ferdinand, Scissor Sisters, Strokes, Pixies, Rapture, Muse eða einherju álíka mögnuðu bandi (sorrý Tobbi og Pétur, ég gat ekki staðist þetta!). En ég verð þó að segja, its gonna be sweeeeeeet man!
P.S. Afsakið hversu léleg þessi færsla er. Takk fyrir bless
Engu að síður. Ég ætlaði mér eingöngu að blogga en festist svo í Ferðasögu Mumma sem er afskaplega góð (og löng) lesning. Mæli með því. Mummi þú ert yndislegur. Skemmtilegt líka að lesa allr ferðasögurnar á netinu. Ég verð að sega að ég fyllist bara söknuði. Ferðasagan hans Tyrfings er þó með öllu röng, en ákaflega skemmtileg.
Æ, Ísland er eitthvað svo asnalegt þessa dagana. Ég nenni bara ekki að vera hérna. Er að pæla í að skella mér bara á T in the Park. Já kannski bara eftir svona sex tíma. Já mér lýst bara andskoti vel á það.
Bless, heyrumst bara fremst á Franz Ferdinand, Scissor Sisters, Strokes, Pixies, Rapture, Muse eða einherju álíka mögnuðu bandi (sorrý Tobbi og Pétur, ég gat ekki staðist þetta!). En ég verð þó að segja, its gonna be sweeeeeeet man!
P.S. Afsakið hversu léleg þessi færsla er. Takk fyrir bless
fimmtudagur, júlí 08, 2004
Dining out for dummies
Uppkast að þriðja kafla - Að sýna þjóninum virðingu.
Flestir sem vinna á veitingarstöðum eru ekki þar vegna þess að þeir nenntu ekki að klára stúdenspróf og ákváðu í staðinn að læra þjóninn. Vissuleg er það fólk til en það er með öllu rangt að halda því fram um alla. Oftar en ekki eru þjónar námsmenn í hlutastörfum. Fólk sem er að læra bókmenntafræði, lögfræði, líffræði eða aðrar merkilegar og vitsmunalega krefjandi námsgreinar. Það er því með öllu óþarft að halda að traðka megi á þjóninum vegna þess að hann sé heimskur lítill og vitlaus. Í flestum tilfellum er það viðskiptavinurinn sem er heimskur og dónalegur.
Það er vissulega vel metið þegar viðskiptavinurinn reynir að aðstoða þjóninn við starfið t.d. með því að rétta honum brauðkörfur sem hann á erfitt með að teygja sig í, vatnsglas sem ómögulegt er að hella vatni í eða jafnvel þagga niður í vinum sínum þegar þjóninn reynir að taka hjá þeim pöntun. Hins vegar verða viðskiptavinir að athuga að frekjuleg aðstoð er ekki hjálpsamleg. Tökum dæmi. Fimmtán manns eru saman úti að borða. Þjóninn kemur inn til þess að hreinsa aðalréttadiskana. Fjórir hafa staflað öllum hnífapörunum, brauðdisknum og vatnsglasinu á aðalréttadiskinn. Þetta hjálpar þjóninum með engu móti. Þvert á móti gerir þetta það að verkum að í staðinn fyrir að fara e.t.v. tvær ferðir verður þjóninn nú að fara a.m.k. fjórar ferðir. Gleymið ekki að ein af lífreglum þjóna er ætíð að spara ferðina.
Uppkast að þriðja kafla - Að sýna þjóninum virðingu.
Flestir sem vinna á veitingarstöðum eru ekki þar vegna þess að þeir nenntu ekki að klára stúdenspróf og ákváðu í staðinn að læra þjóninn. Vissuleg er það fólk til en það er með öllu rangt að halda því fram um alla. Oftar en ekki eru þjónar námsmenn í hlutastörfum. Fólk sem er að læra bókmenntafræði, lögfræði, líffræði eða aðrar merkilegar og vitsmunalega krefjandi námsgreinar. Það er því með öllu óþarft að halda að traðka megi á þjóninum vegna þess að hann sé heimskur lítill og vitlaus. Í flestum tilfellum er það viðskiptavinurinn sem er heimskur og dónalegur.
Það er vissulega vel metið þegar viðskiptavinurinn reynir að aðstoða þjóninn við starfið t.d. með því að rétta honum brauðkörfur sem hann á erfitt með að teygja sig í, vatnsglas sem ómögulegt er að hella vatni í eða jafnvel þagga niður í vinum sínum þegar þjóninn reynir að taka hjá þeim pöntun. Hins vegar verða viðskiptavinir að athuga að frekjuleg aðstoð er ekki hjálpsamleg. Tökum dæmi. Fimmtán manns eru saman úti að borða. Þjóninn kemur inn til þess að hreinsa aðalréttadiskana. Fjórir hafa staflað öllum hnífapörunum, brauðdisknum og vatnsglasinu á aðalréttadiskinn. Þetta hjálpar þjóninum með engu móti. Þvert á móti gerir þetta það að verkum að í staðinn fyrir að fara e.t.v. tvær ferðir verður þjóninn nú að fara a.m.k. fjórar ferðir. Gleymið ekki að ein af lífreglum þjóna er ætíð að spara ferðina.
þriðjudagur, júlí 06, 2004
Eistland
Plús og mínus listi, hvort sem ykkur finnst hann asnalegur eður ei
Extra plúsar
+ Allt fólkið sem kom mér svo mikið á óvart
+ Tõnu Kaljuste
+ Frábæru tónleikarnir í St. Peters kirkjunni
+ Hvað við vorum sæt, skemmtileg, frábær og dugleg
+ Öll væntumþykjan (já væmið en satt!)
+ íbúfen forte sem Mummi dílaði til mín á hverjum degi
Plúsar
+ Jákvæðnin hjá kórnum
+ Herbergið okkar Karólar og Helga Steinars í Tartu
+ Hin mörgu skemmtilegu hlátursköst
+ Lyfjakonan á sínum bestu stundum
+ Allt fólkið sem við grættum, á góðan hátt
+ Verðlagið
+ Fata- og skóinnkaup stúlknanna og sýningarnar sem þeim fylgdu
+ Að sneika
+ A Le Coq og Saku
+ Bombay gin
+ Kirsuberjasteinakastið
+ Að pikka og ömurlega pikkið hans Tobba
+ Slúðurhópur Harmahlíðarkórsins
+ Gott mingl
+ Sveitta partýið síðasta föstudag
+ Morgunmatarpokarnir í Tallinn
+ Fallegu herbergin okkar í Tallinn
+ Pappahátalarnir mínir og iPodinn
+ Þegar við áttuðum okkur á því a Tõnu Kaljuste hafði leigt fallegustu kirkju sem að ég hef komið í eingöngu handa okkur. Hljómburðurinn var óútskýranlega guðdómlegur
+ Tónleikarnir sem við hélrum fyrir Tõnu Kaljuste
+ "Mannnnngo" maðurinn
+ Textinn minn í Land of Hope and Glory (einkenndist af öllum eistneskum orðum sem ég kunni)
+ Gö og Gokke í röðinni á flugvellinum í Helsinki. Ég hélt að svona fólk væri bara í bíómyndunum
+ Allar ljóskusetningarnar sem fara í ljóskubókina. Marta og Hrafnhildur þar fremsat meðal höfunda.
+ Steini fullur
+ Sópraníbúðin okkar Karólar, Mörtu og Maríu
+ "Veistu hvað þetta kostaði?" "Ertu ekki að grínast í mér??"
+ Þar í framhaldi þegar Marta vakti mig með steningunni "Ég var að kaupa Levis's buxur á rúman 1000 kall Ragnheiður!!"
+ Síðasta kvöldið í heild sinn
Mínusar
- Leiðinlega fólkið í Tartu
- Óskipulagði í Tartu
- Sjokkið yfir vistarverunum fyrsta kvöldið
- Helvítis hljóðmaðurinn á opnunarhátíðinni í Tartu
- Djöfulsins tussu drullu fokkings helvítis flugurnar. Die you bastards. Die!
Og margt margt fleira sem mætti aðallega fara á plús listana.. Ah.. those were the days...
Plús og mínus listi, hvort sem ykkur finnst hann asnalegur eður ei
Extra plúsar
+ Allt fólkið sem kom mér svo mikið á óvart
+ Tõnu Kaljuste
+ Frábæru tónleikarnir í St. Peters kirkjunni
+ Hvað við vorum sæt, skemmtileg, frábær og dugleg
+ Öll væntumþykjan (já væmið en satt!)
+ íbúfen forte sem Mummi dílaði til mín á hverjum degi
Plúsar
+ Jákvæðnin hjá kórnum
+ Herbergið okkar Karólar og Helga Steinars í Tartu
+ Hin mörgu skemmtilegu hlátursköst
+ Lyfjakonan á sínum bestu stundum
+ Allt fólkið sem við grættum, á góðan hátt
+ Verðlagið
+ Fata- og skóinnkaup stúlknanna og sýningarnar sem þeim fylgdu
+ Að sneika
+ A Le Coq og Saku
+ Bombay gin
+ Kirsuberjasteinakastið
+ Að pikka og ömurlega pikkið hans Tobba
+ Slúðurhópur Harmahlíðarkórsins
+ Gott mingl
+ Sveitta partýið síðasta föstudag
+ Morgunmatarpokarnir í Tallinn
+ Fallegu herbergin okkar í Tallinn
+ Pappahátalarnir mínir og iPodinn
+ Þegar við áttuðum okkur á því a Tõnu Kaljuste hafði leigt fallegustu kirkju sem að ég hef komið í eingöngu handa okkur. Hljómburðurinn var óútskýranlega guðdómlegur
+ Tónleikarnir sem við hélrum fyrir Tõnu Kaljuste
+ "Mannnnngo" maðurinn
+ Textinn minn í Land of Hope and Glory (einkenndist af öllum eistneskum orðum sem ég kunni)
+ Gö og Gokke í röðinni á flugvellinum í Helsinki. Ég hélt að svona fólk væri bara í bíómyndunum
+ Allar ljóskusetningarnar sem fara í ljóskubókina. Marta og Hrafnhildur þar fremsat meðal höfunda.
+ Steini fullur
+ Sópraníbúðin okkar Karólar, Mörtu og Maríu
+ "Veistu hvað þetta kostaði?" "Ertu ekki að grínast í mér??"
+ Þar í framhaldi þegar Marta vakti mig með steningunni "Ég var að kaupa Levis's buxur á rúman 1000 kall Ragnheiður!!"
+ Síðasta kvöldið í heild sinn
Mínusar
- Leiðinlega fólkið í Tartu
- Óskipulagði í Tartu
- Sjokkið yfir vistarverunum fyrsta kvöldið
- Helvítis hljóðmaðurinn á opnunarhátíðinni í Tartu
- Djöfulsins tussu drullu fokkings helvítis flugurnar. Die you bastards. Die!
Og margt margt fleira sem mætti aðallega fara á plús listana.. Ah.. those were the days...
Kvörtunarbréf í réttri tímaröð
Ágæta heilbrigðiseftirlit.
Undirrituð liggja nú fyrir dauða sínum þar sem þau hafa verið fangelsuð af óenskumælandi og illalyktandi eistum. Fangelsid sem þau hýrast í er niðurnýtt kommabæli í útjaðri Tartu. Eðlur skríða um handskálarnar og setur eru með öllu fjarrverandi. Silfurskottur og rottur baða sig daglega í "sturtunum" er okkur er ætlar að nota og éta upp út klósettunum. Fótasveppagróska er svo blómleg að klæðast þarf skóm ef óskað er eftir því að baða sig. Þess er þó varla óskandi því spurning er hvort hreinleiki sé nokkur eftir laugun. Rúmin eru eitt af því fyrsta sem Lenín fjárfesti í á sínum tíma og því er betra að sofa á gólfinu eða ekkert heldur en í þessum pyntingarbekkjum. Tveir eru nú þegar látnir af völdum sýkinga. Voru báðir þó mistækir og illalyktandi. Við biðjum ykkur því að bjarga okkur úr nauðum. Við erum reyndar ekki tilbúin að fara heim strax þar sem gleðin er í hámarki.
Ragnheiður og Tyrfingur.
Ágæta heilbrigðiseftirlit.
Undirrituð liggja nú fyrir dauða sínum þar sem þau hafa verið fangelsuð af óenskumælandi og illalyktandi eistum. Fangelsid sem þau hýrast í er niðurnýtt kommabæli í útjaðri Tartu. Eðlur skríða um handskálarnar og setur eru með öllu fjarrverandi. Silfurskottur og rottur baða sig daglega í "sturtunum" er okkur er ætlar að nota og éta upp út klósettunum. Fótasveppagróska er svo blómleg að klæðast þarf skóm ef óskað er eftir því að baða sig. Þess er þó varla óskandi því spurning er hvort hreinleiki sé nokkur eftir laugun. Rúmin eru eitt af því fyrsta sem Lenín fjárfesti í á sínum tíma og því er betra að sofa á gólfinu eða ekkert heldur en í þessum pyntingarbekkjum. Tveir eru nú þegar látnir af völdum sýkinga. Voru báðir þó mistækir og illalyktandi. Við biðjum ykkur því að bjarga okkur úr nauðum. Við erum reyndar ekki tilbúin að fara heim strax þar sem gleðin er í hámarki.
Ragnheiður og Tyrfingur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)