laugardagur, júlí 26, 2003

Ryllefí

Fíeryll lyrelfí fríeyll yllefrí ylfríel.. o.s.frv. Ég fór nú reyndar ekki á alvöru fyllerí í kórpartýi sem haldið var í gær. Hins vegar voru ansi margir sem tóku kröftuglega í flöskuna og má þar m.a. nefna Stefán sem gat ekki gengið á gangstéttarkantinum, Magnús sem benti glaður hingað og þangað, Halli Volvo sem klifraði upp í öll tré í garðinum, móðurinni í mér til mikillar mæðu og svo að sjálfsögðu Steini litli hægrisinnaði sem svaf þyrnirósarsvefni í rúmi heimasætunnar og ældi svo duglega á götuna fyrir framan húsið. Tenórarnir átti tvímælalaust besta atriðið, sópranar og altar þar á eftir (enda soðið saman og 2-0,2 min.) og bassarnir.. þetta kemur á eindanum elskurnar. Einhverjum fannst gaman í hengirúminu, einhverjir voru of fullir til að spila fótboltaspil, einhverjir voru boðflennur og einhverjir ætluðu í bað í uppblásnu sundlauginni í garðinum.

Og nú ætlum við og Karól á ryllefí, grillandi kjúllaleggi, drekkandi hina og þessa kokteila og rauðvín og báðar með slétt hár.

Blessó

P.S. Skúli dír.. hvernig get ég komið bjóraurum til þín?

0 ummæli: