mánudagur, júlí 07, 2003

Skyndikaffi

Fór í sjóræningjasumarmatarpartý hjá Önnu Pálu á fimmtudaginn. Stal brauði úr vinnunni, fékk góðan ís og keyrði gubbu Uglu heima sem stóð undir nafni með rentu.
Átti fyrsta frídaginn minn í þúsund klukkutíma á föstudaginn og fór að því tilefni út að borða á Tapasbarnum með Karól. Það var frábært, fengum topp 5 þjónustu, góðan afslátt og ókeypis vín. Partý hjá Matthildi var næsti staður og var það einstaklega gaman. Undarlegt samansafn af fólki sem að ég þekki úr öllum áttum og sumir sem ég hef ekki hitt í mörg ár. Ölstofan var næst á lista, enda ávallt góð. Nana dældi bjór á barnum og við drukkum bjór úr undarlegum glösum. Dísa Skísva, Halla Snjalla og ég ákváðum að sinna erindagjörðum á Nelly's en ekkert varð úr því. Tók leigara heim eftir rómantíska sólarupprás við tjörnina, umkringd gæsum að skrifa símanúmerið mitt með maskara.
Vann á laugardaginn. Fólkið var svo gamalt að við vorum tilbúin að hringja á 112 allt kvöldið. Eftir vinnu skemmti ég mér vel á taflborðinu hjá Lækjarbrekku, á Ölstofunni og í göngutúrum um Reykjavík.

Núna bíður Harry Potter og helvítis sundferðin í fyrramálið (nei, ég fór ekki um daginn!). Minni á Beneventumlistann hér að neðan.. skráið ykkur eða hættið að kvarta. Takk góða nótt

0 ummæli: