miðvikudagur, júlí 09, 2003

Jeremías minn!

Þessi dagur leit út fyrir að verða hinn versti en varð sá besti. Ég svaf nefnilega af mér daginn, ekki var snúið tíma í Ragnheiðarbelti í gær, fór ekki í sund, til læknis, klippingu né hringdi öll þessi hundrað símtöl sem ég þurfti að hringja (Kalli og DereX ekki örvænta, ég var samt að plögga því sem plögga átti fyrir bjórbingóið í dag). Hins vegar varð ég opinber stúdent í dag og hlæ nú miklum hrossahlátri sem ég vona að Jón Hannesson og Lárus Rektor heyri. Ef ekki þá ætla ég að bjóða þeim hnetu.

Ég hef ákveðið að gjöra eins og Daði nokkur og óska eftir
tillögum á atvinnulista fyrir næsta vetur. Kröfur eru eftirfarandi

- má ekki innihalda mikla stærðfræði. Talning er þó í lagi (t.d. ein humarsúpa, tvær humarsúpur...)
- má ekki vera 2-3 af ógreindum vikudögum, þá verð ég í Ljósmyndaskólanum
- a.m.k. 1.140.000 kr á mánuði, eftir skatt (OK, allavega há laun)
- ekki skúringar eða þrif af nokkurri tegnund
- má ekki vera á sama stað og neinn sem ég hef einhvertíman farið bendluð við (t.d. fyrrverandi kærstar og sumarflört)
- má innihalda eftirfarandi; tónlist, börn, listir, samskipti við fólk, framreiðslu, áhættuatriði, kvikmyndagerð, ljósmyndun, ensku-, íslensku eða dönskukunnáttu, skemmtilegt samstarfsfólk, skemmtilega viðskiptavini ef að þeir verða, bækur, listaverk, búa til alvöru kaffi, hreyfingu, skikkanlegan vinnutíma og leiklist

OK, núna ætla ég að fara í fokking sund í fyrramálið.
óver end át
Ragnheiður le student..

P.S. Beneventumlistinn er enn á fullu.. plís sæn

0 ummæli: