fimmtudagur, júlí 03, 2003

Ég hef ekkert til að blogga um nema vinnunna og ég veit að þið nennið nú ekki að lesa endlaust um hana. Auk þess er ég afskaplega þreytt. Ég ætla samt að segja að samstarfskona mín (formlegheitin í fyrirrúmi) eyddi gríðarlega löngum tíma í að gólfdúka háborð og ég þurfti að halda dúknum allan tímann. Þetta gerði hún ekki vegna þess að hún ætti að fara að vinna í kringum háborðið, ónei! Við höfðum nýlokið samtali um menn í einkennisbúningum og hafði hún lýst fyrir vissum tilfininngum sem hún bar til slökkvuliðsmanna. Seinna um kvöldið komst hún að því að á morgun yrði blaðamannafundum á vegum slökkvuliðsins sem hún átti að gera kláran. Hún var því svona lengi að dúka vegna þess að hún vildi ekki að slökkvuliðsmennirnir myndu sitja við illa dúkað borð. Ég sé nú satt að segja ekki fyrir mér að slökkvuliðsmennirnir sjálfir mæti til þess að halda fundinn og ef svo ólíklega vill til þá trúi ég ekki að þeir mæti í fullum skrúða. Nema þá að um breytingu á búningum sé að ræða (og þá vil ég fá búning eins og átti að vera í Löggulíf)

0 ummæli: