Fólk og hlutir vikunnar
Viðskiptavinur vikunnar: Skúli Arnlaugsson. Ég bauð honum sjö (eða átta eða níu) plötur og peysu á 1700 kr. en hann heimtaði að borga 2000 kr.
Lúserar vikunnar: Varð einfaldlega að hafa þá tvo. Mínir ástkæru Hr. Hannesson og Hr. Viltu-hnetu?
Kaffi vikunnar: Magnóbragðbættur latte með geðveikasta munstri sem ég hef séð á Kaffitár lagaður af Íslandsmeistarínunna og nærrum því heimsmeistarínunni sjálfri.
Hnakkastaður vikunnar (og allra daga héðan í frá): Sólon. Við Anna Pála hækkuðum meðalaldurinn um 2 ár við innkomu og besta aðferðin til þess að hössla er að beyta digital myndavélinni óspart. Eitthvað ógeðfellt við þetta allt saman.
Heimasíða vikunnar: Bloggið sem Jakob heldur uppi. Ég varð bara klökk.
Að lokum er svo blogg sem ég hef lengi ætlað að segja frá. Í hálft annað ár hef ég læðst um síðuna og skemmt mér alveg konuglega við allan lestur. Stúlkan sem ritar bloggið er einstaklega orðheppin og einstaklega fyndin og það þykir mér fara einstaklega vel saman. Alveg einstakt allt saman. Og ég er alveg einstaklega mikill Íslendingur, sem kann hvorki að hrósa né hæla (ég veit að það er sami hluturinn en ég þurfti að finna eitthvað á eftir hvorki/né) og þykir stundum okkar ástkæra Ísland of lítið til þess. En ég geri það í dag og kynni mína lesendur sem enn ekki þekkja til fyrir Unu, nemanda við Lærða skólann og bloggara með meiru, sem hlotið hefur titilinn ókunnugi bloggari vikunnar síðasta hálfa árið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli