föstudagur, júlí 18, 2003

Af merkingum

Í kvöld, eftir vinnu, keyrði ég út næstum því öll Beneventumblöðin sem ég átti að keyra út. Hvaða vitleysingar númera ekki húsin sín? Mér finnst þetta alveg gríðarlega kjánalegt. Eina skýringing sem að ég gat fundið á þessu er sú að húsanúmersplötur eru einfaldlega of dýrar og þessvegna hugsa þeir á númer 13 "Æ ég meina, númer 15 merkti sitt hús og númer 11, svo að fólk hlýtur að fatta að við erum númer 13". Annars gæti þetta bara verið í tísku, þetta er svo algengt.

Nei Mummi, ég fór ekki að mála skiltið í dag sökum ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Nökkvi Páll kom í heimsókn og ég var að dást að honum alveg þangað til að ég fór í vinnuna. Mér finnst mjög gaman að dást að honum, sérstaklega þegar hann er vakandi. En ég ætla að mála skiltið á morgun, það er alveg á hreinu því að margt er á Plögglistanum á morgun. Auk þess vil ég bara að við séum vel merkt.

Vá, ég held bara að veðrið fari svona illa með blogghæfileika mína. Á hann ekki að fara að rigna bráðum?

0 ummæli: