þriðjudagur, júlí 29, 2003

Bráðskemmtileg mismæli og aðrar sögur

Þó að þjónar séu skólagengnir upp til hópa þá eru þeir oft ekki eins sleipir í enskunni og vera ber. Hér eru nokkur dæmi (útskýringar fylgja ef þess er þörf).

Would you like a beer from the crein or in a bottle?
Do you want kleiks in your coke?
Yes, I will bring you new knifepairs?
And how would you like your meat steikt?
This is our food table. (sem átti víst að þýða hlaðborð)
Yes, please take of your clothes over there (átti að vera; please take off your coats over there)
Here is the buffay, please go ahead and eat yourselves (ástæður fyrir þessu mismæli eru óljósar, en afar skemmtilegt mismæli þó)

Misskilningur er líka merkilegur og oftar en ekki berst maður við að útskýra fyrir fólki mat. Dæmi
"Here is your desert mam" (ís sem er t.d. skreyttur blæjuberi)
"Sorry miss, why is there a tomato on my icecream?"

"Yes, here is a photo of the puffin" (held á póstkorti með mynd af lunda)
"Oh, I didn´t know it was a fish"
"Eee.."

Og um daginn lenti ég í því að leika helminginn af dýrunum í villibráðarsalatinu.
"Goose, bird" (Blaka vængjunum) "A bit like duck, quack quack, but bigger" (sýni muninn með höndunum) "Reindeer, a bit like horse, gobbidee gobbidee, but with horns" (Mynda horn með höndunum) "You know Santa Clause? He has Rudolf? Yes, this is Rudolf"
Og þau skildu loksins hvað þau voru að borða.

Svo vil ég koma því á framfæri til allra þeirra sem hringdu í mig í morgun að ég er ekki löt, var bara að vinna í rúmlega 14 tíma á sunnudaginn, koma heim kl. 2.00 og vildi sofa út. Takk fyrir og góða nótt

0 ummæli: