Morgunstund gefur gull í mund
Ég svaf ekki daginn af mér. Húrra fyrir því. Ég fór reyndar ekki í sund (suprise suprise!) heldur vaknaði kl. 10.45 mér til mikillar skelfingar því að 15 min. seinna átti ég að vera stödd á klippistofunni minni, ekki í náttfötum og búin að fara í bankann. Þótt ótrúlegt megi virðast þá tókst það, með miklum hlaupum, hraðaaksti og fataskiptum í bílnum að nokkru leiti. Reyndar kl. 11.01, en þó, á mettíma. Þannig að ég byrjaði daginn í raun í hárþvotti með nýlagaðan latte í annar og The Face í hinni. Dagurinn hefur verið hinn nytsamlegasti, ég hef hringt í alla þá sem ég hef ætlað mér að hringja í, tekið til í fataskápnum mínum, skrifað heilan helling af geisladiskum fyrir Höllu sem er að fara til Svíþjóðar á eftir í eins dæmi og ég var í úti í Egyptarlandi, safnað saman öllu seljanlegu rusli í íbúðinni og svo farið í vinnuna.
Þetta var ótrulegur dagur fyrir mér og þess vegna ætla ég mér slíkt hið sama á morgun. Á morgun ætla ég til læknis í verslunarferð og svo í bílskúrinn okkar að safna saman öllu seljanlegu glingri þar. Ég hvet alla til þess að koma í Kolaportið á laugardaginn og sunnudaginn en þar verður allt seljanlega glingrið til sölu ásamt álíka dóti frá Karól, Döggu og Björt, föt á hreint afbragðsgóðu verði og mörg hundruð árgangar af gömlum J-17, Sugar og Cosmoplitan.
Nana, Selma, Sigga T og Tony eru öll boðin hjartanlega velkomin á linkalistann.
Ég afsaka lélegt blogg og minni aftur á Beneventumlistann.. fleiri að skrifa takk.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli